Ronaldo sá til þess að Juventus er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. febrúar 2021 22:15 Ronaldo var að venju allt í öllu hjá Juventus í kvöld. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Juventus vann 2-1 útisigur á Inter Milan er liðin mættust í fyrri undanúrslitaleik Coppa Italia, ítalska bikarsins, í kvöld. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Juventus. Sjá má mörkin þrjú hér að neðan. Undanúrslit Coppa Italia eru þannig að leiknir eru tveir leikir og fór fyrri leikur liðanna fram á San Siro – heimavelli Inter – í kvöld. Bæði lið stilltu upp ógnarsterkum liðum og ljóst að þeir Antonio Conte og Andrea Pirlo ætla sér báðir sigur í bikarkeppninni. Inter var þó án Romelu Lukaku í leiknum á meðan Gianlugi Buffon lék milli stanganna hjá Juventus. 1100 - Gianluigi #Buffon will play tonight his 1100th match among clubs and Italy. Infinity.#InterJuventus #CoppaItalia #InterJuve pic.twitter.com/fOHMcVCujj— OptaPaolo (@OptaPaolo) February 2, 2021 Það voru heimamenn sem fengu sannkallaða draumabyrjun á níundu mínútu er Argentínumaðurinn Lautaro Martinez kom Inter yfir eftir sendingu Nicolo Barella. Mögulega hefði Buffon átt að gera betur í marki heimamanna. Rúmum fimmtán mínútum síðar braut Ashley Young hins vegar af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Ronaldo – hver annar – fór á punktinn og skoraði af öryggi. Aðeins tíu mínútum síðar kom Ronaldo Juventus yfir þegar hann las aðstæður fullkomlega. Stakk Portúgalinn sér inn í slaka sendingu Inter til baka og hirti boltann áður en hann skoraði úr þröngu færi og kom Juventus 2-1 yfir. Cristiano Ronaldo this season:22 goals23 gamesAnd just days away from his 36th birthday @brfootball pic.twitter.com/6X8daTPkGM— Bleacher Report (@BleacherReport) February 2, 2021 Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik, raunar urðu þau ekki fleiri í leiknum og því fer Juventus með eins marks forystu inn í síðari leik liðanna sem verður leikinn þann 9. febrúar á Allianz-vellinum í Torino. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
Undanúrslit Coppa Italia eru þannig að leiknir eru tveir leikir og fór fyrri leikur liðanna fram á San Siro – heimavelli Inter – í kvöld. Bæði lið stilltu upp ógnarsterkum liðum og ljóst að þeir Antonio Conte og Andrea Pirlo ætla sér báðir sigur í bikarkeppninni. Inter var þó án Romelu Lukaku í leiknum á meðan Gianlugi Buffon lék milli stanganna hjá Juventus. 1100 - Gianluigi #Buffon will play tonight his 1100th match among clubs and Italy. Infinity.#InterJuventus #CoppaItalia #InterJuve pic.twitter.com/fOHMcVCujj— OptaPaolo (@OptaPaolo) February 2, 2021 Það voru heimamenn sem fengu sannkallaða draumabyrjun á níundu mínútu er Argentínumaðurinn Lautaro Martinez kom Inter yfir eftir sendingu Nicolo Barella. Mögulega hefði Buffon átt að gera betur í marki heimamanna. Rúmum fimmtán mínútum síðar braut Ashley Young hins vegar af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Ronaldo – hver annar – fór á punktinn og skoraði af öryggi. Aðeins tíu mínútum síðar kom Ronaldo Juventus yfir þegar hann las aðstæður fullkomlega. Stakk Portúgalinn sér inn í slaka sendingu Inter til baka og hirti boltann áður en hann skoraði úr þröngu færi og kom Juventus 2-1 yfir. Cristiano Ronaldo this season:22 goals23 gamesAnd just days away from his 36th birthday @brfootball pic.twitter.com/6X8daTPkGM— Bleacher Report (@BleacherReport) February 2, 2021 Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik, raunar urðu þau ekki fleiri í leiknum og því fer Juventus með eins marks forystu inn í síðari leik liðanna sem verður leikinn þann 9. febrúar á Allianz-vellinum í Torino.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira