Pence stekkur á hlaðvarpsvagninn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. febrúar 2021 17:49 Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og brátt hlaðvarpsstjórnandi. Vísir/Getty Mike Pence, sem lét af embætti varaforseta Bandaríkjanna í janúar, hyggur á útgáfu nýrra hlaðvarpsþátta á næstu mánuðum. Politico greindi frá málinu en þetta nýjasta ævintýri Pence verður í samstarfi við Young America‘s Foundation (YAF), samtök íhaldssamra ungmenna sem voru stofnuð á sjöunda áratugnum. Varaforsetinn fyrrverandi er reyndar enginn nýgræðingur í þessum geira. Í um áratug, áður en hann var kjörinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 2000, stýrði hann útvarpsþætti um stjórnmál í Miðvesturríkjunum sem var nokkuð vinsæll á meðal íhaldsmanna. Í fótspor Reagans Markhópurinn fyrir nýju þættina samanstendur af íhaldssömum ungmennum, enda verður Pence í samstarfi við YAF. Áður höfðu samtökin stutt Ronald Reagan, sem var forseti frá 1981 til 1989, þegar hann hélt úti útvarpsþætti á áttunda áratugnum. „Varaforsetinn mun án nokkurs vafa einbeita sér að því að fjalla um afrek íhaldsmanna undanfarin fjögur ár og um það hvaða lærdóm við getum dregið af þeim,“ hafði Politico eftir talsmanni Pence. Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóri Wisconsin og nú forseti samtakanna, sagði samstarfið við Pence til þess fallið að auka áhuga ungmenna á hugmyndafræði bandarískra íhaldsmanna. Frá því þegar stuðningsmenn Trumps réðust á þinghúsið þann 6. janúar. Getty/Win McNamee Framtíðin óljós Mikið hefur verið fjallað um stirt samband Pence við Donald Trump, fyrrverandi forseta, síðustu vikur. Sambandið er sagt hafa versnað töluvert eftir að Pence neitaði þeirri bón forseta síns að hafna niðurstöðum forsetakosninga nóvembermánaðar. Einnig eftir árás stuðningsmanna Trumps á þinghúsið, þar sem Pence var staddur einmitt til þess að staðfesta niðurstöðurnar. Með hlaðvarpsþáttunum gæti Pence sum sé verið að styrkja stöðu sína á ný innan Repúblikanaflokksins, en ljóst er að meirihluti kjósenda flokksins er enn á bandi Trumps. Auk hlaðvarpsins er Pence sagður ætla að gefa út bók, aðstoða frambjóðendur Repúblikana við fjármögnun kosningabaráttu árið 2022 og jú, skoða hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta árið 2024. Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Politico greindi frá málinu en þetta nýjasta ævintýri Pence verður í samstarfi við Young America‘s Foundation (YAF), samtök íhaldssamra ungmenna sem voru stofnuð á sjöunda áratugnum. Varaforsetinn fyrrverandi er reyndar enginn nýgræðingur í þessum geira. Í um áratug, áður en hann var kjörinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 2000, stýrði hann útvarpsþætti um stjórnmál í Miðvesturríkjunum sem var nokkuð vinsæll á meðal íhaldsmanna. Í fótspor Reagans Markhópurinn fyrir nýju þættina samanstendur af íhaldssömum ungmennum, enda verður Pence í samstarfi við YAF. Áður höfðu samtökin stutt Ronald Reagan, sem var forseti frá 1981 til 1989, þegar hann hélt úti útvarpsþætti á áttunda áratugnum. „Varaforsetinn mun án nokkurs vafa einbeita sér að því að fjalla um afrek íhaldsmanna undanfarin fjögur ár og um það hvaða lærdóm við getum dregið af þeim,“ hafði Politico eftir talsmanni Pence. Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóri Wisconsin og nú forseti samtakanna, sagði samstarfið við Pence til þess fallið að auka áhuga ungmenna á hugmyndafræði bandarískra íhaldsmanna. Frá því þegar stuðningsmenn Trumps réðust á þinghúsið þann 6. janúar. Getty/Win McNamee Framtíðin óljós Mikið hefur verið fjallað um stirt samband Pence við Donald Trump, fyrrverandi forseta, síðustu vikur. Sambandið er sagt hafa versnað töluvert eftir að Pence neitaði þeirri bón forseta síns að hafna niðurstöðum forsetakosninga nóvembermánaðar. Einnig eftir árás stuðningsmanna Trumps á þinghúsið, þar sem Pence var staddur einmitt til þess að staðfesta niðurstöðurnar. Með hlaðvarpsþáttunum gæti Pence sum sé verið að styrkja stöðu sína á ný innan Repúblikanaflokksins, en ljóst er að meirihluti kjósenda flokksins er enn á bandi Trumps. Auk hlaðvarpsins er Pence sagður ætla að gefa út bók, aðstoða frambjóðendur Repúblikana við fjármögnun kosningabaráttu árið 2022 og jú, skoða hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta árið 2024.
Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira