Sama frumvarp, hæstvirtur dómsmálaráðherra? Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 17:00 Í gær lagði undirritaður fram frumvarp ásamt fleirum þingmönnum Framsóknar, sem snýr að auknum stuðningi til smærri innlendra áfengisframleiðenda. Frumvarpið er tvíþætt og leggur til að veita skuli allt að 50% afslátt af áfengisgjöldum til smærri innlenda áfengisframleiðenda ásamt því að leyfa þeim að selja framleiðsluvörur sínar í smásölu á framleiðslustað. Um gott mál er að ræða sem stuðlar að aukinni nýsköpun, auknu frelsi, auknum atvinnutækifærum um allt land og samkeppnishæfi smærri áfengisframleiðenda á erfiðum markaði. Hæstvirtur dómsmálaráðherra heldur því fram að frumvarp Framsóknar sé sama frumvarpið nema með örlitlum breytingum. Vert er að fara stuttlega yfir grundvallarmismun beggja frumvarpa: Frumvarp Framsóknar leggur til allt að 50% afslátt af áfengisgjaldi til smærri innlenda áfengisframleiðenda. Frumvarp dómsmálaráðherra inniheldur engan slíkan afslátt né sambærilegar ívilnanir. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 500.000 lítra á almanaksári. Þá má benda á að ýmsir framleiðendur, til dæmis Bruggsmiðjan (Kaldi), falla ekki undir það takmark. Frumvarp Framsóknar leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 1.000.000 lítra á almanaksári. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 12% áfengi, þ.e. einungis öl. Frumvarp Framsóknar leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 50% áfengi, og þar falla inn vörur eins og gin, viskí o.fl. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til leyfi fyrir ótakmarkaðri sölu brugghúsa á öllu öli. Frumvarp Framsóknar leggur til þrepaskipta sölu á ákveðnu magni áfengis og fjölda eintaka af framleiðsluvöru framleiðanda. Þessi takmörk eru lögð fram með lýðheilsusjónarmið til hliðsjónar, en fyrirvari þingmanna við mál dómsmálaráðherra varðar þau sjónarmið. Auðvelt er að útskýra þau sjónarmið og ekki ættu þau ekki að koma á óvart. Þá eru væntanlega lögð fram sambærileg rök í báðum frumvörpum, enda eru flutningsmenn frumvarps Framsóknar ekki ósammála frumvarpi dómsmálaráðherra. Þvert á móti þá viljum við bæta í, auka stuðning til íslenskrar framleiðslu og gera gott mál betra. Dómsmálaráðherra nefnir einnig að með stuðningi við frelsi og íslenska framleiðslu sé um sinn eigin málstað að ræða og að Framsókn hafi loksins „séð ljósið“. Slík fullyrðing vekur furðu, enda hefur Framsókn talað fyrir auknu frelsi, atvinnutækifærum um allt land og stuðningi við innlenda framleiðslu í rúm 104 ár. Því er varla hægt að telja umrætt frumvarp sem nýnæmi við stefnu Framsóknar. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá ráðherra styðja rúmlega 100 ára málstað Framsóknar þó svo að það sé með þessum hætti. Það hefur einnig verið vilji undirritaðs að leggja til þann stuðning sem fram kemur í frumvarpi Framsóknar í töluverðan tíma. Undirritaður hefur, rétt eins og aðrir þingmenn, átt í miklum samskiptum við innlenda áfengisframleiðendur og hugleitt málið lengi. Undirritaður er varaþingmaður sem fór inn á þing eftir síðastliðin áramót og lagði umrætt frumvarp fram strax við fyrsta tækifæri. Þar sem hæstvirtur dómsmálaráðherra lýsir yfir vilja til að ná þeim breytingum sem frumvarp Framsóknar leggur til ásamt því að lýsa yfir ánægju sinni yfir frumvarpinu þá vil ég formlega bjóða hæstvirtum ráðherra að gerast meðflutningsmaður með umræddu frumvarpi Framsóknar. Af málflutningi ráðherra í viðtölum gærdagsins má ráða að ráðherra hafi áhuga á því, enda um töluvert meiri stuðning til innlendrar framleiðslu að ræða. Þannig er einnig hægt að koma í veg fyrir átök beggja frumvarpa og leiða til samþykkis á auknum stuðningi við smærri innlenda áfengisframleiðendur á Alþingi. Með von um samþykki. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Alþingi Þórarinn Ingi Pétursson Tengdar fréttir Ný tækifæri í smærri innlendri áfengisframleiðslu Mikil gróska hefur verið í innlendri áfengisframleiðslu síðastliðin ár, og þá sérstaklega hjá smærri innlendum framleiðendum á öli og sterku áfengi. 2. febrúar 2021 16:30 Framsóknarmenn „hafi séð ljósið“ og hljóti nú að styðja frumvarp sitt um brugghús Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hljóta að líta á frumvarp þriggja þingmanna Framsóknarmanna um breytingar á áfengislögum, sem stuðning við sitt eigið frumvarp sama efnis. Áslaug segir sitt frumvarp ítrekað hafa mætt mótstöðu og gerðir við það fyrirvarar í ríkisstjórn og í þingflokkum samstarfsflokkanna og því skjóti skökku við að þingmenn Framsóknarflokksins, þeir sömu og sett hafi fyrirvara við hennar mál, leggi nú fram sambærilegt frumvarp í eigin nafni. 2. febrúar 2021 22:24 Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Í gær lagði undirritaður fram frumvarp ásamt fleirum þingmönnum Framsóknar, sem snýr að auknum stuðningi til smærri innlendra áfengisframleiðenda. Frumvarpið er tvíþætt og leggur til að veita skuli allt að 50% afslátt af áfengisgjöldum til smærri innlenda áfengisframleiðenda ásamt því að leyfa þeim að selja framleiðsluvörur sínar í smásölu á framleiðslustað. Um gott mál er að ræða sem stuðlar að aukinni nýsköpun, auknu frelsi, auknum atvinnutækifærum um allt land og samkeppnishæfi smærri áfengisframleiðenda á erfiðum markaði. Hæstvirtur dómsmálaráðherra heldur því fram að frumvarp Framsóknar sé sama frumvarpið nema með örlitlum breytingum. Vert er að fara stuttlega yfir grundvallarmismun beggja frumvarpa: Frumvarp Framsóknar leggur til allt að 50% afslátt af áfengisgjaldi til smærri innlenda áfengisframleiðenda. Frumvarp dómsmálaráðherra inniheldur engan slíkan afslátt né sambærilegar ívilnanir. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 500.000 lítra á almanaksári. Þá má benda á að ýmsir framleiðendur, til dæmis Bruggsmiðjan (Kaldi), falla ekki undir það takmark. Frumvarp Framsóknar leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 1.000.000 lítra á almanaksári. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 12% áfengi, þ.e. einungis öl. Frumvarp Framsóknar leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 50% áfengi, og þar falla inn vörur eins og gin, viskí o.fl. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til leyfi fyrir ótakmarkaðri sölu brugghúsa á öllu öli. Frumvarp Framsóknar leggur til þrepaskipta sölu á ákveðnu magni áfengis og fjölda eintaka af framleiðsluvöru framleiðanda. Þessi takmörk eru lögð fram með lýðheilsusjónarmið til hliðsjónar, en fyrirvari þingmanna við mál dómsmálaráðherra varðar þau sjónarmið. Auðvelt er að útskýra þau sjónarmið og ekki ættu þau ekki að koma á óvart. Þá eru væntanlega lögð fram sambærileg rök í báðum frumvörpum, enda eru flutningsmenn frumvarps Framsóknar ekki ósammála frumvarpi dómsmálaráðherra. Þvert á móti þá viljum við bæta í, auka stuðning til íslenskrar framleiðslu og gera gott mál betra. Dómsmálaráðherra nefnir einnig að með stuðningi við frelsi og íslenska framleiðslu sé um sinn eigin málstað að ræða og að Framsókn hafi loksins „séð ljósið“. Slík fullyrðing vekur furðu, enda hefur Framsókn talað fyrir auknu frelsi, atvinnutækifærum um allt land og stuðningi við innlenda framleiðslu í rúm 104 ár. Því er varla hægt að telja umrætt frumvarp sem nýnæmi við stefnu Framsóknar. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá ráðherra styðja rúmlega 100 ára málstað Framsóknar þó svo að það sé með þessum hætti. Það hefur einnig verið vilji undirritaðs að leggja til þann stuðning sem fram kemur í frumvarpi Framsóknar í töluverðan tíma. Undirritaður hefur, rétt eins og aðrir þingmenn, átt í miklum samskiptum við innlenda áfengisframleiðendur og hugleitt málið lengi. Undirritaður er varaþingmaður sem fór inn á þing eftir síðastliðin áramót og lagði umrætt frumvarp fram strax við fyrsta tækifæri. Þar sem hæstvirtur dómsmálaráðherra lýsir yfir vilja til að ná þeim breytingum sem frumvarp Framsóknar leggur til ásamt því að lýsa yfir ánægju sinni yfir frumvarpinu þá vil ég formlega bjóða hæstvirtum ráðherra að gerast meðflutningsmaður með umræddu frumvarpi Framsóknar. Af málflutningi ráðherra í viðtölum gærdagsins má ráða að ráðherra hafi áhuga á því, enda um töluvert meiri stuðning til innlendrar framleiðslu að ræða. Þannig er einnig hægt að koma í veg fyrir átök beggja frumvarpa og leiða til samþykkis á auknum stuðningi við smærri innlenda áfengisframleiðendur á Alþingi. Með von um samþykki. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi
Ný tækifæri í smærri innlendri áfengisframleiðslu Mikil gróska hefur verið í innlendri áfengisframleiðslu síðastliðin ár, og þá sérstaklega hjá smærri innlendum framleiðendum á öli og sterku áfengi. 2. febrúar 2021 16:30
Framsóknarmenn „hafi séð ljósið“ og hljóti nú að styðja frumvarp sitt um brugghús Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hljóta að líta á frumvarp þriggja þingmanna Framsóknarmanna um breytingar á áfengislögum, sem stuðning við sitt eigið frumvarp sama efnis. Áslaug segir sitt frumvarp ítrekað hafa mætt mótstöðu og gerðir við það fyrirvarar í ríkisstjórn og í þingflokkum samstarfsflokkanna og því skjóti skökku við að þingmenn Framsóknarflokksins, þeir sömu og sett hafi fyrirvara við hennar mál, leggi nú fram sambærilegt frumvarp í eigin nafni. 2. febrúar 2021 22:24
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun