Sæti í stefnumótun Íslands til framtíðar Berglind Guðmundsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 17:00 Ég velti oft fyrir mér hvernig ég myndi vilja sjá Ísland fyrir komandi kynslóðir. Ég finn fyrir vaxandi áhuga unga fólksins á vissum málaflokkum, til að nefna orkumálum, náttúruvernd og heilbrigðismálum. En finnst eins og sumir málaflokkanna séu merktir öðrum „reyndari“ og eldri einstaklingum og því eigi unga fólkið ekki að blanda sér í þær umræður. Ég er þó þeirrar skoðunar að unga fólkið eigi að taka virkan þátt í stefnumótun Íslands til framtíðar. Nýsköpunarumræðan Nýsköpun er mikilvæg á öllum sviðum hvort sem um er að ræða í námi, leik eða starfi. Nýsköpun er forsenda framþróunar. Ungt fólk hefur áhuga á því að ræða um nýsköpun og langar að finna hugmyndum sínum farveg til framkvæmda. Áherslur ríkistjórnarinnar á nýsköpun eru skref í rétta átt ef markmiðið er í raun að styðja við og hvetja til nýsköpunar. Stuðningur hins opinbera við frumkvöðla og nýsköpunarstarf, til að mynda sterkari tengsl við atvinnulífið, eigi að mínu mati að felast í digrum nýsköpunarsjóðum frekar en miðstýringu á nýsköpunarstarfi. Það er stundum mín tilfinning að hugmyndirnar og hugvitið skuli koma frá ungmennunum sem hafi svo ekkert að segja um kerfið sem vinnur með málaflokkinn. Menntum alla sem frumkvöðla Til að byrja með þarf að tryggja að skólakerfið mennti í takt við þróun og eftirspurn atvinnulífisins á hverjum tíma og leitast þarf við að efla rannsóknar- og nýsköpunarverkefni á öllum skólastigum. Skapandi greinar þurfa aukið vægi á móti hefðbundnu bóknámi á yngri skólastigum. Gera þarf ráð fyrir því að ungt fólk vilji skapa, framkvæma og framleiða og því þarf að efla þessa hæfni á yngri stigum. Blæti fyrir staðsetningarlausum störfum Lausnir í atvinnumálum felast vitaskuld ekki í því að fjölga opinberum störfum til muna, og stórauka þannig umsvif ríkisins. Heldur að búa svo um hnútana að hér þrífist smá, millistór og stór fyrirtæki af ýmsum toga. Halda skal frekar aftur af ríkisumsvifum og endurskoða skattlagningu á atvinnulífið. Stefna þarf að sjálfbærni ýmissa atvinnugreina og auka umhverfisvernd í atvinnulífinu almennt. Á síðustu misserum virðast allmargir orðnir heitir fyrir því að ræða „störf án staðsetningar“, sér í lagi eftir covid-veturinn. Það liggja mörg tækifæri í aukinni tæknivæðingu atvinnulífins og ber að ýta undir það. Þó vissulega það sé ekki hlutverk hins opinbera að stýra uppbyggingu atvinnulífins heldur tryggja stöðugleika í umhverfi þess. Það er augljóst mál að auka þarf tækifæri unga fólksins á landsbyggðinni til að tryggja að fleiri meti það sem raunverulegan kost að setjast að í heimabyggð- eða flytja burt frá hávaðanum í borginni. Umræðan má því ekki einskorðast við þann möguleika á því að vinna óháð staðsetningu- slíkt er ekki raunhæft og varðar ekki öll störf. Við viljum líka búa útá landi! Efla þarf sérstaklega samkeppnishæfi landshlutanna þannig að það sé raunhæfur og aðlaðandi kostur fyrir ungt fólk að setjast að og fyrirtæki að dreifa starfsemi sinni um landið. Skoða þarf hvort koma skuli á heildarstefnu um atvinnumál ungmenna í takti við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Það er nefnilega frábært að búa utan höfuðborgarsvæðisins og það ætti að vera markmið að kynna þann kost betur fyrir ungu fólki. Samkeppnishæfni Íslands Flókið regluverk og þungt skattkerfi hamlar samkeppnishæfni Íslands. Launakostnaður reynist of stórt hlutfall af heildarútgjöldum fyrirtækja. Tryggingargjaldið er enn of hátt og lífeyrissjóðsgreiðslur hafa margfaldast. Fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni standa höllum fæti og það kemur í hlut ríkisins að bregðast við framangreindum annmörkum sem leiða af sér lakari samkeppnishæfni landsins. Þessir þungu og gríðarstóru málaflokkar eru ekki ungu fólki óviðkomandi og þvert á móti eigum við að eiga sæti við borðið og fá að fjalla um málin út frá okkar forsendum. Þegar móta á stefnu Íslands til framtíðar þá á framtíð Íslands að eiga rödd þar inni. Höfundur er lögfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Nýsköpun Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Ég velti oft fyrir mér hvernig ég myndi vilja sjá Ísland fyrir komandi kynslóðir. Ég finn fyrir vaxandi áhuga unga fólksins á vissum málaflokkum, til að nefna orkumálum, náttúruvernd og heilbrigðismálum. En finnst eins og sumir málaflokkanna séu merktir öðrum „reyndari“ og eldri einstaklingum og því eigi unga fólkið ekki að blanda sér í þær umræður. Ég er þó þeirrar skoðunar að unga fólkið eigi að taka virkan þátt í stefnumótun Íslands til framtíðar. Nýsköpunarumræðan Nýsköpun er mikilvæg á öllum sviðum hvort sem um er að ræða í námi, leik eða starfi. Nýsköpun er forsenda framþróunar. Ungt fólk hefur áhuga á því að ræða um nýsköpun og langar að finna hugmyndum sínum farveg til framkvæmda. Áherslur ríkistjórnarinnar á nýsköpun eru skref í rétta átt ef markmiðið er í raun að styðja við og hvetja til nýsköpunar. Stuðningur hins opinbera við frumkvöðla og nýsköpunarstarf, til að mynda sterkari tengsl við atvinnulífið, eigi að mínu mati að felast í digrum nýsköpunarsjóðum frekar en miðstýringu á nýsköpunarstarfi. Það er stundum mín tilfinning að hugmyndirnar og hugvitið skuli koma frá ungmennunum sem hafi svo ekkert að segja um kerfið sem vinnur með málaflokkinn. Menntum alla sem frumkvöðla Til að byrja með þarf að tryggja að skólakerfið mennti í takt við þróun og eftirspurn atvinnulífisins á hverjum tíma og leitast þarf við að efla rannsóknar- og nýsköpunarverkefni á öllum skólastigum. Skapandi greinar þurfa aukið vægi á móti hefðbundnu bóknámi á yngri skólastigum. Gera þarf ráð fyrir því að ungt fólk vilji skapa, framkvæma og framleiða og því þarf að efla þessa hæfni á yngri stigum. Blæti fyrir staðsetningarlausum störfum Lausnir í atvinnumálum felast vitaskuld ekki í því að fjölga opinberum störfum til muna, og stórauka þannig umsvif ríkisins. Heldur að búa svo um hnútana að hér þrífist smá, millistór og stór fyrirtæki af ýmsum toga. Halda skal frekar aftur af ríkisumsvifum og endurskoða skattlagningu á atvinnulífið. Stefna þarf að sjálfbærni ýmissa atvinnugreina og auka umhverfisvernd í atvinnulífinu almennt. Á síðustu misserum virðast allmargir orðnir heitir fyrir því að ræða „störf án staðsetningar“, sér í lagi eftir covid-veturinn. Það liggja mörg tækifæri í aukinni tæknivæðingu atvinnulífins og ber að ýta undir það. Þó vissulega það sé ekki hlutverk hins opinbera að stýra uppbyggingu atvinnulífins heldur tryggja stöðugleika í umhverfi þess. Það er augljóst mál að auka þarf tækifæri unga fólksins á landsbyggðinni til að tryggja að fleiri meti það sem raunverulegan kost að setjast að í heimabyggð- eða flytja burt frá hávaðanum í borginni. Umræðan má því ekki einskorðast við þann möguleika á því að vinna óháð staðsetningu- slíkt er ekki raunhæft og varðar ekki öll störf. Við viljum líka búa útá landi! Efla þarf sérstaklega samkeppnishæfi landshlutanna þannig að það sé raunhæfur og aðlaðandi kostur fyrir ungt fólk að setjast að og fyrirtæki að dreifa starfsemi sinni um landið. Skoða þarf hvort koma skuli á heildarstefnu um atvinnumál ungmenna í takti við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Það er nefnilega frábært að búa utan höfuðborgarsvæðisins og það ætti að vera markmið að kynna þann kost betur fyrir ungu fólki. Samkeppnishæfni Íslands Flókið regluverk og þungt skattkerfi hamlar samkeppnishæfni Íslands. Launakostnaður reynist of stórt hlutfall af heildarútgjöldum fyrirtækja. Tryggingargjaldið er enn of hátt og lífeyrissjóðsgreiðslur hafa margfaldast. Fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni standa höllum fæti og það kemur í hlut ríkisins að bregðast við framangreindum annmörkum sem leiða af sér lakari samkeppnishæfni landsins. Þessir þungu og gríðarstóru málaflokkar eru ekki ungu fólki óviðkomandi og þvert á móti eigum við að eiga sæti við borðið og fá að fjalla um málin út frá okkar forsendum. Þegar móta á stefnu Íslands til framtíðar þá á framtíð Íslands að eiga rödd þar inni. Höfundur er lögfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun