Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Vigdís Hallgrímsdóttir og Vilhelmína Haraldsdóttir skrifa 30. janúar 2021 07:00 Í vikunni birtu fimm norræn félög um dánaraðstoð yfirlýsingu þar sem þau hvetja ríkisstjórnir á Norðurlöndum til að grípa til ráðstafana svo íbúar landanna hafi með löglegum hætti val um að fá læknisfræðilega aðstoð við að deyja. Hvað er átt við þegar talað er um dánaraðstoð? Í stuttu máli er það þegar læknir ávísar eða gefur sjúklingi lyf í þeim tilgangi að valda dauða hans. Það hefur verið kallað líknardráp (enska, euthanasia). Þessi hugsun felur í sér að sjúklingur hafi rétt til þess að setja þær skyldur á aðra manneskju að deyða sig. Það þarf því ekki að koma á óvart að margt heilbrigðisstarfsfólk hefur verið mótfallið þessum hugmyndum, enda vekja þær upp margar siðferðilegar spurningar og stríða gegn siðareglum heilbrigðisstarfsfólks. Reynsla okkar úr starfi sem læknar og hjúkrunarfræðingar sem sinnt hafa einstaklingum sem greinst hafa með lífsógnandi sjúkdóm, er sú að snemma í sjúkdómsferlinu óttist margir aðdraganda dauðans, þjáningu og að vera öðrum háður. Margir telja að þegar sjúkdómurinn versni muni þeir heldur vilja deyja en að lifa með skerta heilsu og færni. Það er reynsla okkar að þegar á hólminn er komið hefur ekki verið mikil eftirspurn eftir beinni dánaraðstoð eða líknardrápi, hitt er algengara að eftir því sem heilsunni hrakar, því fastar heldur fólk í lífið. Það er því mikilvægt að sjúklingar hafi tækifæri til að ræða um þennan ótta og þá meðferðarmöguleika sem í boði eru. Á undanförnum árum hafa miklar framfarir verið í líknarmeðferð og í meðferð hjá einstaklingum sem eru við lífslok. Líknarmeðferð er veitt samhliða annarri meðferð strax frá greiningu lífsógnandi sjúkdóms með það að markmiði að bæta lífsgæði. Líknarmeðferð er því oft veitt árum saman. Á sama hátt hefur meðferð hjá einstaklingum sem eru við lífslok þróast með tilkomu nýrra lyfja og meðferða. Þegar ljóst er að andlát er yfirvofandi er markmiðið alltaf að lina þjáningar en ekki að stytta líf. Ósk okkar allra er að lifa og deyja með reisn og því er mikilvægt að auka umræðu um meðferðarmarkmið. Það er að segja að markmið meðferðar byggi á óskum og gildum sjúklingsins en líka á því sem raunhæft er að ná fram með læknisfræðilegum inngripum. Á sama hátt þarf að ræða hvenær hætta skuli meðferð, til dæmis öndunarvélameðferð á gjörgæsludeildum þegar ekki er von um bata. Samkvæmt heilbrigðislögum á sjúklingur rétt á bestu mögulegu meðferð sem hægt er að veita hverju sinni. Hann á líka rétt á að hafna meðferð. Það er hins vegar bæði ólöglegt og stangast á við siðferðileg gildi að deyða mann. Umræðan um dánaraðstoð eða líknardráp er afar skammt á veg komin á Íslandi og kemur fyrst og fremst frá þeim hagsmunasamtökum sem berjast fyrir lögleiðingu. Það er afar mikilvægt að umræða um dánaraðstoð eigi sér stað í samfélaginu og fleiri þurfa að taka þátt í henni þannig að ólík sjónarmið komi fram. Mikilvægt er að umræðan snúist um hvernig heilbrigðisþjónustu við veitum og að hún byggist álæknisfræðilegum og siðfræðilegum grunni en ekki eingöngu á lögfræðilegri nálgun. Kristín Lára Ólafsdóttir Sérfræðingur í líknarhjúkrun í líknarráðgjafateymi Landspítala Sigríður Gunnarsdóttir Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala og prófessor í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands Valgerður Sigurðardóttir Yfirlæknir sérhæfðrar líknarþjónustu á Landspítala Vigdís Hallgrímsdóttir Forstöðumaður krabbameinsþjónustu á Landspítala Vilhelmína Haraldsdóttir Læknir, sérfræðingur í lyflækningum og blóðsjúkdómum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Heilbrigðismál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Í vikunni birtu fimm norræn félög um dánaraðstoð yfirlýsingu þar sem þau hvetja ríkisstjórnir á Norðurlöndum til að grípa til ráðstafana svo íbúar landanna hafi með löglegum hætti val um að fá læknisfræðilega aðstoð við að deyja. Hvað er átt við þegar talað er um dánaraðstoð? Í stuttu máli er það þegar læknir ávísar eða gefur sjúklingi lyf í þeim tilgangi að valda dauða hans. Það hefur verið kallað líknardráp (enska, euthanasia). Þessi hugsun felur í sér að sjúklingur hafi rétt til þess að setja þær skyldur á aðra manneskju að deyða sig. Það þarf því ekki að koma á óvart að margt heilbrigðisstarfsfólk hefur verið mótfallið þessum hugmyndum, enda vekja þær upp margar siðferðilegar spurningar og stríða gegn siðareglum heilbrigðisstarfsfólks. Reynsla okkar úr starfi sem læknar og hjúkrunarfræðingar sem sinnt hafa einstaklingum sem greinst hafa með lífsógnandi sjúkdóm, er sú að snemma í sjúkdómsferlinu óttist margir aðdraganda dauðans, þjáningu og að vera öðrum háður. Margir telja að þegar sjúkdómurinn versni muni þeir heldur vilja deyja en að lifa með skerta heilsu og færni. Það er reynsla okkar að þegar á hólminn er komið hefur ekki verið mikil eftirspurn eftir beinni dánaraðstoð eða líknardrápi, hitt er algengara að eftir því sem heilsunni hrakar, því fastar heldur fólk í lífið. Það er því mikilvægt að sjúklingar hafi tækifæri til að ræða um þennan ótta og þá meðferðarmöguleika sem í boði eru. Á undanförnum árum hafa miklar framfarir verið í líknarmeðferð og í meðferð hjá einstaklingum sem eru við lífslok. Líknarmeðferð er veitt samhliða annarri meðferð strax frá greiningu lífsógnandi sjúkdóms með það að markmiði að bæta lífsgæði. Líknarmeðferð er því oft veitt árum saman. Á sama hátt hefur meðferð hjá einstaklingum sem eru við lífslok þróast með tilkomu nýrra lyfja og meðferða. Þegar ljóst er að andlát er yfirvofandi er markmiðið alltaf að lina þjáningar en ekki að stytta líf. Ósk okkar allra er að lifa og deyja með reisn og því er mikilvægt að auka umræðu um meðferðarmarkmið. Það er að segja að markmið meðferðar byggi á óskum og gildum sjúklingsins en líka á því sem raunhæft er að ná fram með læknisfræðilegum inngripum. Á sama hátt þarf að ræða hvenær hætta skuli meðferð, til dæmis öndunarvélameðferð á gjörgæsludeildum þegar ekki er von um bata. Samkvæmt heilbrigðislögum á sjúklingur rétt á bestu mögulegu meðferð sem hægt er að veita hverju sinni. Hann á líka rétt á að hafna meðferð. Það er hins vegar bæði ólöglegt og stangast á við siðferðileg gildi að deyða mann. Umræðan um dánaraðstoð eða líknardráp er afar skammt á veg komin á Íslandi og kemur fyrst og fremst frá þeim hagsmunasamtökum sem berjast fyrir lögleiðingu. Það er afar mikilvægt að umræða um dánaraðstoð eigi sér stað í samfélaginu og fleiri þurfa að taka þátt í henni þannig að ólík sjónarmið komi fram. Mikilvægt er að umræðan snúist um hvernig heilbrigðisþjónustu við veitum og að hún byggist álæknisfræðilegum og siðfræðilegum grunni en ekki eingöngu á lögfræðilegri nálgun. Kristín Lára Ólafsdóttir Sérfræðingur í líknarhjúkrun í líknarráðgjafateymi Landspítala Sigríður Gunnarsdóttir Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala og prófessor í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands Valgerður Sigurðardóttir Yfirlæknir sérhæfðrar líknarþjónustu á Landspítala Vigdís Hallgrímsdóttir Forstöðumaður krabbameinsþjónustu á Landspítala Vilhelmína Haraldsdóttir Læknir, sérfræðingur í lyflækningum og blóðsjúkdómum
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun