Vinir Freyju í Danmörku safna fyrir börnin hennar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. febrúar 2021 19:17 Vinir Freyju Egilsdóttur í Danmörku hafa set í gang söfnun fyrir börn hennar. Vísir/Elín Margrét Danskir vinir Freyju Egilsdóttur, sem var myrt í Malling á Jótlandi í lok janúar, hafa hafið söfnun til stuðnings börnum hennar. Í dag höfðu þegar safnast um 76 þúsund danskar krónur eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrir helgi er einnig hafin söfnun hér á Íslandi fyrir börn og fjölskyldu Freyju. „Freyja Egilsdóttir var svipt lífi á grimmilegan hátt föstudaginn 29. janúar 2021. Freyja var alltaf svo ljúf og stuðningsrík. Hún var Móðir með stóru M-i, og fyrir henni var það sjálfsagðasti hlutur í heimi að taka öðrum syni mannsins síns sem sínum eigin,“ segir í lýsingu vegna söfnunarinnar en þeir sem að henni standa hafa stofnað Facebook-hóp um söfnunina. Fyrrverandi eiginmaður Freyju og barnsfaðir sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið henni að bana. Maðurinn hafði áður hlotið tíu ára fangelsisdóm fyrir að hafa ráðið fyrrverandi kærustu sinni bana í nóvember 1995, en þau áttu saman son sem þá var tveggja ára gamall. „Það er algjörlega hræðilegt að líf Freyju hafi verið tekið með þessum hætti og eftir standa þrjú börn sem nú þurfa að lifa með því að hafa misst móður sína. Tvö lítil börn sem hafa misst líffræðilega móður sína og fullorðinn sonur sem í annað sinn á ævinni hefur misst móður sína vegna sama morðingjans. Við fáum aldrei yndislegu Freyju aftur en við munum alltaf minnast hennar með bros á vör. Það allra mikilvægasta fyrir Freyju voru börnin hennar og við viljum gjarnan hjálpa þeim eins mikið og við getum,“ segir ennfremur í lýsingunni um söfnunina. Steffen Petersen, vinur og skólabróðir Freyju, er einn þeirra sem að söfnuninni standa. Í samtali við fréttastofu í síðustu viku lýsti hann Freyju sem einstaklega lífsglaðri, hjálpsamri og góðri konu. „Maður hefði aldrei búist við þessu yfir höfuð. Hvað þá að þetta kæmi fyrir svona ljúfa og góða konu. Freyja hafði einstaka lífsgleði, var ótrúlega ljúf og var alltaf til í að hjálpa öðum ef hún gat. Það gerir hún alltaf fyrir alla sem hún þekkti. Eða gerði, réttara sagt,“ sagði Steffen. Morð í Malling Danmörk Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Sjá meira
„Freyja Egilsdóttir var svipt lífi á grimmilegan hátt föstudaginn 29. janúar 2021. Freyja var alltaf svo ljúf og stuðningsrík. Hún var Móðir með stóru M-i, og fyrir henni var það sjálfsagðasti hlutur í heimi að taka öðrum syni mannsins síns sem sínum eigin,“ segir í lýsingu vegna söfnunarinnar en þeir sem að henni standa hafa stofnað Facebook-hóp um söfnunina. Fyrrverandi eiginmaður Freyju og barnsfaðir sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið henni að bana. Maðurinn hafði áður hlotið tíu ára fangelsisdóm fyrir að hafa ráðið fyrrverandi kærustu sinni bana í nóvember 1995, en þau áttu saman son sem þá var tveggja ára gamall. „Það er algjörlega hræðilegt að líf Freyju hafi verið tekið með þessum hætti og eftir standa þrjú börn sem nú þurfa að lifa með því að hafa misst móður sína. Tvö lítil börn sem hafa misst líffræðilega móður sína og fullorðinn sonur sem í annað sinn á ævinni hefur misst móður sína vegna sama morðingjans. Við fáum aldrei yndislegu Freyju aftur en við munum alltaf minnast hennar með bros á vör. Það allra mikilvægasta fyrir Freyju voru börnin hennar og við viljum gjarnan hjálpa þeim eins mikið og við getum,“ segir ennfremur í lýsingunni um söfnunina. Steffen Petersen, vinur og skólabróðir Freyju, er einn þeirra sem að söfnuninni standa. Í samtali við fréttastofu í síðustu viku lýsti hann Freyju sem einstaklega lífsglaðri, hjálpsamri og góðri konu. „Maður hefði aldrei búist við þessu yfir höfuð. Hvað þá að þetta kæmi fyrir svona ljúfa og góða konu. Freyja hafði einstaka lífsgleði, var ótrúlega ljúf og var alltaf til í að hjálpa öðum ef hún gat. Það gerir hún alltaf fyrir alla sem hún þekkti. Eða gerði, réttara sagt,“ sagði Steffen.
Morð í Malling Danmörk Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Sjá meira