Saksóknari fær gögn KPMG um Samherja eftir allt saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2021 16:18 stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem á dagskrá verða lög um gjaldeyrismál og stjórnsýsla Seðlabanka Íslands við framkvæmd gjaldeyriseftirlits. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hæstiréttur hefur vísað frá kæru útgerðarfélagsins Samherja sem barist hefur fyrir dómstólum gegn því að endurskoðunarfyrirtækið KMPG þurfi að afhenda héraðssaksóknara gögn varðandi bókhald og reikningsskil Samherja hf og Samherja holding undanfarinn áratug. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu héraðssaksóknara þess efnis í desember. Samherji kærði þá niðurstöðu bæði til Landsréttar og Hæstaréttar sem í báðum tilfellum vísaði kærum Samherja frá dómi. Málið rataði ekki í fréttir fyrr en í síðustu viku þegar úrskurður um frávísun Landsréttar var birtur á vef réttarins. Krafan tekin fyrir án vitneskju KPMG og Samherja Héraðssaksóknari óskaði eftir því að krafan um gögnin yrði tekin fyrir í héraðsdómi án vitneskju KPMG. Var sú ósk sett fram með vísan til rannsóknarhagsmuna í sakamálinu og almennra varúðarsjónarmiða þar að lútandi. Beinir hagsmunir KPMG væru ekki taldir verulegir enda hefði rannsóknin ekki beinst að KPMG sjálfu eða starfsmönnum þess heldur væri krafan sett fram til afléttingar lögbundinnar þagnarskyldu KPMG og starfsmanna um gögn og upplýsingar frá þriðja aðila. Enda þótt KPMG væri samkvæmt upplýsingum héraðssaksóknara ekki lengur endurskoðandi Samherja lægi ekki fyrir með hvaða hætti viðskipta- eða hagsmunasamband kunni að vera þeirra á milli. Hafa þyrfti í huga stærð Samherja og víðtækar eignir og yfirráð í öðrum félögum í íslensku atvinnulífi og um leið stærð og fyrirferð KPMG sem þjónustuveitanda. Þá mætti ekki útiloka að gögn og upplýsingar sem aflað yrði á grundvelli úrskurðar í samræmi við kröfuna gætu leitt í ljós atriði sem beina myndu rannsókn að KPMG eða starfsmönnum þess. Þurfa að veita upplýsingar og afhenda gögn Héraðsdómur féllst á kröfu héraðssaksóknara í byrjun desember bæði er varðaði að KPMG var ekki upplýst um meðferð málsins og að fyrirtækinu væri skylt að afhenda gögnin. Úrskurður héraðsdóms þýðir að lögbundinni þagnarskyldu KMPG, sem endurskoðanda Samherja til margra ára, er aflétt. KMPG þarf að afhenda héraðssaksóknara upplýsingar og gögn varðandi þjónustu sem eitt var Samherja og dótturfélögum árin 2013 til 2014 eða eftir atvikum lengur vegna gerðrar skýrslu eða samantektar fyrir félögin varðandi reglur um milliverðlagningu. Sömuleiðis hvers konar tengd vinnugögn og samskiptagögn eins og minnisblöð, myndir, glærukynningar, skjaladrög, upptökur eða endurritun munnlegra samtala, bréfa og tölvupóstssamskipta. Starfsemi Samherja í Namibíu komst í hámæli eftir að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Afríku, tjáði sig í fjölmiðlum um málið. Ráðherrar og þrír starfsmenn Samherja eru ákærðir í máli sem er á dagskrá í Hæstarétti í Namibíu í apríl. Þá hefur héraðssaksóknari Samherja og starfsmenn til rannsóknar hér á landi.Vísir/vilhelm KMPG, og allir núverandi sem fyrrverandi starfsmenn, þurfa sömuleiðis að veita héraðssaksóknara allar upplýsingar og gögn varðandi bókhald og reikningsskil Samherja, Samherja holding og allra dóttur- eða hlutdeildarfélaga fyrir tímabilið 2011 til 2020. Þar undir heyra hvers konar undir- eða frumgögn varðandi einstök félög og tengd vinnugögn eða samskiptagögn. Hvernig voru ákvarðanir teknar? Embætti héraðssaksóknara hefur til rannsóknar Samherja og starfsmenn félagsins. Í greinargerð héraðssaksóknara, sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms, kemur fram að til skoðunar sé tímabilið 2011 til 2019 eða lengur og að meint brot starfsmanna eða fyrirsvarsmanna Samherja og tengdra félaga varði mútur, peningaþvætti og eftir atvikum auðgunarbrot. Ótilgreindir starfsmenn Samherja eru samkvæmt greinargerð saksóknara grunaðir um mútur og peningaþvætti.Vísir/Egill Taldi Finnur Þór Vilhjámsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, nauðsynlegt að fá gögnin frá KPMG til að upplýsa um hvernig ákvarðanir voru teknar hjá Samherja varðandi starfsemi samstæðunnar í Namibíu. Sömuleiðis fjárhag- og rekstrarafkomu viðkomandi félaga. Rannsóknin beinist meðal annars að því að upplýsa hvaða starfsmenn eða stjórnendur hafi tekið ákvarðanir eða haft vitneskju um þær. „Í þeim þætti rannsóknarinnar telji embættið að þýðingu geti haft meðal annars að upplýst verði eins og unnt sé hvernig stjórnskipulagi, ákvarðanatöku og boðleiðum eða boðvaldi innan samstæðunnar hafi almennt verið háttað á hverjum tíma,“ segir í greinargerð saksóknara. Skýrsla unnin upp úr samtölum við starfsfólk Saksóknari vill meðal annars komast yfir eintak af skýrslu sem KPMG gerði fyrir Samherja árið 2014 um milliverðlagningu þar sem stjórnskipulagi og ákvarðanatöku innan samstæðunnar var lýst. Um var að ræða heildarúttekt á þessum atriðum innan samstæðunnar. Ágúst Karl Guðmundsson, lögmaður og einn eiganda KPMG. Héraðssaksóknari hefur undir höndum tölvupóstssamskipti Ágústs Karls Guðmundssonar, endurskoðanda hjá KMPG sem var tengiliðurinn við Samherja, við yfirmenn hjá Samherja. Þar er þróun skýrslunnar rakin að einhverju leyti. Í kafla fjögur er fjallað um hlutverk og valdssvið hvers og eins af æðstu stjórnendum Samherja. Lengsta og ítarlegasta umfjöllunin hafi verið um Þorstein Má Baldvinsson stjórnarformann Samherja. Undirstrikuð eru mikil og fjölþætt áhrif Þorsteins á starfsemi samstæðunnar. Hann sé eini framkvæmdastjóri hennar og engin formleg framkvæmdastjórn sé innan félagsins. Hann sé miðpunktur starfseminnar og hafi bein áhrif á áætlanagerð um fiskveiðar. Óánægja og athugasemdir vegna skýrslunnar Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að innan Samherja hafi komið fram athugasemdir við umfjöllun í skýrsludrögum KMPG sem byggði á viðtölum við starfsmenn Samherja nokkrum mánuðum fyrr. Ákveðnir þættir í vinnu KPMG hefði vakið óánægju Samherja sem komið hafi verið á framfæri á fundi Þorsteins Más með yfirmönnum Ágústs Karls hjá KPMG. Úr tölvupósti Ágústs Karls hjá KMPG til Örnu Bryndísar Baldvins McClure, lögfræðings hjá Samherja. Þar segir hann að búið sé að laga skýrsluna að athugasemdum Samherja. Af tölvupóstssamskiptum Ágústs Karls við starfsfólk Samherja í framhaldinu megi ráða að KPMG hafi brugðist við með því að uppfæra skýrslur sínar í samræmi við óskir eða athugasemdir Samherja. Héraðssaksóknari segir þó ekki unnt að ráða með ótvíræðum hætti af gögnum hverjar athugasemdirnar hafi verið eða óánægja Samherja beinst að. Héraðssaksóknari segir mikilvægt að upplýsa um ákvarðanatöku innan Samherja varðandi starfsemi í Namibíu og einstaka þætti. Þau hafi meðal annars átt sér stað á þeim tíma sem skýrslan var gerð. Því hafi þýðingu gögn sem geti varpað ljósi á stjórnarhætti og skipulag starfsemi Samherja. Fór svo að héraðsdómur féllst á kröfu héraðssaksóknara eins og hún var sett fram. Samherji ósáttur við dómara og saksóknara Samherji kærði úrskurð héraðsdóms bæði til Landsréttar og Hæstaréttar en án árangurs. Í framhaldi af frávísun Hæstaréttar í gær birti Samherji yfirlýsingu á vef sínum í dag. Þar kemur fram að Samherji hafi lagt fram kvörtun til nefndar um dómarastörf vegna vinnubragða Ingibjargar Þorsteinsdóttur héraðsdómara og til nefndar um störf lögreglu vegna vinnubragða Finns Þórs Vihjálmssonar saksóknara. Samherji vísaði til þess að Landsréttur hafi í frávísun sinni gert athugasemdir við úrskurð héraðsdóm þess efnis að dómari hefði átt að krefja saksóknaraembætti um rannsóknargögn áður en krafa saksóknara var tekin fyrir. Finnur Þór Vilhjálmsson hefur mál Samherja til rannsóknar fyrir hönd héraðssaksóknara.Vísir/Vilhelm Í úrskurði Landsréttar kemur fram að með kröfu fyrir héraðsdómi eigi að fylgja þau gögn sem hún styðst við. Samkvæmt endurriti úr þingbók héraðsdóms lágu rannsóknargögn frammi fyrir við fyrirtöku þess. Rannsóknargögnin hafi ekki fylgt með kæru til Landsréttar. Landsréttur kallaði eftir gögnum frá héraðsdómi sem upplýsti að þau hefðu ekki legið frammi við fyrirtöku málsins. Í því skyni að ganga úr skugga um hvort lagaskilyrði væru uppfyllt fyrir því að fallast á kröfu héraðssaksóknara hefði dómari átt að krefja sóknaraðila um þessi gögn áður en hann tók kröfuna til úrskurðar. Telur Landsréttur aðfinnsluvert að svo hafi ekki verið gert. Héraðssaksóknari vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Símon Sigvaldason dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur gaf svipuð svör í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu Ríkisútvarpsins. Dómsmál Samherjaskjölin Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu héraðssaksóknara þess efnis í desember. Samherji kærði þá niðurstöðu bæði til Landsréttar og Hæstaréttar sem í báðum tilfellum vísaði kærum Samherja frá dómi. Málið rataði ekki í fréttir fyrr en í síðustu viku þegar úrskurður um frávísun Landsréttar var birtur á vef réttarins. Krafan tekin fyrir án vitneskju KPMG og Samherja Héraðssaksóknari óskaði eftir því að krafan um gögnin yrði tekin fyrir í héraðsdómi án vitneskju KPMG. Var sú ósk sett fram með vísan til rannsóknarhagsmuna í sakamálinu og almennra varúðarsjónarmiða þar að lútandi. Beinir hagsmunir KPMG væru ekki taldir verulegir enda hefði rannsóknin ekki beinst að KPMG sjálfu eða starfsmönnum þess heldur væri krafan sett fram til afléttingar lögbundinnar þagnarskyldu KPMG og starfsmanna um gögn og upplýsingar frá þriðja aðila. Enda þótt KPMG væri samkvæmt upplýsingum héraðssaksóknara ekki lengur endurskoðandi Samherja lægi ekki fyrir með hvaða hætti viðskipta- eða hagsmunasamband kunni að vera þeirra á milli. Hafa þyrfti í huga stærð Samherja og víðtækar eignir og yfirráð í öðrum félögum í íslensku atvinnulífi og um leið stærð og fyrirferð KPMG sem þjónustuveitanda. Þá mætti ekki útiloka að gögn og upplýsingar sem aflað yrði á grundvelli úrskurðar í samræmi við kröfuna gætu leitt í ljós atriði sem beina myndu rannsókn að KPMG eða starfsmönnum þess. Þurfa að veita upplýsingar og afhenda gögn Héraðsdómur féllst á kröfu héraðssaksóknara í byrjun desember bæði er varðaði að KPMG var ekki upplýst um meðferð málsins og að fyrirtækinu væri skylt að afhenda gögnin. Úrskurður héraðsdóms þýðir að lögbundinni þagnarskyldu KMPG, sem endurskoðanda Samherja til margra ára, er aflétt. KMPG þarf að afhenda héraðssaksóknara upplýsingar og gögn varðandi þjónustu sem eitt var Samherja og dótturfélögum árin 2013 til 2014 eða eftir atvikum lengur vegna gerðrar skýrslu eða samantektar fyrir félögin varðandi reglur um milliverðlagningu. Sömuleiðis hvers konar tengd vinnugögn og samskiptagögn eins og minnisblöð, myndir, glærukynningar, skjaladrög, upptökur eða endurritun munnlegra samtala, bréfa og tölvupóstssamskipta. Starfsemi Samherja í Namibíu komst í hámæli eftir að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Afríku, tjáði sig í fjölmiðlum um málið. Ráðherrar og þrír starfsmenn Samherja eru ákærðir í máli sem er á dagskrá í Hæstarétti í Namibíu í apríl. Þá hefur héraðssaksóknari Samherja og starfsmenn til rannsóknar hér á landi.Vísir/vilhelm KMPG, og allir núverandi sem fyrrverandi starfsmenn, þurfa sömuleiðis að veita héraðssaksóknara allar upplýsingar og gögn varðandi bókhald og reikningsskil Samherja, Samherja holding og allra dóttur- eða hlutdeildarfélaga fyrir tímabilið 2011 til 2020. Þar undir heyra hvers konar undir- eða frumgögn varðandi einstök félög og tengd vinnugögn eða samskiptagögn. Hvernig voru ákvarðanir teknar? Embætti héraðssaksóknara hefur til rannsóknar Samherja og starfsmenn félagsins. Í greinargerð héraðssaksóknara, sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms, kemur fram að til skoðunar sé tímabilið 2011 til 2019 eða lengur og að meint brot starfsmanna eða fyrirsvarsmanna Samherja og tengdra félaga varði mútur, peningaþvætti og eftir atvikum auðgunarbrot. Ótilgreindir starfsmenn Samherja eru samkvæmt greinargerð saksóknara grunaðir um mútur og peningaþvætti.Vísir/Egill Taldi Finnur Þór Vilhjámsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, nauðsynlegt að fá gögnin frá KPMG til að upplýsa um hvernig ákvarðanir voru teknar hjá Samherja varðandi starfsemi samstæðunnar í Namibíu. Sömuleiðis fjárhag- og rekstrarafkomu viðkomandi félaga. Rannsóknin beinist meðal annars að því að upplýsa hvaða starfsmenn eða stjórnendur hafi tekið ákvarðanir eða haft vitneskju um þær. „Í þeim þætti rannsóknarinnar telji embættið að þýðingu geti haft meðal annars að upplýst verði eins og unnt sé hvernig stjórnskipulagi, ákvarðanatöku og boðleiðum eða boðvaldi innan samstæðunnar hafi almennt verið háttað á hverjum tíma,“ segir í greinargerð saksóknara. Skýrsla unnin upp úr samtölum við starfsfólk Saksóknari vill meðal annars komast yfir eintak af skýrslu sem KPMG gerði fyrir Samherja árið 2014 um milliverðlagningu þar sem stjórnskipulagi og ákvarðanatöku innan samstæðunnar var lýst. Um var að ræða heildarúttekt á þessum atriðum innan samstæðunnar. Ágúst Karl Guðmundsson, lögmaður og einn eiganda KPMG. Héraðssaksóknari hefur undir höndum tölvupóstssamskipti Ágústs Karls Guðmundssonar, endurskoðanda hjá KMPG sem var tengiliðurinn við Samherja, við yfirmenn hjá Samherja. Þar er þróun skýrslunnar rakin að einhverju leyti. Í kafla fjögur er fjallað um hlutverk og valdssvið hvers og eins af æðstu stjórnendum Samherja. Lengsta og ítarlegasta umfjöllunin hafi verið um Þorstein Má Baldvinsson stjórnarformann Samherja. Undirstrikuð eru mikil og fjölþætt áhrif Þorsteins á starfsemi samstæðunnar. Hann sé eini framkvæmdastjóri hennar og engin formleg framkvæmdastjórn sé innan félagsins. Hann sé miðpunktur starfseminnar og hafi bein áhrif á áætlanagerð um fiskveiðar. Óánægja og athugasemdir vegna skýrslunnar Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að innan Samherja hafi komið fram athugasemdir við umfjöllun í skýrsludrögum KMPG sem byggði á viðtölum við starfsmenn Samherja nokkrum mánuðum fyrr. Ákveðnir þættir í vinnu KPMG hefði vakið óánægju Samherja sem komið hafi verið á framfæri á fundi Þorsteins Más með yfirmönnum Ágústs Karls hjá KPMG. Úr tölvupósti Ágústs Karls hjá KMPG til Örnu Bryndísar Baldvins McClure, lögfræðings hjá Samherja. Þar segir hann að búið sé að laga skýrsluna að athugasemdum Samherja. Af tölvupóstssamskiptum Ágústs Karls við starfsfólk Samherja í framhaldinu megi ráða að KPMG hafi brugðist við með því að uppfæra skýrslur sínar í samræmi við óskir eða athugasemdir Samherja. Héraðssaksóknari segir þó ekki unnt að ráða með ótvíræðum hætti af gögnum hverjar athugasemdirnar hafi verið eða óánægja Samherja beinst að. Héraðssaksóknari segir mikilvægt að upplýsa um ákvarðanatöku innan Samherja varðandi starfsemi í Namibíu og einstaka þætti. Þau hafi meðal annars átt sér stað á þeim tíma sem skýrslan var gerð. Því hafi þýðingu gögn sem geti varpað ljósi á stjórnarhætti og skipulag starfsemi Samherja. Fór svo að héraðsdómur féllst á kröfu héraðssaksóknara eins og hún var sett fram. Samherji ósáttur við dómara og saksóknara Samherji kærði úrskurð héraðsdóms bæði til Landsréttar og Hæstaréttar en án árangurs. Í framhaldi af frávísun Hæstaréttar í gær birti Samherji yfirlýsingu á vef sínum í dag. Þar kemur fram að Samherji hafi lagt fram kvörtun til nefndar um dómarastörf vegna vinnubragða Ingibjargar Þorsteinsdóttur héraðsdómara og til nefndar um störf lögreglu vegna vinnubragða Finns Þórs Vihjálmssonar saksóknara. Samherji vísaði til þess að Landsréttur hafi í frávísun sinni gert athugasemdir við úrskurð héraðsdóm þess efnis að dómari hefði átt að krefja saksóknaraembætti um rannsóknargögn áður en krafa saksóknara var tekin fyrir. Finnur Þór Vilhjálmsson hefur mál Samherja til rannsóknar fyrir hönd héraðssaksóknara.Vísir/Vilhelm Í úrskurði Landsréttar kemur fram að með kröfu fyrir héraðsdómi eigi að fylgja þau gögn sem hún styðst við. Samkvæmt endurriti úr þingbók héraðsdóms lágu rannsóknargögn frammi fyrir við fyrirtöku þess. Rannsóknargögnin hafi ekki fylgt með kæru til Landsréttar. Landsréttur kallaði eftir gögnum frá héraðsdómi sem upplýsti að þau hefðu ekki legið frammi við fyrirtöku málsins. Í því skyni að ganga úr skugga um hvort lagaskilyrði væru uppfyllt fyrir því að fallast á kröfu héraðssaksóknara hefði dómari átt að krefja sóknaraðila um þessi gögn áður en hann tók kröfuna til úrskurðar. Telur Landsréttur aðfinnsluvert að svo hafi ekki verið gert. Héraðssaksóknari vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Símon Sigvaldason dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur gaf svipuð svör í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu Ríkisútvarpsins.
Dómsmál Samherjaskjölin Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira