Fjórir milljarðar án réttinda Guðný Ljósbrá Hreinsdóttir skrifar 28. janúar 2021 09:00 Ég var ein af þeim sem varð atvinnulaus á þessum fordæmalausu tímum. Eins og svo margir aðrir samnemendur mínir í Háskóla Íslands þá vann ég í ferðamannageiranum. Ferðamenn flykktust hér til landsins í tonna tali, ég spjallaði við þau á ensku og át yfir mig af Bæjarins Beztu pylsum. Ég starfaði við þetta á sumrin og hoppaði í túra með námi eins og ég mögulega gat. Ég útskrifaðist sumarið 2019 og ákvað að taka mér árs frí til þess að reyna að safna mér inn fyrir því sem að allir stúdentar sjá aðeins í hillingum sínum, hinni fyrstu íbúð. Þegar fregnir fóru að berast í árslok 2019 af óþekktri veiru sem herjaði á fólk út í heimi, man ég að ég sat með vinnufélögunum að drekka kaffi og spjalla um „að svona lagað myndi nú aldrei ná til Íslands”, eða hvað? Það var svo í febrúar 2020 sem við vorum kölluð á fund. Það voru engir ferðamenn að koma til landsins og þar af leiðandi ekkert til að vinna við og stefndi allt í að okkur yrði sagt upp. Þetta yrði í fyrsta skipti sem ég yrði atvinnulaus síðan ég byrjaði að vinna, 13 ára gömul, sem blaðberi með grunnskóla. Á þessum tímapunkti var ég enn í námsleyfi en mikið af samstarfsfólki mínu var í námi og vann við þetta samhliða. Ég og samstarfskona mín ræddum það að þurfa að öllum líkindum að sækja um atvinnuleysisbætur og sammældumst um að styðjast við hvor aðra í ferlinu, enda höfðum við ekki sótt um slíkt áður. Þetta var allt mjög súrrealískt, svo það var gott að vita af fleirum í sömu sporum. Fljótlega áttuðum við okkur á að ein okkar átti bara alls ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Það var samstarfskona mín sem átti ekki rétt á atvinnuleysisbótum, einfaldlega vegna þess að hún var skráð í nám. Við unnum jafn mikið og jafn mikið af launum okkar runnu í atvinnuleysistryggingarsjóð, en bara ég átti rétt til atvinnuleysisbóta og ekki hún. Við töluðum mikið saman á þessu tímabili og höfðum báðar samband við Vinnumálastofnun og svörin voru alltaf þau að fólk í námi ætti ekki einfaldlega rétt á atvinnuleysisbótum. Hún sá það fyrir að missa heimilið sitt en ekki ég. Þegar hlutabótaleiðin var kynnt til leiks í mars vorum við kölluð inn á annan fund og sem betur fer gat fyrirtækið haft okkur í 25% starfshlutfalli, sem var viðmiðunarhlutfall úrræðisins, en þó um óljósan tíma. Ég upplifði mikinn létti en þessi sama samstarfskona mín upplifði þó talsvert meiri léttir. Okkur var bjargað af stjórnvöldum, að minnsta kosti í þetta sinn. Stuttu síðar var viðmiðunarhlutfallið þó hækkað í 50% og þá féllu margir stúdentar utan úrræðisins, þar á meðal hún. Það er staðreynd að meirihluti stúdenta á Íslandi vinnur til þess að geta stundað nám. Það er einnig staðreynd að stúdentar leggja atvinnuleysistryggingarsjóði lið með sínu vinnuframlagi. Af launum þeirra rennur atvinnutryggingagjald í sjóðinn, sem nemur 1,35%, en þrátt fyrir það á stúdent sem missir skyndilega vinnuna ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Sá réttur var hrifsaður af þeim 1. janúar 2010. Atvinnutryggingagjöld stúdenta nema yfir 4 milljarða frá árinu 2010, ef miðað er við að 70% stúdenta við Háskóla Íslands vinna samhliða námi, í 50% starfi að vetri og 100% starfi að sumri á lágmarkslaunum. Staðreyndin er þó að fleiri stúdentar vinna með námi og er upphæðin því töluvert hærri. Nú eru rúmlega 46% atvinnulausra er ungt fólk á aldrinum 18-34 ára samkvæmt Vinnumálastofnun, en það segir okkur aðeins hálfa söguna því stúdentar eru ekki á atvinnuleysisskrá og teljast því ekki með í þessum tölum. Ég var bara heppin. Heppin að hafa tekið mér námsleyfi á þessum tíma og heppin að hafa starfað hjá fyrirtæki sem gat boðið mér 25% starf svo ég ætti ofan í mig og á. Það eru margir stúdentar sem voru ekki svo heppnir og þá vantar ekki bara sumarstarf eitt sumarið. Stúdenta vantar raunverulegt öryggisnet sem grípur þá í neyð. Stúdentar eiga fullt tilkall til atvinnuleysisbóta og það verður að tryggja þeim þau réttindi tafarlaust. Höfundur er varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands Greinin er hluti af „Eiga stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi stúdenta. Eiga stúdentar ekki skilið atvinnuleysisbætur? from Stúdentaráð on Vimeo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Ég var ein af þeim sem varð atvinnulaus á þessum fordæmalausu tímum. Eins og svo margir aðrir samnemendur mínir í Háskóla Íslands þá vann ég í ferðamannageiranum. Ferðamenn flykktust hér til landsins í tonna tali, ég spjallaði við þau á ensku og át yfir mig af Bæjarins Beztu pylsum. Ég starfaði við þetta á sumrin og hoppaði í túra með námi eins og ég mögulega gat. Ég útskrifaðist sumarið 2019 og ákvað að taka mér árs frí til þess að reyna að safna mér inn fyrir því sem að allir stúdentar sjá aðeins í hillingum sínum, hinni fyrstu íbúð. Þegar fregnir fóru að berast í árslok 2019 af óþekktri veiru sem herjaði á fólk út í heimi, man ég að ég sat með vinnufélögunum að drekka kaffi og spjalla um „að svona lagað myndi nú aldrei ná til Íslands”, eða hvað? Það var svo í febrúar 2020 sem við vorum kölluð á fund. Það voru engir ferðamenn að koma til landsins og þar af leiðandi ekkert til að vinna við og stefndi allt í að okkur yrði sagt upp. Þetta yrði í fyrsta skipti sem ég yrði atvinnulaus síðan ég byrjaði að vinna, 13 ára gömul, sem blaðberi með grunnskóla. Á þessum tímapunkti var ég enn í námsleyfi en mikið af samstarfsfólki mínu var í námi og vann við þetta samhliða. Ég og samstarfskona mín ræddum það að þurfa að öllum líkindum að sækja um atvinnuleysisbætur og sammældumst um að styðjast við hvor aðra í ferlinu, enda höfðum við ekki sótt um slíkt áður. Þetta var allt mjög súrrealískt, svo það var gott að vita af fleirum í sömu sporum. Fljótlega áttuðum við okkur á að ein okkar átti bara alls ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Það var samstarfskona mín sem átti ekki rétt á atvinnuleysisbótum, einfaldlega vegna þess að hún var skráð í nám. Við unnum jafn mikið og jafn mikið af launum okkar runnu í atvinnuleysistryggingarsjóð, en bara ég átti rétt til atvinnuleysisbóta og ekki hún. Við töluðum mikið saman á þessu tímabili og höfðum báðar samband við Vinnumálastofnun og svörin voru alltaf þau að fólk í námi ætti ekki einfaldlega rétt á atvinnuleysisbótum. Hún sá það fyrir að missa heimilið sitt en ekki ég. Þegar hlutabótaleiðin var kynnt til leiks í mars vorum við kölluð inn á annan fund og sem betur fer gat fyrirtækið haft okkur í 25% starfshlutfalli, sem var viðmiðunarhlutfall úrræðisins, en þó um óljósan tíma. Ég upplifði mikinn létti en þessi sama samstarfskona mín upplifði þó talsvert meiri léttir. Okkur var bjargað af stjórnvöldum, að minnsta kosti í þetta sinn. Stuttu síðar var viðmiðunarhlutfallið þó hækkað í 50% og þá féllu margir stúdentar utan úrræðisins, þar á meðal hún. Það er staðreynd að meirihluti stúdenta á Íslandi vinnur til þess að geta stundað nám. Það er einnig staðreynd að stúdentar leggja atvinnuleysistryggingarsjóði lið með sínu vinnuframlagi. Af launum þeirra rennur atvinnutryggingagjald í sjóðinn, sem nemur 1,35%, en þrátt fyrir það á stúdent sem missir skyndilega vinnuna ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Sá réttur var hrifsaður af þeim 1. janúar 2010. Atvinnutryggingagjöld stúdenta nema yfir 4 milljarða frá árinu 2010, ef miðað er við að 70% stúdenta við Háskóla Íslands vinna samhliða námi, í 50% starfi að vetri og 100% starfi að sumri á lágmarkslaunum. Staðreyndin er þó að fleiri stúdentar vinna með námi og er upphæðin því töluvert hærri. Nú eru rúmlega 46% atvinnulausra er ungt fólk á aldrinum 18-34 ára samkvæmt Vinnumálastofnun, en það segir okkur aðeins hálfa söguna því stúdentar eru ekki á atvinnuleysisskrá og teljast því ekki með í þessum tölum. Ég var bara heppin. Heppin að hafa tekið mér námsleyfi á þessum tíma og heppin að hafa starfað hjá fyrirtæki sem gat boðið mér 25% starf svo ég ætti ofan í mig og á. Það eru margir stúdentar sem voru ekki svo heppnir og þá vantar ekki bara sumarstarf eitt sumarið. Stúdenta vantar raunverulegt öryggisnet sem grípur þá í neyð. Stúdentar eiga fullt tilkall til atvinnuleysisbóta og það verður að tryggja þeim þau réttindi tafarlaust. Höfundur er varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands Greinin er hluti af „Eiga stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi stúdenta. Eiga stúdentar ekki skilið atvinnuleysisbætur? from Stúdentaráð on Vimeo.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun