Landsnet getur skert tekjur Orkuveitunnar af raforkusölu til Norðuráls Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2021 19:21 Raforkuverðssamningur Norðuráls við Orkuveitu Reykjavíkur er fyrsti samningur stóriðjunnar við orkufyrirtæki til að vera gerður opinber. Stöð 2/Arnar Landsnet getur skert tekjur Orkuveitu Reykjavíkur af þeirri raforku sem hún selur í tvíhliða samningi til Norðuráls með því að hækka gjaldskrá sína. En opinberun á raforkusamningi Orkuveitunnar við Norðurál leiðir í ljós að hún tekur flutningskostnað orkunnar á sig. Alger leynd hefur hvílt yfir raforkuverðssamningum stóriðjunnar á Íslandi við orkufyrirtækin. Iðnaðarráðherra, forstjóri Landsvikjunar og fleiri hafa þrýst á að samningarnir verði opinberaðir. Í dag var fyrsti slíki samningurinn opinberaður þegar Orkuveitan varð við óskum Norðuráls um opinberun samnings fyrirtækjanna. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitunnar segir samninginn óhagstæðan og barn síns tíma. Samningurinn var gerður á árunum 2006 - 2007 og er raforkuverðið tengt heimsmarkaðsverði á áli. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hefur áhyggjur af fjárfestingaáformum Landnets sem geti hækkað gjaldskrár gagnvart Orkuveitunni og þar með lækkað það verð sem hún fær fyrir sölu á orku til Norðuráls.Stöð 2/Arnar „Þá lá til grundvallar spá fyrir álverð. Sú spá hefur alls ekki gengið eftir. Ef hún hefði gengið eftir værum við í ágætum málum,“ segir Bjarni. Samkvæmt spánni hefði verð á tonni af áli átt að vera 2.800 bandaríkjadalir á þessu ári en verðið er mun lægra eða 2.025 dollarar. Orkuveitan hefði fengið 35,89 dollara fyrir megavattsstundina samkvæmt spánni en er að fá 25,24 dollara. Þá er flutningur á orkunni til Norðuráls innifalinn í verðinu, þótt búið hafi verið að stofna dreifingarfyrirtækið Landsnet þegar samningurinn var gerður. „Það þýðir að draga verður flutningskostnaðinn frá tekjum okkar af þessum samningi. Þá fáum við það sem við getum kallað skilaverð til Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir forstjórinn. Í dag er Orkuveitan því að greiða Landsneti 6,35 dollara af hverri megavattsstund. Samningurinn gildir til ársins 2036 og nær til sölu á 47,5 megavöttum, sem er 18 prósent af sölu Orkuveitunnar til Norðuráls og 11 prósent af heildarraforkuvinnslu veitunnar. Hækkun gjaldskrár Landsnets myndi skerða tekjur Orkuveitunnar. „Við höfum áhyggjur af því, já, að þetta flutningsgjald muni hækka. Hugsanlega verulega miðað við þær áætlanir sem Landsnet hefur um fjárfestingar á næstu árum,“ segir Bjarni Bjarnason. Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Aflétta trúnaði um raforkusamning OR við Norðurál eftir 10 ára bið Norðurál greiðir í dag 25,24 Bandaríkjadali fyrir hverja megavattstund af rafmagni sem fyrirtækið kaupir af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir álver sitt Grundartanga, samkvæmt raforkusamningi sem hefur verið opinberaður. Upphæðin jafngildir nú um 3.282 íslenskum krónum en að frádregnum flutningskostnaði fær Orkuveitan 18,89 Bandaríkjadali eða um 2.457 krónur í sinn hlut. 28. janúar 2021 10:28 Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum. 13. nóvember 2020 12:45 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Alger leynd hefur hvílt yfir raforkuverðssamningum stóriðjunnar á Íslandi við orkufyrirtækin. Iðnaðarráðherra, forstjóri Landsvikjunar og fleiri hafa þrýst á að samningarnir verði opinberaðir. Í dag var fyrsti slíki samningurinn opinberaður þegar Orkuveitan varð við óskum Norðuráls um opinberun samnings fyrirtækjanna. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitunnar segir samninginn óhagstæðan og barn síns tíma. Samningurinn var gerður á árunum 2006 - 2007 og er raforkuverðið tengt heimsmarkaðsverði á áli. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hefur áhyggjur af fjárfestingaáformum Landnets sem geti hækkað gjaldskrár gagnvart Orkuveitunni og þar með lækkað það verð sem hún fær fyrir sölu á orku til Norðuráls.Stöð 2/Arnar „Þá lá til grundvallar spá fyrir álverð. Sú spá hefur alls ekki gengið eftir. Ef hún hefði gengið eftir værum við í ágætum málum,“ segir Bjarni. Samkvæmt spánni hefði verð á tonni af áli átt að vera 2.800 bandaríkjadalir á þessu ári en verðið er mun lægra eða 2.025 dollarar. Orkuveitan hefði fengið 35,89 dollara fyrir megavattsstundina samkvæmt spánni en er að fá 25,24 dollara. Þá er flutningur á orkunni til Norðuráls innifalinn í verðinu, þótt búið hafi verið að stofna dreifingarfyrirtækið Landsnet þegar samningurinn var gerður. „Það þýðir að draga verður flutningskostnaðinn frá tekjum okkar af þessum samningi. Þá fáum við það sem við getum kallað skilaverð til Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir forstjórinn. Í dag er Orkuveitan því að greiða Landsneti 6,35 dollara af hverri megavattsstund. Samningurinn gildir til ársins 2036 og nær til sölu á 47,5 megavöttum, sem er 18 prósent af sölu Orkuveitunnar til Norðuráls og 11 prósent af heildarraforkuvinnslu veitunnar. Hækkun gjaldskrár Landsnets myndi skerða tekjur Orkuveitunnar. „Við höfum áhyggjur af því, já, að þetta flutningsgjald muni hækka. Hugsanlega verulega miðað við þær áætlanir sem Landsnet hefur um fjárfestingar á næstu árum,“ segir Bjarni Bjarnason.
Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Aflétta trúnaði um raforkusamning OR við Norðurál eftir 10 ára bið Norðurál greiðir í dag 25,24 Bandaríkjadali fyrir hverja megavattstund af rafmagni sem fyrirtækið kaupir af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir álver sitt Grundartanga, samkvæmt raforkusamningi sem hefur verið opinberaður. Upphæðin jafngildir nú um 3.282 íslenskum krónum en að frádregnum flutningskostnaði fær Orkuveitan 18,89 Bandaríkjadali eða um 2.457 krónur í sinn hlut. 28. janúar 2021 10:28 Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum. 13. nóvember 2020 12:45 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Aflétta trúnaði um raforkusamning OR við Norðurál eftir 10 ára bið Norðurál greiðir í dag 25,24 Bandaríkjadali fyrir hverja megavattstund af rafmagni sem fyrirtækið kaupir af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir álver sitt Grundartanga, samkvæmt raforkusamningi sem hefur verið opinberaður. Upphæðin jafngildir nú um 3.282 íslenskum krónum en að frádregnum flutningskostnaði fær Orkuveitan 18,89 Bandaríkjadali eða um 2.457 krónur í sinn hlut. 28. janúar 2021 10:28
Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum. 13. nóvember 2020 12:45