Landspítalinn tekur mál Þórdísar til skoðunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2021 20:02 Þórdís Brynjólfsdóttir hefur beðið í um þrjú ár eftir að komast í brjóstnám og brjóstauppbyggingu. Beiðni fyrir aðgerðinni reyndist aldrei hafa verið gerð. Vísir/Aðsend Landspítalinn mun taka mál Þórdísar Brynjólfsdóttur, sem komst að því í gær að beiðni fyrir brjóstnámsaðgerð hennar hafði ekki verið gefin út, til skoðunar. Málið sé tekið mjög alvarlega. Þetta kemur fram í skriflegu svari Stefán Hrafns Hagalín, samskiptafulltrúa Landspítala, við fyrirspurn fréttastofu. Fréttastofa greindi frá því í gær að Þórdís Brynjólfsdóttir hafi í þrjú ár beðið eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð, en hún greindist með krabbamein fyrir níu árum síðan í öðru brjóstinu sem var í kjölfarið fjarlægt. Þórdís er með hið svokallaða BRCA-gen, sem eykur líkur á brjóstakrabbameini til muna. Þórdís sagði í gær í samtali við fréttastofu að sér liði eins og tifandi tímasprengju. Hún vildi losna við hitt brjóstið, svo að ekki kæmi upp krabbamein í því, og fara í uppbyggingu á brjóstum sem hefur verið á dagskránni í nokkur ár. Í kjölfar fyrirspurnar Þórdísar kom í ljós að beiðni fyrir slíkri aðgerð hafði aldrei verið búin til, eða þá að hún hafi týnst í kerfinu. Þetta hefur gerst í tvígang í máli Þórdísar en fyrir ári síðan hafði hún samband við Landspítalann til að spyrjast fyrir um aðgerðina og í ljós kom að engin beiðni fyrir henni væri til. Þá var Þórdís fullvissuð um að hún yrði efst á biðlista þegar slíkar aðgerðir hæfust að nýju, en þá voru engar slíkar aðgerðir gerðar sökum kórónuveirufaraldursins. „Öryggi sjúklinga er ein af kjarnastoðum starfsemi Landspítala. Þeir eru um 120 þúsund talsins árlega,“ segir í svari Landspítala við fyrirspurn. Þar kemur fram að spítalinn geti ekki tjáð sig um einstök mál sökum persónuverndarlaga. Beið eftir brjóstnámi í tvö ár en fékk svo krabbamein Í kjölfar birtingu fréttarinnar um mál Þórdísar hafa nokkrar konur haft samband við fréttastofu og greint frá því að þær hafi lent í svipuðum aðstæðum og Þórdís. Ein þeirra kvenna var sjálf með BRCA1 stökkbreytingu og hafði greinst með krabbamein í brjósti. Hún hafði í rúm tvö ár, eftir að hún lauk meðferð við krabbameininu, sóst eftir því að hitt brjóstið yrði fjarlægt sökum stökkbreytingarinnar, sem ekki var gert, og tveimur árum eftir að annað brjóstið var fjarlægt sökum krabbameins greindist hún með krabbamein í hinu brjóstinu. Þá skrifaði Anna Margrét Bjarnadóttir, formaður Brakkasamtakanna, skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag sem fjallaði um eftirlit og skimanir hjá konum með BRCA-genið. Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Arfberar krefjast öruggs krabbameinseftirlits - okkar líf veltur á því Nú standa yfir framtíðarbreytingar á skimunum og krabbameinseftirliti. Það er mikill uggur hjá félagsmönnum Brakksamtakanna vegna þessara breytinga og margir hafa leitað til okkar og lýst yfir áhyggjum sínum. 28. janúar 2021 12:00 Hefur beðið eftir brjóstnámi í þrjú ár en beiðnin var aldrei gerð Kona sem beðið hefur eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð og uppbyggingu á brjóstum í rúm þrjú ár komst að því í dag að beiðni um aðgerð hafi aldrei verið gefin út fyrir hana. Hún segir Landspítalann hafa brugðist sér í þessu máli. 27. janúar 2021 22:04 „Maður heldur að maður sé að fara deyja frá þremur ungum börnum“ Þórdís Brynjólfsdóttir er ein þeirra sem hefur lýst furðu sinni á þeim fyrirætlunum að hækka skimunaraldur fyrir brjóstakrabbameini úr 40 árum í fimmtíu. Sjálf var hún aðeins 32 ára þegar hún var greind með brjóstakrabbamein. Hún segir að þessa ákvörðun verði að endurskoða. 18. janúar 2021 10:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í gær að Þórdís Brynjólfsdóttir hafi í þrjú ár beðið eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð, en hún greindist með krabbamein fyrir níu árum síðan í öðru brjóstinu sem var í kjölfarið fjarlægt. Þórdís er með hið svokallaða BRCA-gen, sem eykur líkur á brjóstakrabbameini til muna. Þórdís sagði í gær í samtali við fréttastofu að sér liði eins og tifandi tímasprengju. Hún vildi losna við hitt brjóstið, svo að ekki kæmi upp krabbamein í því, og fara í uppbyggingu á brjóstum sem hefur verið á dagskránni í nokkur ár. Í kjölfar fyrirspurnar Þórdísar kom í ljós að beiðni fyrir slíkri aðgerð hafði aldrei verið búin til, eða þá að hún hafi týnst í kerfinu. Þetta hefur gerst í tvígang í máli Þórdísar en fyrir ári síðan hafði hún samband við Landspítalann til að spyrjast fyrir um aðgerðina og í ljós kom að engin beiðni fyrir henni væri til. Þá var Þórdís fullvissuð um að hún yrði efst á biðlista þegar slíkar aðgerðir hæfust að nýju, en þá voru engar slíkar aðgerðir gerðar sökum kórónuveirufaraldursins. „Öryggi sjúklinga er ein af kjarnastoðum starfsemi Landspítala. Þeir eru um 120 þúsund talsins árlega,“ segir í svari Landspítala við fyrirspurn. Þar kemur fram að spítalinn geti ekki tjáð sig um einstök mál sökum persónuverndarlaga. Beið eftir brjóstnámi í tvö ár en fékk svo krabbamein Í kjölfar birtingu fréttarinnar um mál Þórdísar hafa nokkrar konur haft samband við fréttastofu og greint frá því að þær hafi lent í svipuðum aðstæðum og Þórdís. Ein þeirra kvenna var sjálf með BRCA1 stökkbreytingu og hafði greinst með krabbamein í brjósti. Hún hafði í rúm tvö ár, eftir að hún lauk meðferð við krabbameininu, sóst eftir því að hitt brjóstið yrði fjarlægt sökum stökkbreytingarinnar, sem ekki var gert, og tveimur árum eftir að annað brjóstið var fjarlægt sökum krabbameins greindist hún með krabbamein í hinu brjóstinu. Þá skrifaði Anna Margrét Bjarnadóttir, formaður Brakkasamtakanna, skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag sem fjallaði um eftirlit og skimanir hjá konum með BRCA-genið.
Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Arfberar krefjast öruggs krabbameinseftirlits - okkar líf veltur á því Nú standa yfir framtíðarbreytingar á skimunum og krabbameinseftirliti. Það er mikill uggur hjá félagsmönnum Brakksamtakanna vegna þessara breytinga og margir hafa leitað til okkar og lýst yfir áhyggjum sínum. 28. janúar 2021 12:00 Hefur beðið eftir brjóstnámi í þrjú ár en beiðnin var aldrei gerð Kona sem beðið hefur eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð og uppbyggingu á brjóstum í rúm þrjú ár komst að því í dag að beiðni um aðgerð hafi aldrei verið gefin út fyrir hana. Hún segir Landspítalann hafa brugðist sér í þessu máli. 27. janúar 2021 22:04 „Maður heldur að maður sé að fara deyja frá þremur ungum börnum“ Þórdís Brynjólfsdóttir er ein þeirra sem hefur lýst furðu sinni á þeim fyrirætlunum að hækka skimunaraldur fyrir brjóstakrabbameini úr 40 árum í fimmtíu. Sjálf var hún aðeins 32 ára þegar hún var greind með brjóstakrabbamein. Hún segir að þessa ákvörðun verði að endurskoða. 18. janúar 2021 10:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira
Arfberar krefjast öruggs krabbameinseftirlits - okkar líf veltur á því Nú standa yfir framtíðarbreytingar á skimunum og krabbameinseftirliti. Það er mikill uggur hjá félagsmönnum Brakksamtakanna vegna þessara breytinga og margir hafa leitað til okkar og lýst yfir áhyggjum sínum. 28. janúar 2021 12:00
Hefur beðið eftir brjóstnámi í þrjú ár en beiðnin var aldrei gerð Kona sem beðið hefur eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð og uppbyggingu á brjóstum í rúm þrjú ár komst að því í dag að beiðni um aðgerð hafi aldrei verið gefin út fyrir hana. Hún segir Landspítalann hafa brugðist sér í þessu máli. 27. janúar 2021 22:04
„Maður heldur að maður sé að fara deyja frá þremur ungum börnum“ Þórdís Brynjólfsdóttir er ein þeirra sem hefur lýst furðu sinni á þeim fyrirætlunum að hækka skimunaraldur fyrir brjóstakrabbameini úr 40 árum í fimmtíu. Sjálf var hún aðeins 32 ára þegar hún var greind með brjóstakrabbamein. Hún segir að þessa ákvörðun verði að endurskoða. 18. janúar 2021 10:30