Hefðu aldrei trúað að þetta gæti gerst í sínum litla heimabæ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 23:32 Rauður og hvítur lögregluborði afmarkar nú heimili Freyju í Malling og alla lóðina um kring. Vísir/Elín Margrét Rannsókn dönsku lögreglunnar á morðinu á Freyju Egilsdóttur miðar vel að sögn yfirmanns í lögreglunni. Börn Freyju séu komin í skjól. En í heimabæ Freyju og barnanna í Malling á Jótlandi, rétt um sautján kílómetrum suður af Árósum, ríkir sorg. Það er enda ekki eitthvað sem íbúar eru vanir, að svo hrottalegt morð sé framið í þeirra næsta nágrenni. Hverfið Veilgårdsparken í Malling er rólegt og góður staður til að hlusta á þögnina. Fjölskylduvænt að því er virðist og einkennist af stórum og glæsilegum einbýlishúsum umhverfis lítinn garð með leikvelli og nokkrum fjölbýlishús. Eitt stóru einbýlishúsanna stingur nú í stúf við hin. Rauður og hvítur borði merktur Politi afmarkar nú alla lóðina og húsið og innsigli er á hurðinni. Órói samsettur úr nokkrum steinum, bandi og danska fánanum hangir við hlið útidyrahurðarinnar sem á er gulur límmiði merktur lögreglu: „Adgang forbudt.“ Og neðan við dyrnar liggur fjöldinn allur af marglitum blómum og kertakerum sem þar hafa verið lögð í dag og í gær í minningu um Freyju. Blóm og kerti í minningu Freyju.Vísir/Elín Margrét „Ég þekkti hana ekki en mikið er þetta hryllilegt. Maður hefði aldrei trúað að þetta geti gerst í sínum litla heimabæ,“ segir einn vegfarenda sem þar átti leið hjá síðdegis í dag. Fleiri tóku í sama streng. Sumir virtust þó eiga erfitt með að segja mikið annað og aðrir felldu jafnvel tár. Af þeim sem sögðust þekkja Freyju kváðust flestir hafa ekkert nema gott um hana að segja. Aðrir vildu síst ræða atburðinn en sýndu blaðamanni frá Íslandi þó hlýjar móttökur. Við gafl hússins sem snýr að götunni út botnlangann má sjá hvar tvö barnareiðhjól hvíla upp við vegg. Afdrif barnanna voru öðrum einmitt ofarlega í huga. „Þetta er hræðilegt alveg. Og börnin...“ sögðu þau. Og svo hélt þögnin áfram. HJólin hvíla upp við húsgaflinn.Vísir/Elín Margrét „Ég var að skokka hérna á sunnudagskvöldið og veitti því athygli að mér fannst ég sjá eitthvað skrítið í garðinum við húsið. Ég pældi ekkert í því meir fyrr en ég heyrði fréttirnar í gær,“ segir nágranni sem býr sjálfur við annan botnlanga í hverfinu sem kvaðst ekki þekkja til fjölskyldunnar. Sá vildi þó ekki lesa um of í það sem hann kann að hafa séð eða ekki séð. Fyrrverandi sambýlismaður Freyju, hinn grunaði í málinu sem nú situr í gæsluvarðhaldi, tilkynnti lögreglu sjálfur snemma á þriðjudagsmorgni að Freyja væri horfin. Fór lögregla þá strax á staðinn. Michael Kjeldgaard, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austur-Jótlandi við lögreglustöðina í Árósum.Vísir/Elín Margrét „Það var eitthvað skrítið við það hvernig hann tilkynnti hvarf hennar. Það var eitthvað grunsamlegt við það hvernig hann var. Þess vegna settum við af stað aðgerðir til að finna konuna. Það var síðan á þriðjudagskvöldið sem við komumst að því að hún hafi verið myrt,“ segir Michael Kjeldgaard, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austur-Jótlandi, í samtali við fréttastofu á lögreglustöðinni í Árósum í dag. Hann vildi ekki fullyrða neitt um hvort einhverjir aðrir kynnu að vera viðriðnir morðið. „Á þessari stundu í rannsókninni bendir ekkert til þess en við munum að sjálfögðu hafa það í huga eftir því sem rannsókninni vindur fram,“ segir Kjeldgaard. Fréttir af morðinu í Malling tóku misjafnlega mikið pláss í dönskum fjölmiðlum.Vísir/Elín Margrét Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir að bana fyrrverandi kærustu sinni, er það eitthvað sem þið skoðið í þessu samhengi? „Við getum ekki tjáð okkur um það á þessari stundu. Við eru nú á fullu með rannsókn þessa tiltekna morðs og hvort fyrri afbrot hans hafi einhverja þýðingu í þessu máli skýrist seinna eða þá fyrir rétti,“ svarar Kjeldgaard. Freyja heitin átti tvö ung börn með fyrrverandi sambýlismanninum sem nú situr í gæsluvarðhaldi. „Við getum upplýst að börnin eru í góðum höndum fjölskyldumeðlima og fá einnig umönnun fagaðila sem lögreglan er í sambandi við þannig þau eru í góðum höndum,“ segir Kjeldgaard. Morð í Malling Danmörk Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Hverfið Veilgårdsparken í Malling er rólegt og góður staður til að hlusta á þögnina. Fjölskylduvænt að því er virðist og einkennist af stórum og glæsilegum einbýlishúsum umhverfis lítinn garð með leikvelli og nokkrum fjölbýlishús. Eitt stóru einbýlishúsanna stingur nú í stúf við hin. Rauður og hvítur borði merktur Politi afmarkar nú alla lóðina og húsið og innsigli er á hurðinni. Órói samsettur úr nokkrum steinum, bandi og danska fánanum hangir við hlið útidyrahurðarinnar sem á er gulur límmiði merktur lögreglu: „Adgang forbudt.“ Og neðan við dyrnar liggur fjöldinn allur af marglitum blómum og kertakerum sem þar hafa verið lögð í dag og í gær í minningu um Freyju. Blóm og kerti í minningu Freyju.Vísir/Elín Margrét „Ég þekkti hana ekki en mikið er þetta hryllilegt. Maður hefði aldrei trúað að þetta geti gerst í sínum litla heimabæ,“ segir einn vegfarenda sem þar átti leið hjá síðdegis í dag. Fleiri tóku í sama streng. Sumir virtust þó eiga erfitt með að segja mikið annað og aðrir felldu jafnvel tár. Af þeim sem sögðust þekkja Freyju kváðust flestir hafa ekkert nema gott um hana að segja. Aðrir vildu síst ræða atburðinn en sýndu blaðamanni frá Íslandi þó hlýjar móttökur. Við gafl hússins sem snýr að götunni út botnlangann má sjá hvar tvö barnareiðhjól hvíla upp við vegg. Afdrif barnanna voru öðrum einmitt ofarlega í huga. „Þetta er hræðilegt alveg. Og börnin...“ sögðu þau. Og svo hélt þögnin áfram. HJólin hvíla upp við húsgaflinn.Vísir/Elín Margrét „Ég var að skokka hérna á sunnudagskvöldið og veitti því athygli að mér fannst ég sjá eitthvað skrítið í garðinum við húsið. Ég pældi ekkert í því meir fyrr en ég heyrði fréttirnar í gær,“ segir nágranni sem býr sjálfur við annan botnlanga í hverfinu sem kvaðst ekki þekkja til fjölskyldunnar. Sá vildi þó ekki lesa um of í það sem hann kann að hafa séð eða ekki séð. Fyrrverandi sambýlismaður Freyju, hinn grunaði í málinu sem nú situr í gæsluvarðhaldi, tilkynnti lögreglu sjálfur snemma á þriðjudagsmorgni að Freyja væri horfin. Fór lögregla þá strax á staðinn. Michael Kjeldgaard, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austur-Jótlandi við lögreglustöðina í Árósum.Vísir/Elín Margrét „Það var eitthvað skrítið við það hvernig hann tilkynnti hvarf hennar. Það var eitthvað grunsamlegt við það hvernig hann var. Þess vegna settum við af stað aðgerðir til að finna konuna. Það var síðan á þriðjudagskvöldið sem við komumst að því að hún hafi verið myrt,“ segir Michael Kjeldgaard, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austur-Jótlandi, í samtali við fréttastofu á lögreglustöðinni í Árósum í dag. Hann vildi ekki fullyrða neitt um hvort einhverjir aðrir kynnu að vera viðriðnir morðið. „Á þessari stundu í rannsókninni bendir ekkert til þess en við munum að sjálfögðu hafa það í huga eftir því sem rannsókninni vindur fram,“ segir Kjeldgaard. Fréttir af morðinu í Malling tóku misjafnlega mikið pláss í dönskum fjölmiðlum.Vísir/Elín Margrét Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir að bana fyrrverandi kærustu sinni, er það eitthvað sem þið skoðið í þessu samhengi? „Við getum ekki tjáð okkur um það á þessari stundu. Við eru nú á fullu með rannsókn þessa tiltekna morðs og hvort fyrri afbrot hans hafi einhverja þýðingu í þessu máli skýrist seinna eða þá fyrir rétti,“ svarar Kjeldgaard. Freyja heitin átti tvö ung börn með fyrrverandi sambýlismanninum sem nú situr í gæsluvarðhaldi. „Við getum upplýst að börnin eru í góðum höndum fjölskyldumeðlima og fá einnig umönnun fagaðila sem lögreglan er í sambandi við þannig þau eru í góðum höndum,“ segir Kjeldgaard.
Morð í Malling Danmörk Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira