Eftir jafna byrjun virtust gestirnir ætla að sigla auðveldlega fram úr Garðabæjarliðinu en staðan í hálfleik var 12-18 fyrir Akureyrarliðinu.
Stjörnukonur neituðu hins vegar að gefast upp og náðu að búa til æsispennandi lokamínútur en fór að lokum svo að KA/Þór vann eins marks sigur, 26-27.
Hanna G. Stefánsdóttir fékk tækifæri til að jafna metin með skoti úr hægra horninu á síðustu sekúndu leiksins en skot hennar hafnaði í stönginni og sætur sigur Norðankvenna staðreynd.
Landsliðskonurnar í liði KA/Þór voru markahæstar í sínu liði þar sem Ásdís Guðmundsdóttir og Rut Jónsdóttir gerðu sex mörk hvor. Helena Rut Örvarsdóttir var öflugust heimakvenna með níu mörk.