Kerfi um kerfi frá kerfi til kerfis. En ekki til barna Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 29. janúar 2021 13:00 Nýverið var greint frá því að um 2000 börn um allt land eru á biðlista eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi. Við sem höfum starfað innan skólakerfisins þekkjum þessar biðlistasögur foreldra. Sögur sem lýsa óendanlega langri og einhvern veginn vonlausri bið eftir að röðin komi að þeirra barni. Bið sem er löng. Allt of löng Á meðan beðið er horfa foreldrar upp á barnið sitt halda áfram að strögla, dragast aftur úr vegna þess að það fær ekki nauðsynlegan stuðning til að þroska málvitundina, tal eða framburð. Að geta tjáð sig og skilið tungumálið sitt er dýrmætur lykill. Lykill barns til að taka þátt í samskiptum, gera sig skiljanlegt, auka leikni og færni í námi og skilja umhverfið sitt betur í dag en í gær. Biðin þykir ósanngjörn en allir sýna þolinmæði og tala sig inn á að þakka fyrir að fá yfirleitt þjónustu. Allir eru að gera sitt besta. Kennarinn er að gera sitt besta, foreldrar eru að gera sitt besta og barnið er að gera sitt besta með sína talerfiðleika, málþroskaröskun eða hvað annað sem amar að og þarfnast stuðnings við. Allt í þeirri góðu trú að það geti einfaldlega enginn gert betur en að bíða, því vesalings kerfið er að gera sitt allra besta en hefur bara því miður ekki undan. Ógnin við kerfið Í þessum sömu fréttum kemur síðan í ljós að talmeinafræðingar eru á sama tíma að reyna að fá aumingjans kerfið til þess að skilja stöðuna og treysta þeim sem sérfræðingum fyrir því að sinna þessari dýrmætu þjónustu án þess að ríkið stýri för og ráðski með starfsvettvang þeirra. Innan kerfisins er talmeinafræðingnum ekki treystandi fyrir starfinu sínu, öðruvísi en undir svokölluðum verndarvæng þess. Verndarvæng kerfis sem óar við öllu sem lítur að sjálfstæði sérfræðinga sem kunna sitt fag. Sérfræðinga sem brenna fyrir það eitt að hjálpa börnum og nýta þekkingu sína til að styðja við og koma fleirum á beinu brautina en hið heilaga kerfi treystir sér til. Kerfið eyðir tíma og orku í að verja sjálft sig og sitt lamaða umhverfi, gegn ógninni af talmeinafræðingum sem voga sér að velja frelsið til að starfa sjálfstætt af nákvæmlega sömu fagmennskunni, í stað þess að standa með frekari fjárfestingu í þágu velsældar barna. Afturhaldið er algjört og farið að skaða út frá sér með þeim hætti að málþroski þúsunda barna er í húfi. Allt í þágu kerfisins. Kerfisins vegna. Á sama tíma fer fram þrotlaus vinna kennara og foreldra við að halda í horfið svo barnið hljóti ekki varanlegan skaða af. Þrotlaus vinna foreldra sem trúa því af hjartans einlægni að aumingjans kerfið geti bara ekki gert betur. En leyfa sér að blóta því í laumi um leið og þeir eiga vera þakklátir fyrir biðlistann. Höfundur er bæjarfulltrú Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Réttindi barna Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Nýverið var greint frá því að um 2000 börn um allt land eru á biðlista eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi. Við sem höfum starfað innan skólakerfisins þekkjum þessar biðlistasögur foreldra. Sögur sem lýsa óendanlega langri og einhvern veginn vonlausri bið eftir að röðin komi að þeirra barni. Bið sem er löng. Allt of löng Á meðan beðið er horfa foreldrar upp á barnið sitt halda áfram að strögla, dragast aftur úr vegna þess að það fær ekki nauðsynlegan stuðning til að þroska málvitundina, tal eða framburð. Að geta tjáð sig og skilið tungumálið sitt er dýrmætur lykill. Lykill barns til að taka þátt í samskiptum, gera sig skiljanlegt, auka leikni og færni í námi og skilja umhverfið sitt betur í dag en í gær. Biðin þykir ósanngjörn en allir sýna þolinmæði og tala sig inn á að þakka fyrir að fá yfirleitt þjónustu. Allir eru að gera sitt besta. Kennarinn er að gera sitt besta, foreldrar eru að gera sitt besta og barnið er að gera sitt besta með sína talerfiðleika, málþroskaröskun eða hvað annað sem amar að og þarfnast stuðnings við. Allt í þeirri góðu trú að það geti einfaldlega enginn gert betur en að bíða, því vesalings kerfið er að gera sitt allra besta en hefur bara því miður ekki undan. Ógnin við kerfið Í þessum sömu fréttum kemur síðan í ljós að talmeinafræðingar eru á sama tíma að reyna að fá aumingjans kerfið til þess að skilja stöðuna og treysta þeim sem sérfræðingum fyrir því að sinna þessari dýrmætu þjónustu án þess að ríkið stýri för og ráðski með starfsvettvang þeirra. Innan kerfisins er talmeinafræðingnum ekki treystandi fyrir starfinu sínu, öðruvísi en undir svokölluðum verndarvæng þess. Verndarvæng kerfis sem óar við öllu sem lítur að sjálfstæði sérfræðinga sem kunna sitt fag. Sérfræðinga sem brenna fyrir það eitt að hjálpa börnum og nýta þekkingu sína til að styðja við og koma fleirum á beinu brautina en hið heilaga kerfi treystir sér til. Kerfið eyðir tíma og orku í að verja sjálft sig og sitt lamaða umhverfi, gegn ógninni af talmeinafræðingum sem voga sér að velja frelsið til að starfa sjálfstætt af nákvæmlega sömu fagmennskunni, í stað þess að standa með frekari fjárfestingu í þágu velsældar barna. Afturhaldið er algjört og farið að skaða út frá sér með þeim hætti að málþroski þúsunda barna er í húfi. Allt í þágu kerfisins. Kerfisins vegna. Á sama tíma fer fram þrotlaus vinna kennara og foreldra við að halda í horfið svo barnið hljóti ekki varanlegan skaða af. Þrotlaus vinna foreldra sem trúa því af hjartans einlægni að aumingjans kerfið geti bara ekki gert betur. En leyfa sér að blóta því í laumi um leið og þeir eiga vera þakklátir fyrir biðlistann. Höfundur er bæjarfulltrú Viðreisnar í Garðabæ
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar