Vinir Freyju í Danmörku safna fyrir börnin hennar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. febrúar 2021 19:17 Vinir Freyju Egilsdóttur í Danmörku hafa set í gang söfnun fyrir börn hennar. Vísir/Elín Margrét Danskir vinir Freyju Egilsdóttur, sem var myrt í Malling á Jótlandi í lok janúar, hafa hafið söfnun til stuðnings börnum hennar. Í dag höfðu þegar safnast um 76 þúsund danskar krónur eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrir helgi er einnig hafin söfnun hér á Íslandi fyrir börn og fjölskyldu Freyju. „Freyja Egilsdóttir var svipt lífi á grimmilegan hátt föstudaginn 29. janúar 2021. Freyja var alltaf svo ljúf og stuðningsrík. Hún var Móðir með stóru M-i, og fyrir henni var það sjálfsagðasti hlutur í heimi að taka öðrum syni mannsins síns sem sínum eigin,“ segir í lýsingu vegna söfnunarinnar en þeir sem að henni standa hafa stofnað Facebook-hóp um söfnunina. Fyrrverandi eiginmaður Freyju og barnsfaðir sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið henni að bana. Maðurinn hafði áður hlotið tíu ára fangelsisdóm fyrir að hafa ráðið fyrrverandi kærustu sinni bana í nóvember 1995, en þau áttu saman son sem þá var tveggja ára gamall. „Það er algjörlega hræðilegt að líf Freyju hafi verið tekið með þessum hætti og eftir standa þrjú börn sem nú þurfa að lifa með því að hafa misst móður sína. Tvö lítil börn sem hafa misst líffræðilega móður sína og fullorðinn sonur sem í annað sinn á ævinni hefur misst móður sína vegna sama morðingjans. Við fáum aldrei yndislegu Freyju aftur en við munum alltaf minnast hennar með bros á vör. Það allra mikilvægasta fyrir Freyju voru börnin hennar og við viljum gjarnan hjálpa þeim eins mikið og við getum,“ segir ennfremur í lýsingunni um söfnunina. Steffen Petersen, vinur og skólabróðir Freyju, er einn þeirra sem að söfnuninni standa. Í samtali við fréttastofu í síðustu viku lýsti hann Freyju sem einstaklega lífsglaðri, hjálpsamri og góðri konu. „Maður hefði aldrei búist við þessu yfir höfuð. Hvað þá að þetta kæmi fyrir svona ljúfa og góða konu. Freyja hafði einstaka lífsgleði, var ótrúlega ljúf og var alltaf til í að hjálpa öðum ef hún gat. Það gerir hún alltaf fyrir alla sem hún þekkti. Eða gerði, réttara sagt,“ sagði Steffen. Morð í Malling Danmörk Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
„Freyja Egilsdóttir var svipt lífi á grimmilegan hátt föstudaginn 29. janúar 2021. Freyja var alltaf svo ljúf og stuðningsrík. Hún var Móðir með stóru M-i, og fyrir henni var það sjálfsagðasti hlutur í heimi að taka öðrum syni mannsins síns sem sínum eigin,“ segir í lýsingu vegna söfnunarinnar en þeir sem að henni standa hafa stofnað Facebook-hóp um söfnunina. Fyrrverandi eiginmaður Freyju og barnsfaðir sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið henni að bana. Maðurinn hafði áður hlotið tíu ára fangelsisdóm fyrir að hafa ráðið fyrrverandi kærustu sinni bana í nóvember 1995, en þau áttu saman son sem þá var tveggja ára gamall. „Það er algjörlega hræðilegt að líf Freyju hafi verið tekið með þessum hætti og eftir standa þrjú börn sem nú þurfa að lifa með því að hafa misst móður sína. Tvö lítil börn sem hafa misst líffræðilega móður sína og fullorðinn sonur sem í annað sinn á ævinni hefur misst móður sína vegna sama morðingjans. Við fáum aldrei yndislegu Freyju aftur en við munum alltaf minnast hennar með bros á vör. Það allra mikilvægasta fyrir Freyju voru börnin hennar og við viljum gjarnan hjálpa þeim eins mikið og við getum,“ segir ennfremur í lýsingunni um söfnunina. Steffen Petersen, vinur og skólabróðir Freyju, er einn þeirra sem að söfnuninni standa. Í samtali við fréttastofu í síðustu viku lýsti hann Freyju sem einstaklega lífsglaðri, hjálpsamri og góðri konu. „Maður hefði aldrei búist við þessu yfir höfuð. Hvað þá að þetta kæmi fyrir svona ljúfa og góða konu. Freyja hafði einstaka lífsgleði, var ótrúlega ljúf og var alltaf til í að hjálpa öðum ef hún gat. Það gerir hún alltaf fyrir alla sem hún þekkti. Eða gerði, réttara sagt,“ sagði Steffen.
Morð í Malling Danmörk Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira