Veist þú fyrir hvað Svansmerkið stendur? Hildur Harðardóttir og Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir skrifa 15. febrúar 2021 20:00 Rúm þrjátíu ár eru nú síðan Ísland tók þátt í að stofna eitt þekktasta umhverfismerki Evrópu – norræna umhverfismerkið Svaninn. Segja má að Svanurinn hafi ef til vill ekki verið áberandi í umræðunni hér á landi. Síðustu ár hafa fyrirtæki og stofnanir þó lagt sitt lóð á vogarskálarnar og ljáð merkinu rödd sína í ört stækkandi hópi þeirra sem hlotið hafa Svansvottun. Í dag þekkja um 88% Íslendinga Svaninn. Samstarf Norðurlandanna um Svaninn hefur verið farsælt og er fyrirmynd umhverfismerkja um allan heim. En af hverju ættu fyrirtæki að velja Svansvottun? Svansvottuð vara og þjónusta tryggir að hugað er að umhverfinu og heilsu okkar. Umhverfisvitund hefur síðustu ár orðið sífellt mikilvægari þáttur í lífi okkar og teljum við nauðsynlegt að neytendur séu meðvitaðir um lífsferil vöru og þjónustu sem sótt er í. Hinsvegar getur vegferð fyrirtækja í umhverfismálum verið flókin og jafnvel óskýr. Svansvottun er því skýr og metnaðarfull leið fyrir fyrirtæki að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið með kerfisbundnum hætti. Svanurinn gerir ríkar umhverfiskröfur til þeirra sem sækjast eftir Svansvottun og þeim kröfum þarf að viðhalda til að missa ekki vottunina. Á Íslandi er Umhverfisstofnun umsjónaraðili Svansins og leiðbeinir umsækjendum í vottunarferlinu. Ávinningur fyrirtækja af því að fara í þetta ferli snýr ekki aðeins að því að lágmarka umhverfisáhrif, heldur fylgir innleiðingunni yfirleitt betri yfirsýn yfir innkaup, úrgang og aðra umhverfisþætti. Sömuleiðis fylgir þessari yfirsýn oft sparnaður í rekstri. Vottunin sendir líka ákveðin skilaboð sem gera fyrirtækið aðlaðandi fyrir starfsmenn sem hafa metnað fyrir umhverfismálum. Kröfur Svansins eru ólíkar, eftir því hvað verið er að votta. Kröfurnar fyrir matvöruverslanir snúast meðal annars um framboð á umhverfisvottuðum og lífrænum vörum, bættri orkunýtni, úrgangsflokkun og matarsóun. Svanurinn setur í viðmiðum sínum fram lágmarks árangur sem þarf að nást í mismunandi flokkum til að fyrirtækið geti hlotið vottun. Krónunni varð fljótt ljóst að kröfur Svansins voru í takt við áherslur sem unnið hafði verið eftir í rekstri fyrirtækisins. Þegar hafði verið lögð mikil áhersla á að minnka matarsóun í aðfangakeðjunni, en vottunin gerir bæði kröfur um að eftirfylgni árangurs sé með mælanlegum hætti og að gögnum sé reglulega miðlað til starfsfólks til stöðugra úrbóta. Svansvottaðar matvöruverslanir þurfa líka að hvetja viðskiptavininn til að nýta sér matvöru „á síðasta séns“ og um leið forðast magntilboð sem auka líkur á matarsóun á heimilum viðskiptavina. Í lok árs 2020 voru allar verslanir Krónunnar Svansvottaðar og er Krónan fyrsta matvöruverslunarkeðjan á Íslandi sem hlýtur Svansvottun. Vottunarferlið var krefjandi og lagði starfsfólk Krónunnar sig mikið fram við að ná þessu markmiði. Stærsta verkefnið var að bæta allt skráningarferli á vörum en ávinningur fyrir Krónuna og viðskiptavini snýr ekki einungis að umhverfismálum heldur jókst gagnsæi með aðgengilegri upplýsingum um vörurnar. Það er krafa um að vottaðar matvöruverslanir bjóði ákveðið vöruúrval af lífrænni og umhverfisvottaðri vöru og mun Krónan nýta sér þessa gagnaskráningu til að miðla til viðskiptavinarins á verðhillumiðum hvort varan sé t.d. lífrænt vottuð og/eða umhverfisvottuð. Hér á landi hafa 43 fyrirtæki hlotið Svansvottun. Það eru þó ekki bara fyrirtæki og vörur sem eru Svansvottaðar, í Urriðarholti í Garðabæ má til dæmis finna einbýlishús og fjölbýlishús sem hlotið hafa Svansvottun. Krónan og Umhverfisstofnun hvetja fyrirtæki og stofnanir, og í raun bara alla, til að skoða sitt nærumhverfi, leggja umhverfinu lið og kanna hvort Svansvottun sé mögulegt markmið fyrir árið 2021. Höfundar eru Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Svansins á Íslandi, og Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verslun Umhverfismál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Rúm þrjátíu ár eru nú síðan Ísland tók þátt í að stofna eitt þekktasta umhverfismerki Evrópu – norræna umhverfismerkið Svaninn. Segja má að Svanurinn hafi ef til vill ekki verið áberandi í umræðunni hér á landi. Síðustu ár hafa fyrirtæki og stofnanir þó lagt sitt lóð á vogarskálarnar og ljáð merkinu rödd sína í ört stækkandi hópi þeirra sem hlotið hafa Svansvottun. Í dag þekkja um 88% Íslendinga Svaninn. Samstarf Norðurlandanna um Svaninn hefur verið farsælt og er fyrirmynd umhverfismerkja um allan heim. En af hverju ættu fyrirtæki að velja Svansvottun? Svansvottuð vara og þjónusta tryggir að hugað er að umhverfinu og heilsu okkar. Umhverfisvitund hefur síðustu ár orðið sífellt mikilvægari þáttur í lífi okkar og teljum við nauðsynlegt að neytendur séu meðvitaðir um lífsferil vöru og þjónustu sem sótt er í. Hinsvegar getur vegferð fyrirtækja í umhverfismálum verið flókin og jafnvel óskýr. Svansvottun er því skýr og metnaðarfull leið fyrir fyrirtæki að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið með kerfisbundnum hætti. Svanurinn gerir ríkar umhverfiskröfur til þeirra sem sækjast eftir Svansvottun og þeim kröfum þarf að viðhalda til að missa ekki vottunina. Á Íslandi er Umhverfisstofnun umsjónaraðili Svansins og leiðbeinir umsækjendum í vottunarferlinu. Ávinningur fyrirtækja af því að fara í þetta ferli snýr ekki aðeins að því að lágmarka umhverfisáhrif, heldur fylgir innleiðingunni yfirleitt betri yfirsýn yfir innkaup, úrgang og aðra umhverfisþætti. Sömuleiðis fylgir þessari yfirsýn oft sparnaður í rekstri. Vottunin sendir líka ákveðin skilaboð sem gera fyrirtækið aðlaðandi fyrir starfsmenn sem hafa metnað fyrir umhverfismálum. Kröfur Svansins eru ólíkar, eftir því hvað verið er að votta. Kröfurnar fyrir matvöruverslanir snúast meðal annars um framboð á umhverfisvottuðum og lífrænum vörum, bættri orkunýtni, úrgangsflokkun og matarsóun. Svanurinn setur í viðmiðum sínum fram lágmarks árangur sem þarf að nást í mismunandi flokkum til að fyrirtækið geti hlotið vottun. Krónunni varð fljótt ljóst að kröfur Svansins voru í takt við áherslur sem unnið hafði verið eftir í rekstri fyrirtækisins. Þegar hafði verið lögð mikil áhersla á að minnka matarsóun í aðfangakeðjunni, en vottunin gerir bæði kröfur um að eftirfylgni árangurs sé með mælanlegum hætti og að gögnum sé reglulega miðlað til starfsfólks til stöðugra úrbóta. Svansvottaðar matvöruverslanir þurfa líka að hvetja viðskiptavininn til að nýta sér matvöru „á síðasta séns“ og um leið forðast magntilboð sem auka líkur á matarsóun á heimilum viðskiptavina. Í lok árs 2020 voru allar verslanir Krónunnar Svansvottaðar og er Krónan fyrsta matvöruverslunarkeðjan á Íslandi sem hlýtur Svansvottun. Vottunarferlið var krefjandi og lagði starfsfólk Krónunnar sig mikið fram við að ná þessu markmiði. Stærsta verkefnið var að bæta allt skráningarferli á vörum en ávinningur fyrir Krónuna og viðskiptavini snýr ekki einungis að umhverfismálum heldur jókst gagnsæi með aðgengilegri upplýsingum um vörurnar. Það er krafa um að vottaðar matvöruverslanir bjóði ákveðið vöruúrval af lífrænni og umhverfisvottaðri vöru og mun Krónan nýta sér þessa gagnaskráningu til að miðla til viðskiptavinarins á verðhillumiðum hvort varan sé t.d. lífrænt vottuð og/eða umhverfisvottuð. Hér á landi hafa 43 fyrirtæki hlotið Svansvottun. Það eru þó ekki bara fyrirtæki og vörur sem eru Svansvottaðar, í Urriðarholti í Garðabæ má til dæmis finna einbýlishús og fjölbýlishús sem hlotið hafa Svansvottun. Krónan og Umhverfisstofnun hvetja fyrirtæki og stofnanir, og í raun bara alla, til að skoða sitt nærumhverfi, leggja umhverfinu lið og kanna hvort Svansvottun sé mögulegt markmið fyrir árið 2021. Höfundar eru Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Svansins á Íslandi, og Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun