Flugmenn í þjálfun keyptu fimm þúsund hótelnætur Kristján Már Unnarsson skrifar 7. febrúar 2021 16:55 Flugmenn æfa lendingu í einum af flughermum Icelandair. Stöð 2 Á sama tíma tíma og flugheimurinn er í djúpri lægð vegna kórónufaraldursins hefur þjálfun erlendra flugmanna í flughermum Icelandair stóraukist. Þannig sendu erlend flugfélög fimm þúsund flugmenn í þjálfun til Hafnarfjarðar í fyrra. Þjálfunarsetur Icelandair er á Flugvöllum í útjaðri bæjarins. Það vekur athygli okkar að á síðasta ári var helmingur þeirra flugmanna sem þangað sótti þjálfun á vegum annarra flugfélaga. „Það eru flugfélög allsstaðar að úr heiminum sem koma hérna og kaupa þjálfun hjá okkur,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, í fréttum Stöðvar 2, en flughermarnir eru fyrir þrjár tegundir Boeing-véla; 737, 757 og 767. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, við Boeing 737 max-flughermi.Arnar Halldórsson Meðan dregið hefur úr þjálfun flugmanna Icelandair streyma flugmenn erlendra flugfélaga í flughermana, frá löndum eins og Bandaríkjunum, Kanada, Spáni, Grikklandi og Bahrein. „Þannig að það er gríðarleg fjölgun í þjálfun fyrir erlend flugfélög hérna hjá okkur,“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training Iceland, en svo nefnist dótturfélag Icelandair sem rekur flughermana. Skýringin á fjölguninni liggur í því að þetta eru einkum flugmenn fraktflugfélaga. „Þannig að það hefur orðið vöxtur og sprenging í því. Það spretta upp cargo-flugfélög um alla Evrópu núna til þessa að flytja vörur,“ segir Guðmundur Örn. Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training Iceland.Arnar Halldórsson Og þetta er ekki ókeypis. Klukkutíminn í flughermi kostar milli 400 og 500 dollara eða allt að 65 þúsund krónur. „Þannig að við erum að fá verulegar tekjur, nokkur hundruð milljónir, utanfrá í þetta.“ Í fyrra voru þetta fimm þúsund flugmenn, raunar 2.500 sem hver kom tvisvar, og allir þurfa gistingu. Þannig áætlar Guðmundur Örn að í fyrra hafi verið keyptar um fimm þúsund hótelnætur fyrir þá flugmenn sem komu erlendis frá í þjálfun í flughermunum. Flugrekstrarstjóri Icelandair segir það hafa reynst góða ákvörðun að kaupa eigin flugherma, eins og þann sem núna nýtist við endurþjálfun Max-flugmanna. „Þessi flughermir er tveggja ára gamall og besta mögulega tækið sem hægt er að fá til þess að þjálfa flugmenn. Þannig að við stöndum einstaklega vel að vígi hvað það varðar,“ segir Haukur Reynisson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Icelandair Fréttir af flugi Hafnarfjörður Boeing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Sjá meira
Þjálfunarsetur Icelandair er á Flugvöllum í útjaðri bæjarins. Það vekur athygli okkar að á síðasta ári var helmingur þeirra flugmanna sem þangað sótti þjálfun á vegum annarra flugfélaga. „Það eru flugfélög allsstaðar að úr heiminum sem koma hérna og kaupa þjálfun hjá okkur,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, í fréttum Stöðvar 2, en flughermarnir eru fyrir þrjár tegundir Boeing-véla; 737, 757 og 767. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, við Boeing 737 max-flughermi.Arnar Halldórsson Meðan dregið hefur úr þjálfun flugmanna Icelandair streyma flugmenn erlendra flugfélaga í flughermana, frá löndum eins og Bandaríkjunum, Kanada, Spáni, Grikklandi og Bahrein. „Þannig að það er gríðarleg fjölgun í þjálfun fyrir erlend flugfélög hérna hjá okkur,“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training Iceland, en svo nefnist dótturfélag Icelandair sem rekur flughermana. Skýringin á fjölguninni liggur í því að þetta eru einkum flugmenn fraktflugfélaga. „Þannig að það hefur orðið vöxtur og sprenging í því. Það spretta upp cargo-flugfélög um alla Evrópu núna til þessa að flytja vörur,“ segir Guðmundur Örn. Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training Iceland.Arnar Halldórsson Og þetta er ekki ókeypis. Klukkutíminn í flughermi kostar milli 400 og 500 dollara eða allt að 65 þúsund krónur. „Þannig að við erum að fá verulegar tekjur, nokkur hundruð milljónir, utanfrá í þetta.“ Í fyrra voru þetta fimm þúsund flugmenn, raunar 2.500 sem hver kom tvisvar, og allir þurfa gistingu. Þannig áætlar Guðmundur Örn að í fyrra hafi verið keyptar um fimm þúsund hótelnætur fyrir þá flugmenn sem komu erlendis frá í þjálfun í flughermunum. Flugrekstrarstjóri Icelandair segir það hafa reynst góða ákvörðun að kaupa eigin flugherma, eins og þann sem núna nýtist við endurþjálfun Max-flugmanna. „Þessi flughermir er tveggja ára gamall og besta mögulega tækið sem hægt er að fá til þess að þjálfa flugmenn. Þannig að við stöndum einstaklega vel að vígi hvað það varðar,“ segir Haukur Reynisson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Icelandair Fréttir af flugi Hafnarfjörður Boeing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Sjá meira