„Í alvöru talað, hvað var þetta Jói?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2021 12:31 Það var örugglega ekki skemmtilegt fyrir Jónatan Þór Magnússon, þjálfara KA, að horfa aftur á lokakafla leiksins á móti Aftureldingu. Vísir/Hulda Margrét KA-menn buðu mögulega upp á klúður ársins í tapleiknum á móti Aftureldingu í KA-húsinu í síðustu umferð Olís deild karla í handbolta. KA-liðið missti frá sér nánast unnin leik á móti Aftureldingu á dögunum en Seinni bylgjan skoðaði betur hvað var í gangi hjá KA-liðinu á þessum afdrifaríku lokamínútum leiksins. Afturelding vann leikinn 25-24 en bæði lið voru að spila sinn fyrsta leik eftir langa hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Henry Birgir Gunnarsson kallaði eftir viðbrögðum frá sérfræðingum sínum í Seinni bylgjunni sem voru þeir Einar Andri Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson að þessu sinni. „Þá var eins og þetta rauða spjald hafi virkað hrikalega illa á KA-menn því KA missti bara allt niður um sig og ég man ekki eftir öðrum eins viðsnúningi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Einars Andra Einarssonar. Klippa: Seinni bylgjan: Klúður ársins hjá KA „Sem gamall þjálfari núna, þá eru þetta leikir sem maður langar ekki að setjast niður og skoða, klippa og greina. Maður er með unnin leik eftir fimmtíu mínútur og þú útskýrir þetta ekkert,“ sagði Einar Andri. „19-15 í 19-22 eftir rauða spjaldið. Í alvöru talað, hvað var þetta Jói,“ spurði Henry Birgir. „Við sáum þarna mikið bara mörkin sem Afturelding skoraði. Þetta voru mikið hraðaupphlaup og Monsi átti þarna stóran hlut. Ég held að hann hafi skorað fimm mörk í röð. Þú varst að tala um það þegar KA-þjálfararnir fara að klippa þetta þá eiga þeir eftir að verða létt tjúllaðir þegar þeir horfa á þennan kafla. Sóknarlína KA bara hrundi. Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þeir voru 19-15 yfir og voru búnir að vera með forystuna allan tímann. Afturelding var í rosalegum vandræðum og höfðu róterað mikið í sókninni. Þetta var rosalegt ströggl og margir sem voru ekki komnir í gang. KA-menn voru algjörlega með þennan leik í höndunum,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson en það má sjá þetta í myndbandinu hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira
KA-liðið missti frá sér nánast unnin leik á móti Aftureldingu á dögunum en Seinni bylgjan skoðaði betur hvað var í gangi hjá KA-liðinu á þessum afdrifaríku lokamínútum leiksins. Afturelding vann leikinn 25-24 en bæði lið voru að spila sinn fyrsta leik eftir langa hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Henry Birgir Gunnarsson kallaði eftir viðbrögðum frá sérfræðingum sínum í Seinni bylgjunni sem voru þeir Einar Andri Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson að þessu sinni. „Þá var eins og þetta rauða spjald hafi virkað hrikalega illa á KA-menn því KA missti bara allt niður um sig og ég man ekki eftir öðrum eins viðsnúningi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Einars Andra Einarssonar. Klippa: Seinni bylgjan: Klúður ársins hjá KA „Sem gamall þjálfari núna, þá eru þetta leikir sem maður langar ekki að setjast niður og skoða, klippa og greina. Maður er með unnin leik eftir fimmtíu mínútur og þú útskýrir þetta ekkert,“ sagði Einar Andri. „19-15 í 19-22 eftir rauða spjaldið. Í alvöru talað, hvað var þetta Jói,“ spurði Henry Birgir. „Við sáum þarna mikið bara mörkin sem Afturelding skoraði. Þetta voru mikið hraðaupphlaup og Monsi átti þarna stóran hlut. Ég held að hann hafi skorað fimm mörk í röð. Þú varst að tala um það þegar KA-þjálfararnir fara að klippa þetta þá eiga þeir eftir að verða létt tjúllaðir þegar þeir horfa á þennan kafla. Sóknarlína KA bara hrundi. Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þeir voru 19-15 yfir og voru búnir að vera með forystuna allan tímann. Afturelding var í rosalegum vandræðum og höfðu róterað mikið í sókninni. Þetta var rosalegt ströggl og margir sem voru ekki komnir í gang. KA-menn voru algjörlega með þennan leik í höndunum,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson en það má sjá þetta í myndbandinu hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira