Ósannað að aðstoð við mæðgur sem komu til landsins hafi verið refsiverð Atli Ísleifsson skrifar 27. janúar 2021 15:30 Mægurnar komu með flugi til Keflavíkur frá Spáni. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað tvo af ákæru um að hafa skipulagt og aðstoðað konu og tvær dætur hennar að koma ólöglega til Íslands í þeim tilgangi að sækja um hæli hér á landi. Í ákæru kom fram að mennirnir hafi útbúið og fengið staðfest hjá sýslumanni boðsbréf fyrir mæðgurnar og greitt hluta ferðakostnaðar þeirra mæðgna til Íslands. Voru mennirnir með háttsemi sinni taldir af ákæruvaldinu hafa gerst brotlegir við lög um útlendinga með því að aðstoða mæðgurnar við að koma ólöglega til Íslands og sækja um hæli hérlendis. Stöðvuð við almennt umferðareftirlit Í dómnum kemur fram að lögreglan á Suðurnesjum hafi í júní 2019 stöðvað bíl við almennt umferðareftirlit, en í framsæti bílsins hafi verið ákærðu og mæðgurnar í aftursæti. Móðirin sagðist þá vera nýkomin til landsins ásamt dætrum sínum frá Spáni og hafi ætlað að ferðast með þeim um landið í einn mánuð. Sagði hún annan hinna ákærðu hafa verið vin sinn sem hafi boðið þeim mæðgum til landsins. Hjá lögreglu hafi þá vaknað grunur um að ákærðu hefðu aðstoðað mæðgurnar við að komast ólöglega til Íslands í þeim tilgangi að sækja hér um hæli. Voru þau því flutt á lögreglustöð þar sem móðirin sótti um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir sig og dæturnar. Ákæruvaldið dró í land Í upphaflegri ákæru kom fram að mennirnir hafi útbúið boðsbréf „í þeim tilgangi að þær fengju vegabréfsáritun sem ferðamenn til Íslands“, en við upphaf málflutnings ákvað sækjandi hins vegar að falla frá þeim lið ákærunnar. Í niðurstöðu dómsins segir að með því að falla frá þeim lið megi segja að ákæruvaldið hafi dregið töluvert í land í lýsingu á hinni meintu refsiverðu háttsemi ákærðu. Eftir breytinguna standi aðeins eftir að brot ákærðu sé talið felast í því að hafa skipulagt og/eða aðstoðað mæðgurnar við að koma til Íslands. Hafi sú aðstoð verið fólgin í því að útbúa boðsbréf og greiða hluta ferðakostnaðar þeirra, en með því hafi ákærðu aðstoðað mæðgurnar við að koma ólöglega til Íslands og sækja um hæli hér á landi. Boðsbréfið ekki skilyrði fyrir að þær kæmust til Íslands Hinir ákærðu könnuðust við að hafa útbúið boðsbréf fyrir mæðgurnar í þeim tilgangi að þær kæmust frá heimalandi sínu og til Spánar. Þá hafi annar ákærðu einnig greitt fyrir farmiðana samkvæmt beiðni hins sem ákærður var í málinu. Þeir neituðu því hins vegar báðir að hafa með ólöglegum hætti skipulagt ferð mæðgnanna hingað til lands og hvað þá gert það í þeim tilgangi að þær myndu sækja um hæli hér á landi. „Ekki liggur fyrir að umrætt boðsbréf hafi verið algert skilyrði fyrir því að þær mæðgur kæmust hingað til lands og ekki verður séð að það að greiða farmiða fyrir þær frá Spáni til Íslands hafi verið ólöglegt eins og atvikum málsins er háttað. En ekki verður annað séð en mæðgurnar hafi ferðast hingað til lands á eigin nöfnum, með eigin vegabréf og þá verður ekki séð að ákærðu hafi aðhafast eitthvað í þá átt að villa um fyrir yfirvöldum beinlínis í þeim tilgangi að koma mæðgunum ólöglega til Íslands. En líkur standa til þess að mæðgurnar hefðu getað komið hingað til lands án þess að ákærðu hefðu aðstoðað þær með einhverjum hætti hefðu þær haft fjármuni til að greiða fargjaldið frá Spáni til Íslands. Því verður ekki fullyrt að ákærðu hafi aðstoðað mæðgurnar með ólöglegum hætti við að koma hingað til lands í þeim tilgangi að sækja hér um hæli og þar með gerst sekir um refsiverða háttsemi,“ segir í dómnum. Dómurinn lítur einnig til þess að í ákvæði útlendingalaga, sem meint brot ákærðu var talið varða við, sé því ekki lýst í hverju sú aðstoð geti verið fólgin sem telst refsiverð í skilningi ákvæðisins. „Því verður það að vera hafið yfir allan vafa að sú háttsemi, sem er talin varða við ákvæðið, geti talist refsiverð.“ Því séu ákærðu báðir sýknaðir af refsikröfu ákæruvaldsins í málinu. Allur sakarkostnaður skal greiddur úr ríkissjóði, þar með talin laun og ferðakostnaður verjenda, auk túlkaþjónustu. Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Í ákæru kom fram að mennirnir hafi útbúið og fengið staðfest hjá sýslumanni boðsbréf fyrir mæðgurnar og greitt hluta ferðakostnaðar þeirra mæðgna til Íslands. Voru mennirnir með háttsemi sinni taldir af ákæruvaldinu hafa gerst brotlegir við lög um útlendinga með því að aðstoða mæðgurnar við að koma ólöglega til Íslands og sækja um hæli hérlendis. Stöðvuð við almennt umferðareftirlit Í dómnum kemur fram að lögreglan á Suðurnesjum hafi í júní 2019 stöðvað bíl við almennt umferðareftirlit, en í framsæti bílsins hafi verið ákærðu og mæðgurnar í aftursæti. Móðirin sagðist þá vera nýkomin til landsins ásamt dætrum sínum frá Spáni og hafi ætlað að ferðast með þeim um landið í einn mánuð. Sagði hún annan hinna ákærðu hafa verið vin sinn sem hafi boðið þeim mæðgum til landsins. Hjá lögreglu hafi þá vaknað grunur um að ákærðu hefðu aðstoðað mæðgurnar við að komast ólöglega til Íslands í þeim tilgangi að sækja hér um hæli. Voru þau því flutt á lögreglustöð þar sem móðirin sótti um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir sig og dæturnar. Ákæruvaldið dró í land Í upphaflegri ákæru kom fram að mennirnir hafi útbúið boðsbréf „í þeim tilgangi að þær fengju vegabréfsáritun sem ferðamenn til Íslands“, en við upphaf málflutnings ákvað sækjandi hins vegar að falla frá þeim lið ákærunnar. Í niðurstöðu dómsins segir að með því að falla frá þeim lið megi segja að ákæruvaldið hafi dregið töluvert í land í lýsingu á hinni meintu refsiverðu háttsemi ákærðu. Eftir breytinguna standi aðeins eftir að brot ákærðu sé talið felast í því að hafa skipulagt og/eða aðstoðað mæðgurnar við að koma til Íslands. Hafi sú aðstoð verið fólgin í því að útbúa boðsbréf og greiða hluta ferðakostnaðar þeirra, en með því hafi ákærðu aðstoðað mæðgurnar við að koma ólöglega til Íslands og sækja um hæli hér á landi. Boðsbréfið ekki skilyrði fyrir að þær kæmust til Íslands Hinir ákærðu könnuðust við að hafa útbúið boðsbréf fyrir mæðgurnar í þeim tilgangi að þær kæmust frá heimalandi sínu og til Spánar. Þá hafi annar ákærðu einnig greitt fyrir farmiðana samkvæmt beiðni hins sem ákærður var í málinu. Þeir neituðu því hins vegar báðir að hafa með ólöglegum hætti skipulagt ferð mæðgnanna hingað til lands og hvað þá gert það í þeim tilgangi að þær myndu sækja um hæli hér á landi. „Ekki liggur fyrir að umrætt boðsbréf hafi verið algert skilyrði fyrir því að þær mæðgur kæmust hingað til lands og ekki verður séð að það að greiða farmiða fyrir þær frá Spáni til Íslands hafi verið ólöglegt eins og atvikum málsins er háttað. En ekki verður annað séð en mæðgurnar hafi ferðast hingað til lands á eigin nöfnum, með eigin vegabréf og þá verður ekki séð að ákærðu hafi aðhafast eitthvað í þá átt að villa um fyrir yfirvöldum beinlínis í þeim tilgangi að koma mæðgunum ólöglega til Íslands. En líkur standa til þess að mæðgurnar hefðu getað komið hingað til lands án þess að ákærðu hefðu aðstoðað þær með einhverjum hætti hefðu þær haft fjármuni til að greiða fargjaldið frá Spáni til Íslands. Því verður ekki fullyrt að ákærðu hafi aðstoðað mæðgurnar með ólöglegum hætti við að koma hingað til lands í þeim tilgangi að sækja hér um hæli og þar með gerst sekir um refsiverða háttsemi,“ segir í dómnum. Dómurinn lítur einnig til þess að í ákvæði útlendingalaga, sem meint brot ákærðu var talið varða við, sé því ekki lýst í hverju sú aðstoð geti verið fólgin sem telst refsiverð í skilningi ákvæðisins. „Því verður það að vera hafið yfir allan vafa að sú háttsemi, sem er talin varða við ákvæðið, geti talist refsiverð.“ Því séu ákærðu báðir sýknaðir af refsikröfu ákæruvaldsins í málinu. Allur sakarkostnaður skal greiddur úr ríkissjóði, þar með talin laun og ferðakostnaður verjenda, auk túlkaþjónustu.
Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira