Parið birti svarthvíta mynd af sér hvar þau sjást sitja undir tré og virðast njóta samveru hvers annars. Meghan liggur í kjöltu síns heittelskaða á myndinni og tyllir hönd sinni á óléttu-bumbuna á meðan Harry strýkur henni um höfuðið.
„Við getum staðfest að Archie er að verða stóri bróðir. Hertogahjónin af Sussex eru yfir sig hamingjusöm með að eiga von á sínu öðru barni,“ segir í yfirlýsingu talsmanns þeirra að því er fram kemur í frétt Sky News. Í júlí í fyrra missti Meghan fóstur en hún greindi frá sorginni sem því fylgdi í viðtali við New York Times.
Parið sagði skilið við allar konunglegar skyldur í mars í fyrra og kaus að lifa fjárhagslega sjálfstæðu lífi, án þess að þiggja konunglegar greiðslur. Þau búa nú í Montecito í Kaliforníu í Bandaríkjunum.
Baby news! We can confirm that Archie is going to be a big brother, says a spokesperson for Harry and Meghan. The Duke and Duchess of Sussex are overjoyed to be expecting their second child. pic.twitter.com/GrqSiBxaXa
— Omid Scobie (@scobie) February 14, 2021