„Það á enginn að vera hræddur um að stíga fram ef hann telur á sér brotið” Margrét Helga Erlingsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 3. febrúar 2021 19:35 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Vísir Félagsfræðingur sem safnað hefur saman og birt nafnlausar sögur um áreitni og kynferðisofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar segir að sögur sem bárust frá leikmönnum í körfuboltanum hafi komið henni mest á óvart. Formaður KKÍ segir að mikil vakning hafi orðið með MeToo-hreyfingunni og að enginn eigi að vera smeykur við að stíga fram og greina frá ofbeldi. Formaður KKÍ segir að mikil vakning hafi orðið með #METOO hreyfingunni og að enginn eigi að vera smeykur við að stíga fram og greina frá ofbeldi. Umræða um áreitni og kynferðisofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar hefur farið hátt á undanförnu eftir að fréttir bárust af því í síðustu viku að Leifi Garðarssyni yrði vikið frá dómgæslu eftir óeðlileg skilaboð til leikmanns í kvennaflokki. Margrét Björg Ástvaldsdóttir, félagsfræðingur og íþróttakona, hefur safnað saman og birt nafnlausar sögur á heimasíðunni Síðasta sagan. Hún segir að tilgangurinn sé að knýja fram breytingar og að valdefla stelpur. Hún sagði í samtali við fréttastofu í gær að flestar sögur af óviðeigandi samskiptum hafi komið frá leikmönnum í körfuboltanum. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ var staddur í Slóveníu með kvennalandsliðinu þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann var spurður hvort skaðleg menning hafi fengið að viðgangast innan hreyfingarinnar síðustu ár. „Maður hefur heyrt ýmsar sögur á undanförnum árum og áratugum. Það eru ekki mörg mál sem hafa komið inn á borð til okkar hjá sambandinu en maður hefur heyrt ýmislegt, hvort sem það er í körfubolta eða öðrum íþróttagreinum vegna þess að íþróttahreyfingin er náttúrulega stærsta fjöldahreyfing landsins og við endurspeglum þjóðfélagið í heild sinni, hvernig sem það er, með öllum þeim kostum og göllum sem þar er,” segir Hannes. Af sögunum mátti lesa gegnumgangandi þema; konurnar voru smeykar við að stíga fram og tjá sig af ótta við að veikja stöðu sína innan liðsins. Nú eru þessar konur og stelpur að hlusta. Er þetta réttmætur ótti hjá þeim eða verður hlustað á þær ef þær stíga fram? „Það er hlustað á þær ef þær stíga fram og ég leyfi mér bara að fullyrða að fyrir okkur sem förum fyrir körfuknattleikssambandinu í dag, ef við höfum fengið mál inn til okkar, sem eru ekki mörg, þá höfum við tekið á því af festu, en aftur eru líka svona mál erfið og flókin og við erum ekki í sjálfu sér dómsvald í þeim skilningi þannig að þess vegna þarf fólk náttúrulega að leita til lögreglu og þar til bæra yfirvalda ef menn vilja fá dóma á einstaklinga en við getum tekið á hlutum innandyra hjá okkur og það er hlustað á alla þá, hvort sem það eru stelpur eða strákar sem koma fram með eitthvað og telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi. Það á enginn að vera hræddur um að stíga fram ef hann telur á sér brotið,” svarar Hannes. Körfubolti Jafnréttismál MeToo Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Formaður KKÍ segir að mikil vakning hafi orðið með #METOO hreyfingunni og að enginn eigi að vera smeykur við að stíga fram og greina frá ofbeldi. Umræða um áreitni og kynferðisofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar hefur farið hátt á undanförnu eftir að fréttir bárust af því í síðustu viku að Leifi Garðarssyni yrði vikið frá dómgæslu eftir óeðlileg skilaboð til leikmanns í kvennaflokki. Margrét Björg Ástvaldsdóttir, félagsfræðingur og íþróttakona, hefur safnað saman og birt nafnlausar sögur á heimasíðunni Síðasta sagan. Hún segir að tilgangurinn sé að knýja fram breytingar og að valdefla stelpur. Hún sagði í samtali við fréttastofu í gær að flestar sögur af óviðeigandi samskiptum hafi komið frá leikmönnum í körfuboltanum. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ var staddur í Slóveníu með kvennalandsliðinu þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann var spurður hvort skaðleg menning hafi fengið að viðgangast innan hreyfingarinnar síðustu ár. „Maður hefur heyrt ýmsar sögur á undanförnum árum og áratugum. Það eru ekki mörg mál sem hafa komið inn á borð til okkar hjá sambandinu en maður hefur heyrt ýmislegt, hvort sem það er í körfubolta eða öðrum íþróttagreinum vegna þess að íþróttahreyfingin er náttúrulega stærsta fjöldahreyfing landsins og við endurspeglum þjóðfélagið í heild sinni, hvernig sem það er, með öllum þeim kostum og göllum sem þar er,” segir Hannes. Af sögunum mátti lesa gegnumgangandi þema; konurnar voru smeykar við að stíga fram og tjá sig af ótta við að veikja stöðu sína innan liðsins. Nú eru þessar konur og stelpur að hlusta. Er þetta réttmætur ótti hjá þeim eða verður hlustað á þær ef þær stíga fram? „Það er hlustað á þær ef þær stíga fram og ég leyfi mér bara að fullyrða að fyrir okkur sem förum fyrir körfuknattleikssambandinu í dag, ef við höfum fengið mál inn til okkar, sem eru ekki mörg, þá höfum við tekið á því af festu, en aftur eru líka svona mál erfið og flókin og við erum ekki í sjálfu sér dómsvald í þeim skilningi þannig að þess vegna þarf fólk náttúrulega að leita til lögreglu og þar til bæra yfirvalda ef menn vilja fá dóma á einstaklinga en við getum tekið á hlutum innandyra hjá okkur og það er hlustað á alla þá, hvort sem það eru stelpur eða strákar sem koma fram með eitthvað og telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi. Það á enginn að vera hræddur um að stíga fram ef hann telur á sér brotið,” svarar Hannes.
Körfubolti Jafnréttismál MeToo Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira