Lögmenn Trumps ljúka málflutningi sínum á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 23:30 David Schoen, einn lögmanna Trumps. Getty/ Joshua Roberts Verjendur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldunum yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings, segjast ætla að klára málflutning sinn á morgun, föstudag. Það þýðir að lögmannateymi hans mun aðeins nýta sér tæpa tvo daga til þess að flytja mál sitt fyrir þinginu. Þetta tilkynnti ráðgjafi Trumps, Jason Miller, á Twitter í dag. Málflutningsmenn Demókrata munu að öllum líkindum ljúka sínum málflutningi í dag en þeir hófust handa í gær, miðvikudag. Niðurstaða gæti fengist í málið um helgina þar sem lögmaður Trumps David Schoen dró til baka beiðni sína um að fá frí frá sólsetri á föstudag og út laugardag. Trump var ákærður fyrir embættisbrot fyrir um mánuði síðan en þetta er annað skiptið sem fyrrverandi forsetinn er kærður fyrir slíkt. Fyrirséð er að þessi síðari réttarhöld verði töluvert styttri en þau fyrri, sem fóru fram árið 2020. Miklar líkur eru taldar á því að hann verði sýknaður af ákærunum, en þingmenn Repúblikana hafa gefið merki um það að þeir séu ekki tilbúnir til þess að greiða atkvæði með sakfellingu. Til þess að Trump verði sakfelldur þurfa allir fimmtíu þingmenn Demókrata og sautján þingmenn Repúblikana að greiða atkvæði þess efnis. Trump stendur hér frammi fyrir hópi stuðningsmanna sinna í Washingtonborg þann 6. janúar síðastliðinn. Seinna sama dag réðst hópur stuðningsmanna hans inn í þinghúsið. Trump er ákærður fyrir meinta aðkomu hans að árásinni.Tasos Katopodis/Getty Þrátt fyrir að líklegt sé talið að Trump verði sýknaður hafa lögmenn hans, Bruce Castor og Schoen verið gagnrýndir fyrir störf sín í málin, þar á meðal af fyrrverandi forsetanum sjálfum, fyrir dræma frammistöðu í málflutningi sínum á þriðjudag. Þingið komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að réttarhöldin fari ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna, en sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum í því. Einn þingmanna Repúblikana sem greiddi atkvæði með því að réttarhöldin færu ekki gegn stjórnarskránni, Bill Cassidy, sagði að verjendur Trumps stæðu sig einstaklega illa. Hann sagði þá ekki fjalla um málið sem væri til umræðu og að þeir hefðu ekkert á milli handanna. „Ef einhver er ósammála atkvæði mínu og vill fá útskýringu á því vil ég biðja þá að hlusta á rökstuðning málflutningsmanna þingsins og lögmanna Trumps, fyrrverandi forseta,“ skrifaði Cassidy í yfirlýsingu. „Málflutningsmenn þingsins kynntu mjög sterk rök í samræmi við stjórnarskrána. Það gerði lið forsetans ekki.“ Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24 Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld. 10. febrúar 2021 17:26 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Þetta tilkynnti ráðgjafi Trumps, Jason Miller, á Twitter í dag. Málflutningsmenn Demókrata munu að öllum líkindum ljúka sínum málflutningi í dag en þeir hófust handa í gær, miðvikudag. Niðurstaða gæti fengist í málið um helgina þar sem lögmaður Trumps David Schoen dró til baka beiðni sína um að fá frí frá sólsetri á föstudag og út laugardag. Trump var ákærður fyrir embættisbrot fyrir um mánuði síðan en þetta er annað skiptið sem fyrrverandi forsetinn er kærður fyrir slíkt. Fyrirséð er að þessi síðari réttarhöld verði töluvert styttri en þau fyrri, sem fóru fram árið 2020. Miklar líkur eru taldar á því að hann verði sýknaður af ákærunum, en þingmenn Repúblikana hafa gefið merki um það að þeir séu ekki tilbúnir til þess að greiða atkvæði með sakfellingu. Til þess að Trump verði sakfelldur þurfa allir fimmtíu þingmenn Demókrata og sautján þingmenn Repúblikana að greiða atkvæði þess efnis. Trump stendur hér frammi fyrir hópi stuðningsmanna sinna í Washingtonborg þann 6. janúar síðastliðinn. Seinna sama dag réðst hópur stuðningsmanna hans inn í þinghúsið. Trump er ákærður fyrir meinta aðkomu hans að árásinni.Tasos Katopodis/Getty Þrátt fyrir að líklegt sé talið að Trump verði sýknaður hafa lögmenn hans, Bruce Castor og Schoen verið gagnrýndir fyrir störf sín í málin, þar á meðal af fyrrverandi forsetanum sjálfum, fyrir dræma frammistöðu í málflutningi sínum á þriðjudag. Þingið komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að réttarhöldin fari ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna, en sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum í því. Einn þingmanna Repúblikana sem greiddi atkvæði með því að réttarhöldin færu ekki gegn stjórnarskránni, Bill Cassidy, sagði að verjendur Trumps stæðu sig einstaklega illa. Hann sagði þá ekki fjalla um málið sem væri til umræðu og að þeir hefðu ekkert á milli handanna. „Ef einhver er ósammála atkvæði mínu og vill fá útskýringu á því vil ég biðja þá að hlusta á rökstuðning málflutningsmanna þingsins og lögmanna Trumps, fyrrverandi forseta,“ skrifaði Cassidy í yfirlýsingu. „Málflutningsmenn þingsins kynntu mjög sterk rök í samræmi við stjórnarskrána. Það gerði lið forsetans ekki.“
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24 Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld. 10. febrúar 2021 17:26 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09
Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24
Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld. 10. febrúar 2021 17:26