„Það á enginn að vera hræddur um að stíga fram ef hann telur á sér brotið” Margrét Helga Erlingsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 3. febrúar 2021 19:35 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Vísir Félagsfræðingur sem safnað hefur saman og birt nafnlausar sögur um áreitni og kynferðisofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar segir að sögur sem bárust frá leikmönnum í körfuboltanum hafi komið henni mest á óvart. Formaður KKÍ segir að mikil vakning hafi orðið með MeToo-hreyfingunni og að enginn eigi að vera smeykur við að stíga fram og greina frá ofbeldi. Formaður KKÍ segir að mikil vakning hafi orðið með #METOO hreyfingunni og að enginn eigi að vera smeykur við að stíga fram og greina frá ofbeldi. Umræða um áreitni og kynferðisofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar hefur farið hátt á undanförnu eftir að fréttir bárust af því í síðustu viku að Leifi Garðarssyni yrði vikið frá dómgæslu eftir óeðlileg skilaboð til leikmanns í kvennaflokki. Margrét Björg Ástvaldsdóttir, félagsfræðingur og íþróttakona, hefur safnað saman og birt nafnlausar sögur á heimasíðunni Síðasta sagan. Hún segir að tilgangurinn sé að knýja fram breytingar og að valdefla stelpur. Hún sagði í samtali við fréttastofu í gær að flestar sögur af óviðeigandi samskiptum hafi komið frá leikmönnum í körfuboltanum. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ var staddur í Slóveníu með kvennalandsliðinu þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann var spurður hvort skaðleg menning hafi fengið að viðgangast innan hreyfingarinnar síðustu ár. „Maður hefur heyrt ýmsar sögur á undanförnum árum og áratugum. Það eru ekki mörg mál sem hafa komið inn á borð til okkar hjá sambandinu en maður hefur heyrt ýmislegt, hvort sem það er í körfubolta eða öðrum íþróttagreinum vegna þess að íþróttahreyfingin er náttúrulega stærsta fjöldahreyfing landsins og við endurspeglum þjóðfélagið í heild sinni, hvernig sem það er, með öllum þeim kostum og göllum sem þar er,” segir Hannes. Af sögunum mátti lesa gegnumgangandi þema; konurnar voru smeykar við að stíga fram og tjá sig af ótta við að veikja stöðu sína innan liðsins. Nú eru þessar konur og stelpur að hlusta. Er þetta réttmætur ótti hjá þeim eða verður hlustað á þær ef þær stíga fram? „Það er hlustað á þær ef þær stíga fram og ég leyfi mér bara að fullyrða að fyrir okkur sem förum fyrir körfuknattleikssambandinu í dag, ef við höfum fengið mál inn til okkar, sem eru ekki mörg, þá höfum við tekið á því af festu, en aftur eru líka svona mál erfið og flókin og við erum ekki í sjálfu sér dómsvald í þeim skilningi þannig að þess vegna þarf fólk náttúrulega að leita til lögreglu og þar til bæra yfirvalda ef menn vilja fá dóma á einstaklinga en við getum tekið á hlutum innandyra hjá okkur og það er hlustað á alla þá, hvort sem það eru stelpur eða strákar sem koma fram með eitthvað og telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi. Það á enginn að vera hræddur um að stíga fram ef hann telur á sér brotið,” svarar Hannes. Körfubolti Jafnréttismál MeToo Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Formaður KKÍ segir að mikil vakning hafi orðið með #METOO hreyfingunni og að enginn eigi að vera smeykur við að stíga fram og greina frá ofbeldi. Umræða um áreitni og kynferðisofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar hefur farið hátt á undanförnu eftir að fréttir bárust af því í síðustu viku að Leifi Garðarssyni yrði vikið frá dómgæslu eftir óeðlileg skilaboð til leikmanns í kvennaflokki. Margrét Björg Ástvaldsdóttir, félagsfræðingur og íþróttakona, hefur safnað saman og birt nafnlausar sögur á heimasíðunni Síðasta sagan. Hún segir að tilgangurinn sé að knýja fram breytingar og að valdefla stelpur. Hún sagði í samtali við fréttastofu í gær að flestar sögur af óviðeigandi samskiptum hafi komið frá leikmönnum í körfuboltanum. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ var staddur í Slóveníu með kvennalandsliðinu þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann var spurður hvort skaðleg menning hafi fengið að viðgangast innan hreyfingarinnar síðustu ár. „Maður hefur heyrt ýmsar sögur á undanförnum árum og áratugum. Það eru ekki mörg mál sem hafa komið inn á borð til okkar hjá sambandinu en maður hefur heyrt ýmislegt, hvort sem það er í körfubolta eða öðrum íþróttagreinum vegna þess að íþróttahreyfingin er náttúrulega stærsta fjöldahreyfing landsins og við endurspeglum þjóðfélagið í heild sinni, hvernig sem það er, með öllum þeim kostum og göllum sem þar er,” segir Hannes. Af sögunum mátti lesa gegnumgangandi þema; konurnar voru smeykar við að stíga fram og tjá sig af ótta við að veikja stöðu sína innan liðsins. Nú eru þessar konur og stelpur að hlusta. Er þetta réttmætur ótti hjá þeim eða verður hlustað á þær ef þær stíga fram? „Það er hlustað á þær ef þær stíga fram og ég leyfi mér bara að fullyrða að fyrir okkur sem förum fyrir körfuknattleikssambandinu í dag, ef við höfum fengið mál inn til okkar, sem eru ekki mörg, þá höfum við tekið á því af festu, en aftur eru líka svona mál erfið og flókin og við erum ekki í sjálfu sér dómsvald í þeim skilningi þannig að þess vegna þarf fólk náttúrulega að leita til lögreglu og þar til bæra yfirvalda ef menn vilja fá dóma á einstaklinga en við getum tekið á hlutum innandyra hjá okkur og það er hlustað á alla þá, hvort sem það eru stelpur eða strákar sem koma fram með eitthvað og telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi. Það á enginn að vera hræddur um að stíga fram ef hann telur á sér brotið,” svarar Hannes.
Körfubolti Jafnréttismál MeToo Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira