Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2021 18:09 Hermenn standa vörð við þinghús Bandaríkjanna. AP/Jose Luis Magana Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. Mennirnir funduðu síðasta föstudag og ræddu leiðir til að stofna mið-hægriflokk. Alls tóku rúmlega 120 manns þátt í fjarfundinum og þar á meðal voru fyrrverandi embættismenn úr ríkisstjórnum Ronalds Reagan, Bush feðganna og Trumps. Samkvæmt frétt Reuters, sem hefur rætt við menn sem tóku þátt í fundinum, snerist umræðan um það að stofna nýjan flokk sem byggi á grundvallargildum íhaldssemi, því að framfylgja stjórnarskrá Bandaríkjanna og lögum. Heimildarmenn fréttaveitunnar segja þessi gildi hafa tekið á sig mikið högg í forsetatíð Trumps. Áætlun þeirra er að bjóða fram þar sem það reynist mögulegt og styðja við bakið á öðrum frambjóðendum sem fylgja gildum þeirra, hvort sem um er að ræða Repúblikana, óflokksbundna frambjóðendur eða Demókrata. Nýr flokkur eða andspyrna gegn Trump Evan McMullin, sem var áður háttsettur innan Repúblikanaflokksins, tók þátt í skipulagningu fundarins og hann segir að stór hluti þeirra sem sóttu fundinn hafi verið þeirrar skoðunar að ekki væri hægt að bjarga Repúblikanaflokknum. Þó það væri erfitt að stofna nýjan flokk, telji hópurinn sig ekki eiga annarra kosta völ. Aðrir á fundinum sögðu að réttast væri að byggja upp andspyrnu gegn Trump innan Repúblikanaflokksins. Miklar deilur hafa átt sér stað innan Repúblikanaflokksins að undanförnu sem snúa að miklu leyti að ásökunum Trumps um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember og árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar. Eftir árásina var útlit fyrir að Trump gæti misst tökin á flokknum en svo hefur ekki farið. Trump er enn gífurlega vinsæll meðal stórs hóps kjósenda Repúblikanaflokksins. Trump var ákærður fyrir embættisbrot vegna árásarinnar á þinghúsið og standa nú réttarhöld yfir í öldungadeild Bandaríkjaþings. Tveir þriðju þingmanna þurfa að greiða atkvæði gegn Trump til að sakfella hann og í kjölfarið færi líklegast fram atkvæðagreiðsla um að meina honum að bjóða sig aftur fram til embættis. Sjá einnig: Þriðji dagur réttarhaldanna yfir Trump Það er þó talið mjög ólíklegt að Trump verði sakfelldur, miðað við yfirlýsingar og atkvæði öldungadeildarþingmanna hingað til. Nokkrir þingmenn sem greiddu atkvæði með Demókrötum í fulltrúadeildinni varðandi það að ákæra Trump fyrir embættisbrot hafa orðið fyrir miklum þrýstingi innan flokksins. Aðspurður um viðræðurnar um að stofna nýjan flokk sagði Jason Miller, talsmaður Trumps, að „þessir aular hefðu yfirgefið Repúblikanaflokkinn þegar þeir kusu Joe Biden.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Mennirnir funduðu síðasta föstudag og ræddu leiðir til að stofna mið-hægriflokk. Alls tóku rúmlega 120 manns þátt í fjarfundinum og þar á meðal voru fyrrverandi embættismenn úr ríkisstjórnum Ronalds Reagan, Bush feðganna og Trumps. Samkvæmt frétt Reuters, sem hefur rætt við menn sem tóku þátt í fundinum, snerist umræðan um það að stofna nýjan flokk sem byggi á grundvallargildum íhaldssemi, því að framfylgja stjórnarskrá Bandaríkjanna og lögum. Heimildarmenn fréttaveitunnar segja þessi gildi hafa tekið á sig mikið högg í forsetatíð Trumps. Áætlun þeirra er að bjóða fram þar sem það reynist mögulegt og styðja við bakið á öðrum frambjóðendum sem fylgja gildum þeirra, hvort sem um er að ræða Repúblikana, óflokksbundna frambjóðendur eða Demókrata. Nýr flokkur eða andspyrna gegn Trump Evan McMullin, sem var áður háttsettur innan Repúblikanaflokksins, tók þátt í skipulagningu fundarins og hann segir að stór hluti þeirra sem sóttu fundinn hafi verið þeirrar skoðunar að ekki væri hægt að bjarga Repúblikanaflokknum. Þó það væri erfitt að stofna nýjan flokk, telji hópurinn sig ekki eiga annarra kosta völ. Aðrir á fundinum sögðu að réttast væri að byggja upp andspyrnu gegn Trump innan Repúblikanaflokksins. Miklar deilur hafa átt sér stað innan Repúblikanaflokksins að undanförnu sem snúa að miklu leyti að ásökunum Trumps um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember og árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar. Eftir árásina var útlit fyrir að Trump gæti misst tökin á flokknum en svo hefur ekki farið. Trump er enn gífurlega vinsæll meðal stórs hóps kjósenda Repúblikanaflokksins. Trump var ákærður fyrir embættisbrot vegna árásarinnar á þinghúsið og standa nú réttarhöld yfir í öldungadeild Bandaríkjaþings. Tveir þriðju þingmanna þurfa að greiða atkvæði gegn Trump til að sakfella hann og í kjölfarið færi líklegast fram atkvæðagreiðsla um að meina honum að bjóða sig aftur fram til embættis. Sjá einnig: Þriðji dagur réttarhaldanna yfir Trump Það er þó talið mjög ólíklegt að Trump verði sakfelldur, miðað við yfirlýsingar og atkvæði öldungadeildarþingmanna hingað til. Nokkrir þingmenn sem greiddu atkvæði með Demókrötum í fulltrúadeildinni varðandi það að ákæra Trump fyrir embættisbrot hafa orðið fyrir miklum þrýstingi innan flokksins. Aðspurður um viðræðurnar um að stofna nýjan flokk sagði Jason Miller, talsmaður Trumps, að „þessir aular hefðu yfirgefið Repúblikanaflokkinn þegar þeir kusu Joe Biden.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira