Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Vigdís Hallgrímsdóttir og Vilhelmína Haraldsdóttir skrifa 30. janúar 2021 07:00 Í vikunni birtu fimm norræn félög um dánaraðstoð yfirlýsingu þar sem þau hvetja ríkisstjórnir á Norðurlöndum til að grípa til ráðstafana svo íbúar landanna hafi með löglegum hætti val um að fá læknisfræðilega aðstoð við að deyja. Hvað er átt við þegar talað er um dánaraðstoð? Í stuttu máli er það þegar læknir ávísar eða gefur sjúklingi lyf í þeim tilgangi að valda dauða hans. Það hefur verið kallað líknardráp (enska, euthanasia). Þessi hugsun felur í sér að sjúklingur hafi rétt til þess að setja þær skyldur á aðra manneskju að deyða sig. Það þarf því ekki að koma á óvart að margt heilbrigðisstarfsfólk hefur verið mótfallið þessum hugmyndum, enda vekja þær upp margar siðferðilegar spurningar og stríða gegn siðareglum heilbrigðisstarfsfólks. Reynsla okkar úr starfi sem læknar og hjúkrunarfræðingar sem sinnt hafa einstaklingum sem greinst hafa með lífsógnandi sjúkdóm, er sú að snemma í sjúkdómsferlinu óttist margir aðdraganda dauðans, þjáningu og að vera öðrum háður. Margir telja að þegar sjúkdómurinn versni muni þeir heldur vilja deyja en að lifa með skerta heilsu og færni. Það er reynsla okkar að þegar á hólminn er komið hefur ekki verið mikil eftirspurn eftir beinni dánaraðstoð eða líknardrápi, hitt er algengara að eftir því sem heilsunni hrakar, því fastar heldur fólk í lífið. Það er því mikilvægt að sjúklingar hafi tækifæri til að ræða um þennan ótta og þá meðferðarmöguleika sem í boði eru. Á undanförnum árum hafa miklar framfarir verið í líknarmeðferð og í meðferð hjá einstaklingum sem eru við lífslok. Líknarmeðferð er veitt samhliða annarri meðferð strax frá greiningu lífsógnandi sjúkdóms með það að markmiði að bæta lífsgæði. Líknarmeðferð er því oft veitt árum saman. Á sama hátt hefur meðferð hjá einstaklingum sem eru við lífslok þróast með tilkomu nýrra lyfja og meðferða. Þegar ljóst er að andlát er yfirvofandi er markmiðið alltaf að lina þjáningar en ekki að stytta líf. Ósk okkar allra er að lifa og deyja með reisn og því er mikilvægt að auka umræðu um meðferðarmarkmið. Það er að segja að markmið meðferðar byggi á óskum og gildum sjúklingsins en líka á því sem raunhæft er að ná fram með læknisfræðilegum inngripum. Á sama hátt þarf að ræða hvenær hætta skuli meðferð, til dæmis öndunarvélameðferð á gjörgæsludeildum þegar ekki er von um bata. Samkvæmt heilbrigðislögum á sjúklingur rétt á bestu mögulegu meðferð sem hægt er að veita hverju sinni. Hann á líka rétt á að hafna meðferð. Það er hins vegar bæði ólöglegt og stangast á við siðferðileg gildi að deyða mann. Umræðan um dánaraðstoð eða líknardráp er afar skammt á veg komin á Íslandi og kemur fyrst og fremst frá þeim hagsmunasamtökum sem berjast fyrir lögleiðingu. Það er afar mikilvægt að umræða um dánaraðstoð eigi sér stað í samfélaginu og fleiri þurfa að taka þátt í henni þannig að ólík sjónarmið komi fram. Mikilvægt er að umræðan snúist um hvernig heilbrigðisþjónustu við veitum og að hún byggist álæknisfræðilegum og siðfræðilegum grunni en ekki eingöngu á lögfræðilegri nálgun. Kristín Lára Ólafsdóttir Sérfræðingur í líknarhjúkrun í líknarráðgjafateymi Landspítala Sigríður Gunnarsdóttir Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala og prófessor í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands Valgerður Sigurðardóttir Yfirlæknir sérhæfðrar líknarþjónustu á Landspítala Vigdís Hallgrímsdóttir Forstöðumaður krabbameinsþjónustu á Landspítala Vilhelmína Haraldsdóttir Læknir, sérfræðingur í lyflækningum og blóðsjúkdómum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni birtu fimm norræn félög um dánaraðstoð yfirlýsingu þar sem þau hvetja ríkisstjórnir á Norðurlöndum til að grípa til ráðstafana svo íbúar landanna hafi með löglegum hætti val um að fá læknisfræðilega aðstoð við að deyja. Hvað er átt við þegar talað er um dánaraðstoð? Í stuttu máli er það þegar læknir ávísar eða gefur sjúklingi lyf í þeim tilgangi að valda dauða hans. Það hefur verið kallað líknardráp (enska, euthanasia). Þessi hugsun felur í sér að sjúklingur hafi rétt til þess að setja þær skyldur á aðra manneskju að deyða sig. Það þarf því ekki að koma á óvart að margt heilbrigðisstarfsfólk hefur verið mótfallið þessum hugmyndum, enda vekja þær upp margar siðferðilegar spurningar og stríða gegn siðareglum heilbrigðisstarfsfólks. Reynsla okkar úr starfi sem læknar og hjúkrunarfræðingar sem sinnt hafa einstaklingum sem greinst hafa með lífsógnandi sjúkdóm, er sú að snemma í sjúkdómsferlinu óttist margir aðdraganda dauðans, þjáningu og að vera öðrum háður. Margir telja að þegar sjúkdómurinn versni muni þeir heldur vilja deyja en að lifa með skerta heilsu og færni. Það er reynsla okkar að þegar á hólminn er komið hefur ekki verið mikil eftirspurn eftir beinni dánaraðstoð eða líknardrápi, hitt er algengara að eftir því sem heilsunni hrakar, því fastar heldur fólk í lífið. Það er því mikilvægt að sjúklingar hafi tækifæri til að ræða um þennan ótta og þá meðferðarmöguleika sem í boði eru. Á undanförnum árum hafa miklar framfarir verið í líknarmeðferð og í meðferð hjá einstaklingum sem eru við lífslok. Líknarmeðferð er veitt samhliða annarri meðferð strax frá greiningu lífsógnandi sjúkdóms með það að markmiði að bæta lífsgæði. Líknarmeðferð er því oft veitt árum saman. Á sama hátt hefur meðferð hjá einstaklingum sem eru við lífslok þróast með tilkomu nýrra lyfja og meðferða. Þegar ljóst er að andlát er yfirvofandi er markmiðið alltaf að lina þjáningar en ekki að stytta líf. Ósk okkar allra er að lifa og deyja með reisn og því er mikilvægt að auka umræðu um meðferðarmarkmið. Það er að segja að markmið meðferðar byggi á óskum og gildum sjúklingsins en líka á því sem raunhæft er að ná fram með læknisfræðilegum inngripum. Á sama hátt þarf að ræða hvenær hætta skuli meðferð, til dæmis öndunarvélameðferð á gjörgæsludeildum þegar ekki er von um bata. Samkvæmt heilbrigðislögum á sjúklingur rétt á bestu mögulegu meðferð sem hægt er að veita hverju sinni. Hann á líka rétt á að hafna meðferð. Það er hins vegar bæði ólöglegt og stangast á við siðferðileg gildi að deyða mann. Umræðan um dánaraðstoð eða líknardráp er afar skammt á veg komin á Íslandi og kemur fyrst og fremst frá þeim hagsmunasamtökum sem berjast fyrir lögleiðingu. Það er afar mikilvægt að umræða um dánaraðstoð eigi sér stað í samfélaginu og fleiri þurfa að taka þátt í henni þannig að ólík sjónarmið komi fram. Mikilvægt er að umræðan snúist um hvernig heilbrigðisþjónustu við veitum og að hún byggist álæknisfræðilegum og siðfræðilegum grunni en ekki eingöngu á lögfræðilegri nálgun. Kristín Lára Ólafsdóttir Sérfræðingur í líknarhjúkrun í líknarráðgjafateymi Landspítala Sigríður Gunnarsdóttir Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala og prófessor í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands Valgerður Sigurðardóttir Yfirlæknir sérhæfðrar líknarþjónustu á Landspítala Vigdís Hallgrímsdóttir Forstöðumaður krabbameinsþjónustu á Landspítala Vilhelmína Haraldsdóttir Læknir, sérfræðingur í lyflækningum og blóðsjúkdómum
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun