Liz Cheney um Repúblikanaflokkinn: Við erum flokkur Lincoln, ekki QAnon og samsæriskenninga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2021 10:54 Elizabeth Cheney er dóttir Dick Cheney, sem var varnamálaráðherra í forsetatíð George H.W. Bush og varaforseti George W. Bush. epa/Michael Reynolds Liz Cheney hefur varað Repúblikanaflokkinn við því að horfa framhjá þætti Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í innrásinni í þinghúsið í Washington D.C. í janúar síðastliðnum. Cheney sagði í viðtali í gær að flokkurinn ætti á hættu að útiloka sjálfan sig frá völdum ef honum tækist ekki að sannfæra meirihluta Bandaríkjamanna að honum væri treystandi til að stýra landinu með sannleikann að leiðarljósi. Þá sagði hún að forsetinn fyrrverandi hefði logið að kjósendum flokksins í þeim tilgangi að „stela“ forsetakosningunum og að flokkurinn þyrfti að horfast í augu við hvað gerðist árið 2020 til að eiga möguleika á kosningasigri árið 2022 og því að taka aftur Hvíta húsið 2024. Mataðir af röngum upplýsingum Í viðtalinu við Cheney á Fox News kom bersýnilega í ljós að hún hyggst ekki hverfa frá gagnrýni sinni á Trump, sem hún sagðist ekki sjá fyrir sér í leiðtogahlutverki innan Repúblikanaflokksins. Cheney stóð af sér atlögu flokkssystkina sinna í síðustu viku, þegar stór meirihluti neitaði að taka af henni embætti formanns þingflokks Repúblikana í fulltrúadeildinni, í leynilegri atkvæðagreiðslu. Hún ítrekaði í viðtalinu í gær að hún hefði ekki í hyggju að segja af sér og sagði repúblikana í heimaríki sínu Wyoming vera mataða af röngum upplýsingum um hvað átti sér stað í höfuðborginni í janúar. „Það sem við vitum nú þegar jafngildir alvarlegasta broti sem nokkur hefur framið á forsetaeiðnum í sögu landsins. Þetta er ekki eitthvað sem við getum bara horft framhjá, þóst að hafi ekki gerst eða haldið bara áfram,“ sagði Cheney. „Flokkurinn er hans“ Cheney, sem studdi ákærur á hendur forsetanum í fulltrúadeildinni, hefur á brattan að sækja en skoðanakannanir sýna að Trump er langvinsælasti repúblikani Bandaríkjanna. Í viðtalinu fordæmdi hún einnig flokkssystur sína Marjorie Taylor Greene og sagði skoðanir hennar ekki eiga heima í Repúblikanaflokknum. „Við erum flokkur Lincoln,“ sagði Cheney. „Við erum ekki flokkur QAnon eða gyðingahaturs eða helfararafneitara, né hvítrar þjóðernishyggju eða samsæriskenninga.“ Sjálf hafði Greene þetta að segja um Trump um helgina: „Flokkurinn er hans. Hann tilheyrir engum öðrum.“ Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Cheney sagði í viðtali í gær að flokkurinn ætti á hættu að útiloka sjálfan sig frá völdum ef honum tækist ekki að sannfæra meirihluta Bandaríkjamanna að honum væri treystandi til að stýra landinu með sannleikann að leiðarljósi. Þá sagði hún að forsetinn fyrrverandi hefði logið að kjósendum flokksins í þeim tilgangi að „stela“ forsetakosningunum og að flokkurinn þyrfti að horfast í augu við hvað gerðist árið 2020 til að eiga möguleika á kosningasigri árið 2022 og því að taka aftur Hvíta húsið 2024. Mataðir af röngum upplýsingum Í viðtalinu við Cheney á Fox News kom bersýnilega í ljós að hún hyggst ekki hverfa frá gagnrýni sinni á Trump, sem hún sagðist ekki sjá fyrir sér í leiðtogahlutverki innan Repúblikanaflokksins. Cheney stóð af sér atlögu flokkssystkina sinna í síðustu viku, þegar stór meirihluti neitaði að taka af henni embætti formanns þingflokks Repúblikana í fulltrúadeildinni, í leynilegri atkvæðagreiðslu. Hún ítrekaði í viðtalinu í gær að hún hefði ekki í hyggju að segja af sér og sagði repúblikana í heimaríki sínu Wyoming vera mataða af röngum upplýsingum um hvað átti sér stað í höfuðborginni í janúar. „Það sem við vitum nú þegar jafngildir alvarlegasta broti sem nokkur hefur framið á forsetaeiðnum í sögu landsins. Þetta er ekki eitthvað sem við getum bara horft framhjá, þóst að hafi ekki gerst eða haldið bara áfram,“ sagði Cheney. „Flokkurinn er hans“ Cheney, sem studdi ákærur á hendur forsetanum í fulltrúadeildinni, hefur á brattan að sækja en skoðanakannanir sýna að Trump er langvinsælasti repúblikani Bandaríkjanna. Í viðtalinu fordæmdi hún einnig flokkssystur sína Marjorie Taylor Greene og sagði skoðanir hennar ekki eiga heima í Repúblikanaflokknum. „Við erum flokkur Lincoln,“ sagði Cheney. „Við erum ekki flokkur QAnon eða gyðingahaturs eða helfararafneitara, né hvítrar þjóðernishyggju eða samsæriskenninga.“ Sjálf hafði Greene þetta að segja um Trump um helgina: „Flokkurinn er hans. Hann tilheyrir engum öðrum.“
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira