Aron: Ánægður með frammistöðuna í síðari hálfleik Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 7. febrúar 2021 17:46 Aron Kristjánsson. VÍSIR/BÁRA Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka var sáttur með frammistöðu sinna manna þegar þeir unnu góðan sigur á Fram í 8. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Lokatölur 34-28. ,,Ég er ánægður með sigurinn og ánægður með frammistöðuna í seinni hálfleik. Mér fannst vörnin þéttari í seinni hálfleik, mér fannst við vera að fá okkur svolítið ódýr mörk í fyrri hálfleik. Eftir svona 5-6 mínútur í seinni hálfleik þá fór vörnin að virka mjög vel og við fáum hraðaupphlaup í kjölfarið,“ sagði Aron í leikslok. ,,Mér fannst sóknarleikurinn beittur meira og minna allan leikinn og við vorum aðeins í byrjun seinni hálfleiks að klikka á dauðafærum en hinsvegar vorum við að skapa okkur fín færi og skytturnar að spila vel.“ Andri Sigmarsson Scheving kom inn í mark Hauka í staðinn fyrir Björgvin Pál sem var ekki alveg að finna sig í dag enda vörn Hauka ekki upp á marga fiska í byrjun. Andri gerði sér lítið fyrir og var með 40% markvörslu og varði tvö víti. ,,Þetta er markmannsteymi og þeir eru báðir sterkir. Andri stóð sig mjög vel á undirbúningstímabilinu og í fyrstu leikjunum. Svo átti Bjöggi nokkra góða leiki og Andri var bara klár. Eins og í dag, Bjöggi byrjar ekki nægilega vel og varnarleikurinn líka, þeir voru flatir varnarlega. Þessi samvinna milli varnar og markvörslu var ekki til staðar í byrjun. Andri kemur þá sterkur inn og varði mjög vel í seinni.“ Fyrr í vetur var Aron spurður út í Geir Guðmundsson sem virtist ekki vera að finna sig í sóknarleik Hauka en hefur verið að springa út eftir pásuna. ,,Það eru búnar að vera framfarir, hann þurfti að finna sig betur í okkar leik og við að finna hann betur og slípa hann til. Hann var kannski búin að vera í smá erfiðleikum í Frakklandi með leiktíma o.s.frv. Menn þurfa oft smá tíma til að komast í gang og finna sjálfan sig aftur.“ Það verður sannkallaður Hafnarfjarðarslagur í næstu umferð þegar að Haukar sækja FH heim í Kaplakrika, mánudaginn 15. febrúar ,,Það verður hörkuleikur, FH-ingarnir eru með mjög gott lið og það er markmið að vera klárir og vinna næsta leik,“ sagði Aron að lokum. Olís-deild karla Haukar Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Fram 34-28 | Haukar keyrðu yfir Fram í síðari hálfleik Haukar unnu öruggan sigur á Fram í Olís-deild karla að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 17:00 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Sjá meira
,,Ég er ánægður með sigurinn og ánægður með frammistöðuna í seinni hálfleik. Mér fannst vörnin þéttari í seinni hálfleik, mér fannst við vera að fá okkur svolítið ódýr mörk í fyrri hálfleik. Eftir svona 5-6 mínútur í seinni hálfleik þá fór vörnin að virka mjög vel og við fáum hraðaupphlaup í kjölfarið,“ sagði Aron í leikslok. ,,Mér fannst sóknarleikurinn beittur meira og minna allan leikinn og við vorum aðeins í byrjun seinni hálfleiks að klikka á dauðafærum en hinsvegar vorum við að skapa okkur fín færi og skytturnar að spila vel.“ Andri Sigmarsson Scheving kom inn í mark Hauka í staðinn fyrir Björgvin Pál sem var ekki alveg að finna sig í dag enda vörn Hauka ekki upp á marga fiska í byrjun. Andri gerði sér lítið fyrir og var með 40% markvörslu og varði tvö víti. ,,Þetta er markmannsteymi og þeir eru báðir sterkir. Andri stóð sig mjög vel á undirbúningstímabilinu og í fyrstu leikjunum. Svo átti Bjöggi nokkra góða leiki og Andri var bara klár. Eins og í dag, Bjöggi byrjar ekki nægilega vel og varnarleikurinn líka, þeir voru flatir varnarlega. Þessi samvinna milli varnar og markvörslu var ekki til staðar í byrjun. Andri kemur þá sterkur inn og varði mjög vel í seinni.“ Fyrr í vetur var Aron spurður út í Geir Guðmundsson sem virtist ekki vera að finna sig í sóknarleik Hauka en hefur verið að springa út eftir pásuna. ,,Það eru búnar að vera framfarir, hann þurfti að finna sig betur í okkar leik og við að finna hann betur og slípa hann til. Hann var kannski búin að vera í smá erfiðleikum í Frakklandi með leiktíma o.s.frv. Menn þurfa oft smá tíma til að komast í gang og finna sjálfan sig aftur.“ Það verður sannkallaður Hafnarfjarðarslagur í næstu umferð þegar að Haukar sækja FH heim í Kaplakrika, mánudaginn 15. febrúar ,,Það verður hörkuleikur, FH-ingarnir eru með mjög gott lið og það er markmið að vera klárir og vinna næsta leik,“ sagði Aron að lokum.
Olís-deild karla Haukar Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Fram 34-28 | Haukar keyrðu yfir Fram í síðari hálfleik Haukar unnu öruggan sigur á Fram í Olís-deild karla að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 17:00 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Fram 34-28 | Haukar keyrðu yfir Fram í síðari hálfleik Haukar unnu öruggan sigur á Fram í Olís-deild karla að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 17:00