„Ég myndi nú ekki kalla þetta vonbrigði“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. febrúar 2021 11:59 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vonast til að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar í sumar. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segist hafa haft hóflegar væntingar um að Íslendingum yrði boðið að taka þátt í bóluefnarannsókn á vegum lyfjafyrirtækisins Pfizer. Ráðherrann er vongóður um að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar í sumar. Í gær varð ljóst að lyfjarisinn Pfizer sér sér ekki hag í því að framkvæma bóluefnarannsókn hér á landi. Slík rannsókn hefði falið í sér að landsmenn hefðu verið bólusettir fyrr en ella. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það alltaf hafa legið fyrir að þetta gæti farið í hvora áttina sem er enda hafi ekkert verið fast í hendi. Umræðna var orðin hátt stemmd „Ég myndi nú ekki kalla þetta vonbrigði. Þetta hefði verið spennandi en ég held að maður geti ekki verið mjög upptekinn af vonbrigðum og væntingum í glímunni við þennan faraldur. Hann er einfaldlega búinn að vera okkar daglega verkefni í ár og verður það enn um sinn og ég held að maður verði svona bara að stilla sínum sveiflum í hóf og sýna bara yfirvegun og þolgæði," segir Svandís. Svandís segir væntingar sínar hafa verið hóflegar en hún hafi þó orðið vör við spennuna í samfélaginu. „Umræðan var orðin mjög svona hátt stemmd núna undanfarna daga. Þannig að ég held að það hafi verið svona hærra spennustig sums staðar í samfélaginu en akkúrat hjá mér." Nú haldi allir sínu striki en bólusetningar eru í fullum gangi. Til að mynda verða nokkur hundruð heilbrigðisstarfsmenn bólusettir í dag. Bóluefni AstraZeneca.Getty/Karwai Tang Meiri hraði á framleiðslu bóluefna „Við höfum ástæðu til þess að hafa væntingar um það að hraðinn á bóluefni verði meiri á öðrum og þriðja ársfjórðungi heldur en hefur verið á þessum fyrsta og út mars. Tölurnar sem við erum með í höndunum eru í raun og veru bara út mars. Það eru afhendingaráætlanirnar sem við erum með. Ég held enn þá að við getum haldið okkur við þau markmið að það verði búið að bólusetja meirihluta þjóðarinnar hér í sumar." Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07 Erum „fórnarlömb eigin árangurs“ Vísindamenn Pfizer töldu ekki nægilega mörg tilfelli Covid-19 til að hægt væri að kanna bæði bein og óbein áhrif bólusetninga hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að deila við þá skoðun og að Íslendingar séu í raun fórnarlömb eigin velgengni. 9. febrúar 2021 18:01 „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9. febrúar 2021 18:37 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Í gær varð ljóst að lyfjarisinn Pfizer sér sér ekki hag í því að framkvæma bóluefnarannsókn hér á landi. Slík rannsókn hefði falið í sér að landsmenn hefðu verið bólusettir fyrr en ella. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það alltaf hafa legið fyrir að þetta gæti farið í hvora áttina sem er enda hafi ekkert verið fast í hendi. Umræðna var orðin hátt stemmd „Ég myndi nú ekki kalla þetta vonbrigði. Þetta hefði verið spennandi en ég held að maður geti ekki verið mjög upptekinn af vonbrigðum og væntingum í glímunni við þennan faraldur. Hann er einfaldlega búinn að vera okkar daglega verkefni í ár og verður það enn um sinn og ég held að maður verði svona bara að stilla sínum sveiflum í hóf og sýna bara yfirvegun og þolgæði," segir Svandís. Svandís segir væntingar sínar hafa verið hóflegar en hún hafi þó orðið vör við spennuna í samfélaginu. „Umræðan var orðin mjög svona hátt stemmd núna undanfarna daga. Þannig að ég held að það hafi verið svona hærra spennustig sums staðar í samfélaginu en akkúrat hjá mér." Nú haldi allir sínu striki en bólusetningar eru í fullum gangi. Til að mynda verða nokkur hundruð heilbrigðisstarfsmenn bólusettir í dag. Bóluefni AstraZeneca.Getty/Karwai Tang Meiri hraði á framleiðslu bóluefna „Við höfum ástæðu til þess að hafa væntingar um það að hraðinn á bóluefni verði meiri á öðrum og þriðja ársfjórðungi heldur en hefur verið á þessum fyrsta og út mars. Tölurnar sem við erum með í höndunum eru í raun og veru bara út mars. Það eru afhendingaráætlanirnar sem við erum með. Ég held enn þá að við getum haldið okkur við þau markmið að það verði búið að bólusetja meirihluta þjóðarinnar hér í sumar."
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07 Erum „fórnarlömb eigin árangurs“ Vísindamenn Pfizer töldu ekki nægilega mörg tilfelli Covid-19 til að hægt væri að kanna bæði bein og óbein áhrif bólusetninga hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að deila við þá skoðun og að Íslendingar séu í raun fórnarlömb eigin velgengni. 9. febrúar 2021 18:01 „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9. febrúar 2021 18:37 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07
Erum „fórnarlömb eigin árangurs“ Vísindamenn Pfizer töldu ekki nægilega mörg tilfelli Covid-19 til að hægt væri að kanna bæði bein og óbein áhrif bólusetninga hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að deila við þá skoðun og að Íslendingar séu í raun fórnarlömb eigin velgengni. 9. febrúar 2021 18:01
„Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9. febrúar 2021 18:37