Hvað ert þú að gera ? Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 15. febrúar 2021 16:02 „Nú drekk ég morgunkaffibollann í vinnunni“ sagði kona mér ánægð eftir að hennar atvinnuleit endaði með atvinnutækifæri. Því miður erum við öll ekki það lánsöm, það er átakanleg staðreynd að hér á landi eru nú ríflega tuttugu þúsund vinnufúsir einstaklingar sem ekki fá tækifæri til að láta til sín taka á vinnumarkaði. Af þeim búa ríflega áttaþúsund í Reykjavík en atvinnuleysi í borginni hefur ríflega tvöfaldast á einu ári. Á sama tíma hefur þeim fjölgað verulega sem eru atvinnulaus og án bótaréttar og þurfa því að reiða sig á fjárhagsaðstoð borgarinnar til framfærslu. Í báðum þessum hópum er stór hluti fólk með erlent ríkisfang og stór hluti ungt fólk. Það er erfitt að vera utan vinnumarkaðar og það getur verið skaðlegt heilsu og líðan fólks, álag á fjölskyldur og samfélagið allt ef ástandið varir í lengri tíma. Borgarstjórn hefur því samþykkt samhljóða að koma á fót atvinnu- og virknimiðlun sem mun halda utan um þær aðgerðir sem ráðist verður í til að mæta stöðu á vinnumarkaði næstu tvö árin. Í fyrsta áfanga verða sköpuð tvöhundruð störf, annarsvegar hundrað og fimmtíu störf og stuðningur fyrir einstaklinga sem eru án atvinnu og með bótarétt, og hins vegar 50 störf fyrir vinnufæra einstaklinga sem eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum og fá fjárhagsaðstoð til framfærslu. Með skilvirkri atvinnu- og virknimiðlun er hægt að minnka flækjustig, einfalda utanumhald og gefa fólki fleiri tækifæri sem getur skipt sköpum í þessum erfiðu aðstæðum. Unnið verður með þriðja geiranum, ríkisstofnunum og fyrirtækjum í borginni. Við erum á sama tíma að auka möguleika fólks til virkni eða bata, því hjá sumum okkar er atvinna ekki næsta skref. Í síðustu viku ákváðum við að rýmka viðmið um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir tekjulágt fólk á vinnumarkaði og á næstu vikum munum við leggja fyrir nýjar reglur um fjárhagsaðstoð þar sem stóra fréttin verður trygging á þjónustu fyrir börn þeirra sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu. Ein algengasta spurningin þegar fólk hittist er „hvað ert þú að gera?“ það skiptir máli að skapa öllum tækifæri til að svara þeirri spurningu með gleði. Það skiptir líka máli að Reykvíkingar finni það að við erum öll í sama liði, þó þessir erfiðu tímar snerti okkur vissulega með mismunandi hætti. Það er hlutverk stjórnvalda að jafna stöðu fólks og vinna gegn þeim ójöfnuði sem þessi ójafnaðarkreppa skapar. Það verkefni tekjur Samfylkingin alvarlega. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Samfylkingin Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Nú drekk ég morgunkaffibollann í vinnunni“ sagði kona mér ánægð eftir að hennar atvinnuleit endaði með atvinnutækifæri. Því miður erum við öll ekki það lánsöm, það er átakanleg staðreynd að hér á landi eru nú ríflega tuttugu þúsund vinnufúsir einstaklingar sem ekki fá tækifæri til að láta til sín taka á vinnumarkaði. Af þeim búa ríflega áttaþúsund í Reykjavík en atvinnuleysi í borginni hefur ríflega tvöfaldast á einu ári. Á sama tíma hefur þeim fjölgað verulega sem eru atvinnulaus og án bótaréttar og þurfa því að reiða sig á fjárhagsaðstoð borgarinnar til framfærslu. Í báðum þessum hópum er stór hluti fólk með erlent ríkisfang og stór hluti ungt fólk. Það er erfitt að vera utan vinnumarkaðar og það getur verið skaðlegt heilsu og líðan fólks, álag á fjölskyldur og samfélagið allt ef ástandið varir í lengri tíma. Borgarstjórn hefur því samþykkt samhljóða að koma á fót atvinnu- og virknimiðlun sem mun halda utan um þær aðgerðir sem ráðist verður í til að mæta stöðu á vinnumarkaði næstu tvö árin. Í fyrsta áfanga verða sköpuð tvöhundruð störf, annarsvegar hundrað og fimmtíu störf og stuðningur fyrir einstaklinga sem eru án atvinnu og með bótarétt, og hins vegar 50 störf fyrir vinnufæra einstaklinga sem eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum og fá fjárhagsaðstoð til framfærslu. Með skilvirkri atvinnu- og virknimiðlun er hægt að minnka flækjustig, einfalda utanumhald og gefa fólki fleiri tækifæri sem getur skipt sköpum í þessum erfiðu aðstæðum. Unnið verður með þriðja geiranum, ríkisstofnunum og fyrirtækjum í borginni. Við erum á sama tíma að auka möguleika fólks til virkni eða bata, því hjá sumum okkar er atvinna ekki næsta skref. Í síðustu viku ákváðum við að rýmka viðmið um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir tekjulágt fólk á vinnumarkaði og á næstu vikum munum við leggja fyrir nýjar reglur um fjárhagsaðstoð þar sem stóra fréttin verður trygging á þjónustu fyrir börn þeirra sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu. Ein algengasta spurningin þegar fólk hittist er „hvað ert þú að gera?“ það skiptir máli að skapa öllum tækifæri til að svara þeirri spurningu með gleði. Það skiptir líka máli að Reykvíkingar finni það að við erum öll í sama liði, þó þessir erfiðu tímar snerti okkur vissulega með mismunandi hætti. Það er hlutverk stjórnvalda að jafna stöðu fólks og vinna gegn þeim ójöfnuði sem þessi ójafnaðarkreppa skapar. Það verkefni tekjur Samfylkingin alvarlega. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar