Rússíbanareið GameStop komin á leiðarenda Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2021 13:46 Eftir undraverða hækkun hefur virði hlutabréfa GameStop lækkað verulega á nýjan leik. EPA/TANNEN MAURY Útlit er fyrir að rússíbanareið hlutabréfa bandaríska fyrirtækisins GameStop sé komin á leiðarenda. Virði hlutabréfanna hefur lækkað verulega og margir fjárfestar sitja eftir með sárt ennið. Aðrir halda fast í vonina um að virði hlutabréfanna muni hækka á nýjan leik. Í gærkvöldi hafði virði hlutabréfa GameStop lækkað um 80 prósent, frá því það náði hæstu hæðum í síðustu viku. Bara í gær lækkaði virði hlutabréfanna um helming. Upphaf þessa máls má rekja til þess að starfsmenn fjárfestingasjóðanna Citron Research og Melvin Capital ákváðu að taka stöðu gegn GameStop með skortsölu. Veðjuðu þeir á að hlutabréf fyrirtækisins myndu lækka í verði, enda hefur fyrirtækið gengið í gegnum erfiða tíma á undanförnu samhliða því að sala tölvuleikja hefur að miklu leyti færst á netið. Fjárfestar á Reddit fylktu sér þó að baki GameStop og fjárfestu í hlutabréfum fyrirtækisins í massavís. Fjárfestar töpuðu miklum upphæðum á GameStop. Einn þeirra áhrifamestu á Redditsíðunni WallStreetBets og sá sem er talinn eiga stærstan þátt í áhlaupi hópsins gegn fjárfestingasjóðunum, segir verðmæti hlutabréfa sinna hafa lækkað um rúmar þrettán milljónir dala í gær. Sá heitir Keith Gill en gengur undir nafninu DeepFuckingValue. Þegar mest var, sagðist hann geta selt hlutabréf sín fyrir allt að 33 milljónir dala. Hann segist ekki ætla að selja strax. Það er þó ljóst að margir hafa þegar tapað miklu á fjárfestingu í GameStop. Sérstaklega þeir sem komu seint inn í umræðuna og fjárfestu seint. Tapaði öllu sparifénu en heldur í vonina Washington Post ræddi við hinn nítján ára gamla Evan Oosterink. Hann er hollenskur háskólanemandi sem hefur lengi fylgst með WallStreetBets. Hann fjárfesti í GameStop í desember, þrátt fyrir að vita lítið sem ekkert um fyrirtækið. Í síðasta mánuði fjárfesti hann mun meira í GameStop og notaði sparifé sitt og foreldra sinna, samtals nærri því tíu þúsund dali. Það samsvarar um 1,3 milljónum króna. Nú hefur hann tapað því nánast öllu og segist vonast til þess að hlutabréfin taki við sér. Í samtali við Washington Post líkti hann því að vera hluti af WallStreetBets við það að vera trúaður og sagði að hópurinn myndi ekki gefa eftir. Hér að neðan má sjá myndband frá BBC þar sem ævintýrið í kringum GameStop er útskýrt. Þróun sem muni halda áfram Í umfjöllun CNN segir að sama hvað gerist með virði hlutabréfa GameStop og AMC og verðmæti silfurs, sé ljóst að smáir fjárfestar geti áorkað miklu á Wall Street. Smærri fjárfestar hafi nú sannað að þeir geti haft mikil áhrif á hlutabréfamarkaði og þeir muni án efa beina athygli sinni að öðrum fyrirtækjum og vörum á næstunni. Einn viðmælandi CNN, sem stofnaði smáforritið Invstr, sem gerir fólki kleift að stunda hlutabréfaviðskipti í símum sínum, segir að þessi þróun eigi eftir að halda áfram. Hún sé rétt að byrja. Smáir fjárfestar hafi meiri aðganga að upplýsingum og mörkuðum en áður og þar af leiðandi meira vald. Eldri fjárfestar segjast óttast að þessi þróun muni ekki enda vel fyrir smáa fjárfesta og nýgræðinga. Vísa þeir til atburða eins og það þegar netbólan svokallaða sprakk árið 2000 og hvað geti gerst þegar fjárfestar fara fram úr sér. Árið 2000 fór fjárfestaumræðan fram á spjallborðum eins og Raging Bull og Yahoo Finance en ekki Reddit og Twitter. GameStop enn í vandræðum Þó virði hlutabréfa GameStop hafi farið í gegnum þessa miklu rússíbanareið á undanförnum dögum og vikum, breytir það lítið stöðu fyrirtækisins. Hún er slæm. Sölutölur hafa lækkað jafnt og þétt á síðustu árum en faraldur nýju kórónuveirunnar hefur gert ástandið enn verra. Samkvæmt AP fréttaveitunni fækkaði viðskiptavinum GameStop um rúm tuttugu prósent í janúar, samanborið við janúar í fyrra. Ræða mögulegar aðgerðir Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur boðað æðstu embættismenn sína á fund sinn þar sem til stendur að ræða mögulegar aðgerðir vegna undanfarinna vikna. Reuters segir sérfræðinga búast við því að sjónir embættismanna muni beinast að fjárfestingasjóðum og framferði þeirra á fjármálamörkuðum vestanhafs. Tengdar fréttir Önnur lota Wall Street við netverja Wall Street undirbýr sig fyrir aðra viku þar sem gífurlegur fjöldi smærri fjárfesta lætur áfram til sín taka á mörkuðum og oft með því markmiði að koma höggi á Wall Street. Aðgerðir netverjar hafa komið harkalega niður á stórum fjárfestingarsjóðum en þeir beina nú sjónum sínum að öðrum hlutabréfum og vörum. 1. febrúar 2021 08:59 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Í gærkvöldi hafði virði hlutabréfa GameStop lækkað um 80 prósent, frá því það náði hæstu hæðum í síðustu viku. Bara í gær lækkaði virði hlutabréfanna um helming. Upphaf þessa máls má rekja til þess að starfsmenn fjárfestingasjóðanna Citron Research og Melvin Capital ákváðu að taka stöðu gegn GameStop með skortsölu. Veðjuðu þeir á að hlutabréf fyrirtækisins myndu lækka í verði, enda hefur fyrirtækið gengið í gegnum erfiða tíma á undanförnu samhliða því að sala tölvuleikja hefur að miklu leyti færst á netið. Fjárfestar á Reddit fylktu sér þó að baki GameStop og fjárfestu í hlutabréfum fyrirtækisins í massavís. Fjárfestar töpuðu miklum upphæðum á GameStop. Einn þeirra áhrifamestu á Redditsíðunni WallStreetBets og sá sem er talinn eiga stærstan þátt í áhlaupi hópsins gegn fjárfestingasjóðunum, segir verðmæti hlutabréfa sinna hafa lækkað um rúmar þrettán milljónir dala í gær. Sá heitir Keith Gill en gengur undir nafninu DeepFuckingValue. Þegar mest var, sagðist hann geta selt hlutabréf sín fyrir allt að 33 milljónir dala. Hann segist ekki ætla að selja strax. Það er þó ljóst að margir hafa þegar tapað miklu á fjárfestingu í GameStop. Sérstaklega þeir sem komu seint inn í umræðuna og fjárfestu seint. Tapaði öllu sparifénu en heldur í vonina Washington Post ræddi við hinn nítján ára gamla Evan Oosterink. Hann er hollenskur háskólanemandi sem hefur lengi fylgst með WallStreetBets. Hann fjárfesti í GameStop í desember, þrátt fyrir að vita lítið sem ekkert um fyrirtækið. Í síðasta mánuði fjárfesti hann mun meira í GameStop og notaði sparifé sitt og foreldra sinna, samtals nærri því tíu þúsund dali. Það samsvarar um 1,3 milljónum króna. Nú hefur hann tapað því nánast öllu og segist vonast til þess að hlutabréfin taki við sér. Í samtali við Washington Post líkti hann því að vera hluti af WallStreetBets við það að vera trúaður og sagði að hópurinn myndi ekki gefa eftir. Hér að neðan má sjá myndband frá BBC þar sem ævintýrið í kringum GameStop er útskýrt. Þróun sem muni halda áfram Í umfjöllun CNN segir að sama hvað gerist með virði hlutabréfa GameStop og AMC og verðmæti silfurs, sé ljóst að smáir fjárfestar geti áorkað miklu á Wall Street. Smærri fjárfestar hafi nú sannað að þeir geti haft mikil áhrif á hlutabréfamarkaði og þeir muni án efa beina athygli sinni að öðrum fyrirtækjum og vörum á næstunni. Einn viðmælandi CNN, sem stofnaði smáforritið Invstr, sem gerir fólki kleift að stunda hlutabréfaviðskipti í símum sínum, segir að þessi þróun eigi eftir að halda áfram. Hún sé rétt að byrja. Smáir fjárfestar hafi meiri aðganga að upplýsingum og mörkuðum en áður og þar af leiðandi meira vald. Eldri fjárfestar segjast óttast að þessi þróun muni ekki enda vel fyrir smáa fjárfesta og nýgræðinga. Vísa þeir til atburða eins og það þegar netbólan svokallaða sprakk árið 2000 og hvað geti gerst þegar fjárfestar fara fram úr sér. Árið 2000 fór fjárfestaumræðan fram á spjallborðum eins og Raging Bull og Yahoo Finance en ekki Reddit og Twitter. GameStop enn í vandræðum Þó virði hlutabréfa GameStop hafi farið í gegnum þessa miklu rússíbanareið á undanförnum dögum og vikum, breytir það lítið stöðu fyrirtækisins. Hún er slæm. Sölutölur hafa lækkað jafnt og þétt á síðustu árum en faraldur nýju kórónuveirunnar hefur gert ástandið enn verra. Samkvæmt AP fréttaveitunni fækkaði viðskiptavinum GameStop um rúm tuttugu prósent í janúar, samanborið við janúar í fyrra. Ræða mögulegar aðgerðir Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur boðað æðstu embættismenn sína á fund sinn þar sem til stendur að ræða mögulegar aðgerðir vegna undanfarinna vikna. Reuters segir sérfræðinga búast við því að sjónir embættismanna muni beinast að fjárfestingasjóðum og framferði þeirra á fjármálamörkuðum vestanhafs.
Tengdar fréttir Önnur lota Wall Street við netverja Wall Street undirbýr sig fyrir aðra viku þar sem gífurlegur fjöldi smærri fjárfesta lætur áfram til sín taka á mörkuðum og oft með því markmiði að koma höggi á Wall Street. Aðgerðir netverjar hafa komið harkalega niður á stórum fjárfestingarsjóðum en þeir beina nú sjónum sínum að öðrum hlutabréfum og vörum. 1. febrúar 2021 08:59 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Önnur lota Wall Street við netverja Wall Street undirbýr sig fyrir aðra viku þar sem gífurlegur fjöldi smærri fjárfesta lætur áfram til sín taka á mörkuðum og oft með því markmiði að koma höggi á Wall Street. Aðgerðir netverjar hafa komið harkalega niður á stórum fjárfestingarsjóðum en þeir beina nú sjónum sínum að öðrum hlutabréfum og vörum. 1. febrúar 2021 08:59