Yfirljósmóðir gagnrýnir lélegan tækjakost á landsbyggðinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. febrúar 2021 20:27 Björk Steindórsdóttir, yfirljósmóðir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirljósmóðir á Suðurlandi gagnrýnir lélegan tækjakost á fæðingardeildum á landsbyggðinni, ekki síst þegar um rafræna vistun gagna er að ræða þegar leita þarf sérfræðiálits hjá læknum á Landsspítalanum. Þá hái léleg tæki starfsemi fæðingardeildarinnar á Selfossi á hverjum degi. Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi er rekin fæðingardeild þar sem nokkrar ljósmæður starfa. Þrátt fyrir að aðstaðan á deildin sé góð þá er ekki sömu sögu að segja um tækjakostinn og það á ekki bara við á Selfossi, heldur mjög víða á fæðingardeildum á landsbyggðinni eins og Björk Steindórsdóttir, yfirljósmóðirin hefur kynnt sér. „Já, víða vantar upp á tækjakostinn. Þá erum við að tala um tæki, sem eru að nema heilsufarsupplýsingar frá konum á meðgöngu. Við erum að tala um ómskoðunartæki og fóstursírita.“ Björk segir að það vanti líka víða búnað til að tengjast fóstursíritunum þannig að það sé hægt að vista þau gögn á öruggan hátt og flytja þau frá fæðingardeildum til sérfræðinga á Landsspítalanum, sem geti þá lesið út úr upplýsingunum komi eitthvað óvænt upp á eða að það þurfi að fá svör við einhverjum spurningum varðandi heilsu viðkomandi konu. „Það að geta sinnt þessari þjónustu í heimabyggð er augljóslega mikill kostur fyrir konuna, fjölskyldu hennar og tími, peningar, ferðalög og óþægindi, það þarf ekkert að ræða það frekar hvað það er mikill kostur í öllu samhengi og við erum að ræða að tæknin fari til kvenna en ekki konurnar til tækninnar,“ segir Björk. En er þetta glatað ástand eins og það er í dag? „Sums staðar er það það, algjörlega en á öðrum stöðum höfum við grunntækin en þurfum viðbótartæki til að nýta þau tæki, sem fyrir eru.“ Björk segir búnaðarleysi fæðingardeildarinnar á Selfossi há deildinni í daglegum störfum. „Já, við erum að að ráðfæra okkur við sérfræðilækna í gegnum bara orð. Við höfum takmörkuð tækifæri til að flytja upplýsingar til þeirra og við höfum ekki tæki, sem eru viðurkennd af persónuvernd að flytja þessi gögn og það er bara stórmál,“ segir Björk. Björk segir að búnaðarleysi fæðingardeildarinnar á Selfossi hái starfseminni alla daga þó aðbúnaður á deildinni sé góður. Hér er verðandi móðir í mæðravernd á deildinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þá má geta þess að Kvenfélagasamband Íslands er með söfnun í gangi vegna tækjabúnaðar, sem vantar til að tryggja betur heilsuöryggi kvenna um allt land í tengslum við fæðingar en söfnunin kallast „Gjöf til allra kvenna á Íslandi.“ Söfnunarreikningurinn er 513-26-200000 Kt: 710169-6759 Heimasíða söfnunarinnar má sjá hér Árborg Heilbrigðismál Heilsa Byggðamál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi er rekin fæðingardeild þar sem nokkrar ljósmæður starfa. Þrátt fyrir að aðstaðan á deildin sé góð þá er ekki sömu sögu að segja um tækjakostinn og það á ekki bara við á Selfossi, heldur mjög víða á fæðingardeildum á landsbyggðinni eins og Björk Steindórsdóttir, yfirljósmóðirin hefur kynnt sér. „Já, víða vantar upp á tækjakostinn. Þá erum við að tala um tæki, sem eru að nema heilsufarsupplýsingar frá konum á meðgöngu. Við erum að tala um ómskoðunartæki og fóstursírita.“ Björk segir að það vanti líka víða búnað til að tengjast fóstursíritunum þannig að það sé hægt að vista þau gögn á öruggan hátt og flytja þau frá fæðingardeildum til sérfræðinga á Landsspítalanum, sem geti þá lesið út úr upplýsingunum komi eitthvað óvænt upp á eða að það þurfi að fá svör við einhverjum spurningum varðandi heilsu viðkomandi konu. „Það að geta sinnt þessari þjónustu í heimabyggð er augljóslega mikill kostur fyrir konuna, fjölskyldu hennar og tími, peningar, ferðalög og óþægindi, það þarf ekkert að ræða það frekar hvað það er mikill kostur í öllu samhengi og við erum að ræða að tæknin fari til kvenna en ekki konurnar til tækninnar,“ segir Björk. En er þetta glatað ástand eins og það er í dag? „Sums staðar er það það, algjörlega en á öðrum stöðum höfum við grunntækin en þurfum viðbótartæki til að nýta þau tæki, sem fyrir eru.“ Björk segir búnaðarleysi fæðingardeildarinnar á Selfossi há deildinni í daglegum störfum. „Já, við erum að að ráðfæra okkur við sérfræðilækna í gegnum bara orð. Við höfum takmörkuð tækifæri til að flytja upplýsingar til þeirra og við höfum ekki tæki, sem eru viðurkennd af persónuvernd að flytja þessi gögn og það er bara stórmál,“ segir Björk. Björk segir að búnaðarleysi fæðingardeildarinnar á Selfossi hái starfseminni alla daga þó aðbúnaður á deildinni sé góður. Hér er verðandi móðir í mæðravernd á deildinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þá má geta þess að Kvenfélagasamband Íslands er með söfnun í gangi vegna tækjabúnaðar, sem vantar til að tryggja betur heilsuöryggi kvenna um allt land í tengslum við fæðingar en söfnunin kallast „Gjöf til allra kvenna á Íslandi.“ Söfnunarreikningurinn er 513-26-200000 Kt: 710169-6759 Heimasíða söfnunarinnar má sjá hér
Árborg Heilbrigðismál Heilsa Byggðamál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira