Trump sýknaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2021 21:10 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. Getty/Ethan Miller Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. Þetta er annað skiptið sem Trump hefur verið sýknaður af slíkum ásökunum en í þetta skiptið var hann ákærður fyrir að hafa hvatt til og valdið árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Aðeins eru liðnir fimm dagar frá því að réttarhöld hófust yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings og er þetta stystu réttarhöld yfir forseta vegna meintra embættisbrota í sögu Bandaríkjanna. 57 greiddu atkvæði með því að sakfella forsetann fyrrverandi og 43 gegn því. Þeir sjö Repúblikanar sem gengu til liðs við Demókrata í málinu eru Sasse, Romney, Burr, Collins, Murkowski, Toomey og Cassidy. Bandaríkjaforseti hefur fjórum sinnum í sögu landsins verið ákærður fyrir embættisbrot, og Trump tvisvar af þessum fjórum skiptum. Það kemur kannski ekki á óvart að Trump hafi verið sýknaður af ákærunni, en til þess að hann yrði sakfelldur þurftu 67 öldungadeildaþingmenn að greiða atkvæði með sekt hans. Það eru allir fimmtíu þingmenn Demókrata og 17 þingmenn Repúblikana til viðbótar. Vegna sýknunnar getur Trump boðið sig aftur fram til forseta ef hann kýs það. Trump hefur enn mjög stóran stuðningsmannahóp á bak við sig, bæði meðal almennings og meðal stjórnmálamanna eins og niðurstaða málsins sýnir. Þingmenn Repúblikana hafa margir gagnrýnt forsetann undanfarið, sérstaklega eftir forsetakosningarnar í nóvember og vegna viðbragða hans við þeim. Þrátt fyrir það greiddu aðeins sjö öldungadeildarþingmenn Repúblikana með því að sakfella forsetann fyrir embættisbrot. Lang flestir þingmenn Repúblikana voru mótfallnir ákærunni og þeir sem voru hlynntir henni hafa verið harðlega gagnrýndir. Breska ríkisútvarpið segir hins vegar í frétt sinni að Trump komi ekki óflekkaður út úr réttarhöldunum. Myndbönd af stuðningsmönnum hans, með MAGA (Make America Great Again) hatta á höfði, ráðast inn í þinghúsið og fremja skemmdarverk hafi litið dagsins ljós í málinu. Það verði ávallt tengt Trump og þó svo að stuðningsmenn hans líti ekki á það sem neikvæðan hlut muni kjósendur, sem ekki eru flokksbundnir, verða ólíklegri til þess að líta fram hjá því. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51 Leiðtogi Repúblikana sagður ætla að greiða atkvæði gegn sakfellingu Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar að greiða atkvæði gegn sakfellingu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum deildarinnar yfir Trump sem standa nú yfir. 13. febrúar 2021 15:46 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Þetta er annað skiptið sem Trump hefur verið sýknaður af slíkum ásökunum en í þetta skiptið var hann ákærður fyrir að hafa hvatt til og valdið árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Aðeins eru liðnir fimm dagar frá því að réttarhöld hófust yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings og er þetta stystu réttarhöld yfir forseta vegna meintra embættisbrota í sögu Bandaríkjanna. 57 greiddu atkvæði með því að sakfella forsetann fyrrverandi og 43 gegn því. Þeir sjö Repúblikanar sem gengu til liðs við Demókrata í málinu eru Sasse, Romney, Burr, Collins, Murkowski, Toomey og Cassidy. Bandaríkjaforseti hefur fjórum sinnum í sögu landsins verið ákærður fyrir embættisbrot, og Trump tvisvar af þessum fjórum skiptum. Það kemur kannski ekki á óvart að Trump hafi verið sýknaður af ákærunni, en til þess að hann yrði sakfelldur þurftu 67 öldungadeildaþingmenn að greiða atkvæði með sekt hans. Það eru allir fimmtíu þingmenn Demókrata og 17 þingmenn Repúblikana til viðbótar. Vegna sýknunnar getur Trump boðið sig aftur fram til forseta ef hann kýs það. Trump hefur enn mjög stóran stuðningsmannahóp á bak við sig, bæði meðal almennings og meðal stjórnmálamanna eins og niðurstaða málsins sýnir. Þingmenn Repúblikana hafa margir gagnrýnt forsetann undanfarið, sérstaklega eftir forsetakosningarnar í nóvember og vegna viðbragða hans við þeim. Þrátt fyrir það greiddu aðeins sjö öldungadeildarþingmenn Repúblikana með því að sakfella forsetann fyrir embættisbrot. Lang flestir þingmenn Repúblikana voru mótfallnir ákærunni og þeir sem voru hlynntir henni hafa verið harðlega gagnrýndir. Breska ríkisútvarpið segir hins vegar í frétt sinni að Trump komi ekki óflekkaður út úr réttarhöldunum. Myndbönd af stuðningsmönnum hans, með MAGA (Make America Great Again) hatta á höfði, ráðast inn í þinghúsið og fremja skemmdarverk hafi litið dagsins ljós í málinu. Það verði ávallt tengt Trump og þó svo að stuðningsmenn hans líti ekki á það sem neikvæðan hlut muni kjósendur, sem ekki eru flokksbundnir, verða ólíklegri til þess að líta fram hjá því. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51 Leiðtogi Repúblikana sagður ætla að greiða atkvæði gegn sakfellingu Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar að greiða atkvæði gegn sakfellingu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum deildarinnar yfir Trump sem standa nú yfir. 13. febrúar 2021 15:46 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33
Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51
Leiðtogi Repúblikana sagður ætla að greiða atkvæði gegn sakfellingu Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar að greiða atkvæði gegn sakfellingu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum deildarinnar yfir Trump sem standa nú yfir. 13. febrúar 2021 15:46