Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Margrét Helga Erlingsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. febrúar 2021 15:41 Lögreglan lýsti eftir Freyju í gær og birti þessa ljósmynd í þeirri von um að finna hana. Skjáskot/Ekstrabladet Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. Stiften.dk fjallar um morðið og birtir mynd af vettvangi.Stiften.dk Lögreglan reynir þá að varpa ljósi á og öðlast nánari skilning á eðli sambands þeirra. Eiginmaður Freyju Egilsdóttur, sem fannst myrt á Jótlandi, játaði í morgun þegar hann var leiddur fyrir dómara að hafa orðið Freyju að bana. Hann hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Freyja og hinn grunaði höfðu slitið samvistum. Michael Kjeldgaard, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austur Jótlandi sem fer með rannsókn málsins, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan leggi mikið kapp á að safna sönnunargögnum áður en það verður um seinan. Stórt verkefni fyrir höndum „Rannsóknin er skammt á veg komin. Við höfum einungis fengið að rannsaka það í einn dag. Við vinnum hörðum höndum að því að safna öllum sönnunargögnum áður en það verður um seinan. Það geta verið líffræðileg gögn, tölvugögn og svo framvegis. Við erum með stórt verkefni fyrir höndum og leggjum alla áherslu á að komast áfram í rannsókninni. Það mun taka sinn tíma að fara í gegnum sönnunargögnin.“ Grunur beindist að manninum þegar hann hafði samband við lögreglu í gærmorgun og sagði að ekkert hefði spurst til Freyju síðan á fimmtudag og að hann hefði áhyggjur. Skömmu síðar var hann handtekinn. „Lögreglan mat stöðuna sem svo að það hafi verið margt sem hafi hreinlega ekki gengið upp í frásögn mannsins. Við ákváðum strax á þeim tímapunkti að handtaka manninn og lýstum síðan eftir konunni í framhaldinu. Seinna, þegar við fundum konuna var manndrápsrannsókn sett af stað og í framhaldi af því var farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum vegna gruns um manndráp,“ sagði Michael. Aðspurður hvar líkið af Freyju hafi fundist sagðist Michael ekki geta farið út í nein smáatriði. „Það eina sem ég get sagt á þessari stundu er að hin myrta fannst við eigin heimili. Við fundum líkamsleifar í húsinu og í garðinum fyrir utan húsið. Ég get ekki farið út í smáatriði vegna rannsóknarinnar sem er enn í gangi.“ Michael fékkst ekki til að segja hvort Freyja hefði einhvern tímann tilkynnt ofbeldi af hálfu mannsins til lögreglu. „Meginþungi rannsóknarinnar núna er að kortleggja bakgrunn málsins; tilefni drápsins og að viða að okkur upplýsingum um bakgrunn mannsins. Að svo stöddu er rannsóknin of skammt á veg komin til að hægt sé að draga ályktanir um samband þeirra en það er auðvitað hluti af rannsókninni sem er í gangi.“ Málið hefur vakið mikinn óhug og hafa fjölmiðlar bæði á Íslandi og í Danmörku fjallað mikið um málið. Þetta mál er með öllu hrottafengið. Er ekki óvanalegt fyrir lögregluna í Árósum að fást við svona mál? „Jú, það er rétt. Þetta er mjög dýrslegt og harðneskjulegt morð. En þetta er samt ekki í fyrsta skipti, hér í Danmörku, sem svona mál kemur upp en það er rétt að þetta er sannarlega ekki daglegt brauð. Þetta er mjög sérstakt mál.“ Danmörk Íslendingar erlendis Morð í Malling Tengdar fréttir Grunaður um að hafa banað íslenskri konu í Danmörku Íslensk kona sem lögregla í Danmörku lýsti eftir í gær hefur fundist látin. Fyrrverandi sambýlismaður hennar, sem er 51 árs, er í haldi lögreglu og grunaður um að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 07:48 Játar að hafa myrt konuna Fyrrverandi sambýlismaður íslensku konunnar sem fannst myrt á Jótlandi hefur játað að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 09:39 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Stiften.dk fjallar um morðið og birtir mynd af vettvangi.Stiften.dk Lögreglan reynir þá að varpa ljósi á og öðlast nánari skilning á eðli sambands þeirra. Eiginmaður Freyju Egilsdóttur, sem fannst myrt á Jótlandi, játaði í morgun þegar hann var leiddur fyrir dómara að hafa orðið Freyju að bana. Hann hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Freyja og hinn grunaði höfðu slitið samvistum. Michael Kjeldgaard, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austur Jótlandi sem fer með rannsókn málsins, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan leggi mikið kapp á að safna sönnunargögnum áður en það verður um seinan. Stórt verkefni fyrir höndum „Rannsóknin er skammt á veg komin. Við höfum einungis fengið að rannsaka það í einn dag. Við vinnum hörðum höndum að því að safna öllum sönnunargögnum áður en það verður um seinan. Það geta verið líffræðileg gögn, tölvugögn og svo framvegis. Við erum með stórt verkefni fyrir höndum og leggjum alla áherslu á að komast áfram í rannsókninni. Það mun taka sinn tíma að fara í gegnum sönnunargögnin.“ Grunur beindist að manninum þegar hann hafði samband við lögreglu í gærmorgun og sagði að ekkert hefði spurst til Freyju síðan á fimmtudag og að hann hefði áhyggjur. Skömmu síðar var hann handtekinn. „Lögreglan mat stöðuna sem svo að það hafi verið margt sem hafi hreinlega ekki gengið upp í frásögn mannsins. Við ákváðum strax á þeim tímapunkti að handtaka manninn og lýstum síðan eftir konunni í framhaldinu. Seinna, þegar við fundum konuna var manndrápsrannsókn sett af stað og í framhaldi af því var farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum vegna gruns um manndráp,“ sagði Michael. Aðspurður hvar líkið af Freyju hafi fundist sagðist Michael ekki geta farið út í nein smáatriði. „Það eina sem ég get sagt á þessari stundu er að hin myrta fannst við eigin heimili. Við fundum líkamsleifar í húsinu og í garðinum fyrir utan húsið. Ég get ekki farið út í smáatriði vegna rannsóknarinnar sem er enn í gangi.“ Michael fékkst ekki til að segja hvort Freyja hefði einhvern tímann tilkynnt ofbeldi af hálfu mannsins til lögreglu. „Meginþungi rannsóknarinnar núna er að kortleggja bakgrunn málsins; tilefni drápsins og að viða að okkur upplýsingum um bakgrunn mannsins. Að svo stöddu er rannsóknin of skammt á veg komin til að hægt sé að draga ályktanir um samband þeirra en það er auðvitað hluti af rannsókninni sem er í gangi.“ Málið hefur vakið mikinn óhug og hafa fjölmiðlar bæði á Íslandi og í Danmörku fjallað mikið um málið. Þetta mál er með öllu hrottafengið. Er ekki óvanalegt fyrir lögregluna í Árósum að fást við svona mál? „Jú, það er rétt. Þetta er mjög dýrslegt og harðneskjulegt morð. En þetta er samt ekki í fyrsta skipti, hér í Danmörku, sem svona mál kemur upp en það er rétt að þetta er sannarlega ekki daglegt brauð. Þetta er mjög sérstakt mál.“
Danmörk Íslendingar erlendis Morð í Malling Tengdar fréttir Grunaður um að hafa banað íslenskri konu í Danmörku Íslensk kona sem lögregla í Danmörku lýsti eftir í gær hefur fundist látin. Fyrrverandi sambýlismaður hennar, sem er 51 árs, er í haldi lögreglu og grunaður um að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 07:48 Játar að hafa myrt konuna Fyrrverandi sambýlismaður íslensku konunnar sem fannst myrt á Jótlandi hefur játað að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 09:39 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Grunaður um að hafa banað íslenskri konu í Danmörku Íslensk kona sem lögregla í Danmörku lýsti eftir í gær hefur fundist látin. Fyrrverandi sambýlismaður hennar, sem er 51 árs, er í haldi lögreglu og grunaður um að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 07:48
Játar að hafa myrt konuna Fyrrverandi sambýlismaður íslensku konunnar sem fannst myrt á Jótlandi hefur játað að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 09:39