Fáum fleiri bóluefnaskammta en gert var ráð fyrir Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 16:44 Evrópusambandið hefur gert viðbótarsamning við Pfizer. Vísir/vilhelm Evrópusambandið og bóluefnisframleiðandinn Pfizer hafa gert með sér viðbótarsamning um kaup á hið minnsta 200 milljón skömmtum af bóluefni, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum í dag. Þá er von á fleiri skömmtum til ríkja Evrópusambandsins frá AstraZeneca en búist var við. Ísland fær þar með fleiri bóluefnisskammta en áður var gert ráð fyrir. Bent Høie heilbrigðisráðherra Noregs sagði frá því á blaðamannafundi í dag að Evrópusambandið og Pfizer hefðu samið um kaup á 200 milljónum skömmtum af bóluefninu til viðbótar við skammtana sem þegar hefur verið samið um. Þá hefði verið samið um möguleika á kaupum á 100 milljón skömmtum ofan á það. Bent Høie, heilbrigðisráðherra Noregs.EPA/Håkon Mosvold Larsen Noregur fái 2,24 milljónir skammta af þessum aukaskömmtum auk kaupréttar á 1,2 milljónum skammta. Høie gerði jafnframt ráð fyrir að af þessum viðbótarskömmtum kæmu 840 þúsund til Noregs strax í apríl, maí og júní. Auk þess hefði AstraZeneca tilkynnt að fyrirtækið gæti aukið framleiðslugetu sína um 50 prósent á sama tímabili. Þannig mætti samtals búast við 2,4 milljónum aukaskömmtum af bóluefni til Noregs miðað við það sem áður var gert ráð fyrir. Richard Bengström yfirmaður bólusetningarmála í Svíþjóð sagði í samtali við SVT í dag að Svíþjóð fái mun fleiri skammta frá AstraZeneca en áður var búist við; um 20 prósent fleiri skammta í mars og á öðrum ársfjórðungi verði skammtarnir 50 prósent fleiri en búist var við. Hann kvaðst vongóður um að búið yrði að bólusetja alla fullorðna Svía í sumar. Vita ekki hvað aukaskammtarnir verða margir Samkvæmt upplýsingum fá heilbrigðisráðuneytinu koma fleiri skammtar af bóluefni til Íslands vegna þessa samnings ESB en áður var gert ráð fyrir. Ekki hafi þó fengist staðfest hversu mikil aukningin verður. Ríkisútvarpið bendir á að Íslendingar fái 6,8 prósent af þeim fjölda skammta sem Norðmenn fá. Samkvæmt því ættu Íslendingar þannig að fá auka 57 þúsund skammta í apríl, maí og júní, sem duga fyrir rúmlega 28 þúsund manns. Alls yrðu aukaskammtarnir 340 þúsund talsins. Fram kemur í yfirliti yfir afhendingaráætlun bóluefna frá heilbrigðisráðuneytinu í gær að samningar Íslands við Pfizer, Moderna og AstraZeneca tryggi bóluefni fyrir 304 þúsund manns. Ekki lágu fyrir staðfestar afhendingaráætlanir til lengri tíma en út mars frá framleiðendunum þremur. Að því sögðu væri þó raunhæft að reikna með að afhending bóluefna aukist til muna strax á öðrum ársfjórðungi, þ.e. á tímabilinu apríl til júní. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Fjórir greindust innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan þann 26. janúar. 12. febrúar 2021 10:58 Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær. 11. febrúar 2021 15:55 Mæta í næstu sprautu eftir þrjá mánuði Tólf hundruð manns voru bólusettir með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetning gekk afar vel, að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. 11. febrúar 2021 14:32 Flökkusögurnar og umræður um siðfræðilegar hliðar Pfizer-rannsóknarinnar komu Þórólfi á óvart Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að aldrei hafi neitt verið fast í hendi varðandi mögulega fjórðu fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. Enginn samningur var á borðinu, engin samningsdrög eða skuldbinding af hálfu Pfizer. 11. febrúar 2021 12:34 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Bent Høie heilbrigðisráðherra Noregs sagði frá því á blaðamannafundi í dag að Evrópusambandið og Pfizer hefðu samið um kaup á 200 milljónum skömmtum af bóluefninu til viðbótar við skammtana sem þegar hefur verið samið um. Þá hefði verið samið um möguleika á kaupum á 100 milljón skömmtum ofan á það. Bent Høie, heilbrigðisráðherra Noregs.EPA/Håkon Mosvold Larsen Noregur fái 2,24 milljónir skammta af þessum aukaskömmtum auk kaupréttar á 1,2 milljónum skammta. Høie gerði jafnframt ráð fyrir að af þessum viðbótarskömmtum kæmu 840 þúsund til Noregs strax í apríl, maí og júní. Auk þess hefði AstraZeneca tilkynnt að fyrirtækið gæti aukið framleiðslugetu sína um 50 prósent á sama tímabili. Þannig mætti samtals búast við 2,4 milljónum aukaskömmtum af bóluefni til Noregs miðað við það sem áður var gert ráð fyrir. Richard Bengström yfirmaður bólusetningarmála í Svíþjóð sagði í samtali við SVT í dag að Svíþjóð fái mun fleiri skammta frá AstraZeneca en áður var búist við; um 20 prósent fleiri skammta í mars og á öðrum ársfjórðungi verði skammtarnir 50 prósent fleiri en búist var við. Hann kvaðst vongóður um að búið yrði að bólusetja alla fullorðna Svía í sumar. Vita ekki hvað aukaskammtarnir verða margir Samkvæmt upplýsingum fá heilbrigðisráðuneytinu koma fleiri skammtar af bóluefni til Íslands vegna þessa samnings ESB en áður var gert ráð fyrir. Ekki hafi þó fengist staðfest hversu mikil aukningin verður. Ríkisútvarpið bendir á að Íslendingar fái 6,8 prósent af þeim fjölda skammta sem Norðmenn fá. Samkvæmt því ættu Íslendingar þannig að fá auka 57 þúsund skammta í apríl, maí og júní, sem duga fyrir rúmlega 28 þúsund manns. Alls yrðu aukaskammtarnir 340 þúsund talsins. Fram kemur í yfirliti yfir afhendingaráætlun bóluefna frá heilbrigðisráðuneytinu í gær að samningar Íslands við Pfizer, Moderna og AstraZeneca tryggi bóluefni fyrir 304 þúsund manns. Ekki lágu fyrir staðfestar afhendingaráætlanir til lengri tíma en út mars frá framleiðendunum þremur. Að því sögðu væri þó raunhæft að reikna með að afhending bóluefna aukist til muna strax á öðrum ársfjórðungi, þ.e. á tímabilinu apríl til júní.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Fjórir greindust innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan þann 26. janúar. 12. febrúar 2021 10:58 Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær. 11. febrúar 2021 15:55 Mæta í næstu sprautu eftir þrjá mánuði Tólf hundruð manns voru bólusettir með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetning gekk afar vel, að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. 11. febrúar 2021 14:32 Flökkusögurnar og umræður um siðfræðilegar hliðar Pfizer-rannsóknarinnar komu Þórólfi á óvart Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að aldrei hafi neitt verið fast í hendi varðandi mögulega fjórðu fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. Enginn samningur var á borðinu, engin samningsdrög eða skuldbinding af hálfu Pfizer. 11. febrúar 2021 12:34 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Fjórir greindust innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan þann 26. janúar. 12. febrúar 2021 10:58
Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær. 11. febrúar 2021 15:55
Mæta í næstu sprautu eftir þrjá mánuði Tólf hundruð manns voru bólusettir með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetning gekk afar vel, að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. 11. febrúar 2021 14:32
Flökkusögurnar og umræður um siðfræðilegar hliðar Pfizer-rannsóknarinnar komu Þórólfi á óvart Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að aldrei hafi neitt verið fast í hendi varðandi mögulega fjórðu fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. Enginn samningur var á borðinu, engin samningsdrög eða skuldbinding af hálfu Pfizer. 11. febrúar 2021 12:34