Telur aðgerðir á landamærum hér með þeim vægari í Evrópu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 12:34 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir staðreyndirnar sýna að aðgerðir á landamærum hér séu ekki með þeim hörðustu í Evrópu. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vísar því á bug að aðgerðir hér á landamærum verði með því hörðustu sem um getur í Evrópu þegar ný reglugerð tekur gildi á morgun. Helsta breytingin er sú að þeir sem koma hingað til lands þurfa nú að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir fara um borð í flugvélina á brottfararstað. Komufarþegar þurfa svo áfram að fara í tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í fréttum RÚV í gær að með breytingunum sem taka gildi á morgun væri verið að skella í lás umfram það sem þegar var orðið. „Þetta eru þá orðnar langhörðustu sóttvarnaaðgerðir í Evrópu og alveg klárt mál að á meðan þetta stendur er ekki möguleiki að það komi hingað ferðamenn að neinu ráði,“ sagði Jóhannes. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að þessi fullyrðing væri ekki rétt ef litið væri á staðreyndir málsins og það hvernig Ísland væri að standa sig í samanburði við önnur lönd. „Og notum mælikvarða á harðar aðgerðir þann í fyrsta lagi bann við ónauðsynlegum ferðalögum milli landa, kröfu um neikvæð PCR-próf fyrir komu og kröfu um sóttkví fyrir komuna til landsins þá er samanburður við EES og EFTA-löndin þrjátíu þannig: Bann við ónauðsynlegum ferðalögum til landa er viðhaft í níu löndum. Ísland er ekki þar á meðal. Krafa um neikvætt PCR fyrir komu er gert í 21 landi, allt frá 24 klukkustundum eins og í mörgum nálægum löndum upp í 72 klukkustundir, að vottorðið megi ekki vera eldri en þetta,“ sagði Þórólfur og bætti við að neikvæða PCR-prófið sem krafist er hér má ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. „Nú krafan um komuna við sóttkví til landsins, 29 lönd af 30 krefjast sóttkvíar af einhverju tagi, allt frá 72 klukkustundum upp í fjórtán daga eftir komu, jafnvel þrátt fyrir neikvætt PCR-vottorð fyrir komu. Tíu lönd krefjast tíu daga sóttkvíar en átta lönd krefjast fjórtán daga sóttkvíar. Í sumum löndum er hægt að stytta sóttkví í fimm til sjö daga en ekki öllum. Einungis þrjú lönd krefjast ekki sóttkvíar. Á Íslandi er krafist fimm daga sóttkvíar með sýnatöku tvö.“ Kröfurnar varðandi sýnatöku og sóttkví væru þannig töluvert slakari hér en í mörgum öðrum löndum. Þá væri Ísland annað tveggja landa í Evrópu sem undanskilur einstaklinga sem hafa fengið Covid-19 frá kröfu um neikvætt PCR-próf fyrir komu sem og frá skimun á landamærum. „Auk þess veitir bólusetning gegn Covid-19 sömu undanþágu frá aðgerðum á landamærum og ég veit ekki til þess að nokkurt annað land sé með það fyrirkomulag. Þannig að ekki er hægt að segja með sanni að Ísland sé með hörðustu aðgerðir á landamærum í Evrópu nema síður sé. Ef eitthvað er þá held ég að aðgerðir hér séu með þeim vægari í Evrópu,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Helsta breytingin er sú að þeir sem koma hingað til lands þurfa nú að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir fara um borð í flugvélina á brottfararstað. Komufarþegar þurfa svo áfram að fara í tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í fréttum RÚV í gær að með breytingunum sem taka gildi á morgun væri verið að skella í lás umfram það sem þegar var orðið. „Þetta eru þá orðnar langhörðustu sóttvarnaaðgerðir í Evrópu og alveg klárt mál að á meðan þetta stendur er ekki möguleiki að það komi hingað ferðamenn að neinu ráði,“ sagði Jóhannes. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að þessi fullyrðing væri ekki rétt ef litið væri á staðreyndir málsins og það hvernig Ísland væri að standa sig í samanburði við önnur lönd. „Og notum mælikvarða á harðar aðgerðir þann í fyrsta lagi bann við ónauðsynlegum ferðalögum milli landa, kröfu um neikvæð PCR-próf fyrir komu og kröfu um sóttkví fyrir komuna til landsins þá er samanburður við EES og EFTA-löndin þrjátíu þannig: Bann við ónauðsynlegum ferðalögum til landa er viðhaft í níu löndum. Ísland er ekki þar á meðal. Krafa um neikvætt PCR fyrir komu er gert í 21 landi, allt frá 24 klukkustundum eins og í mörgum nálægum löndum upp í 72 klukkustundir, að vottorðið megi ekki vera eldri en þetta,“ sagði Þórólfur og bætti við að neikvæða PCR-prófið sem krafist er hér má ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. „Nú krafan um komuna við sóttkví til landsins, 29 lönd af 30 krefjast sóttkvíar af einhverju tagi, allt frá 72 klukkustundum upp í fjórtán daga eftir komu, jafnvel þrátt fyrir neikvætt PCR-vottorð fyrir komu. Tíu lönd krefjast tíu daga sóttkvíar en átta lönd krefjast fjórtán daga sóttkvíar. Í sumum löndum er hægt að stytta sóttkví í fimm til sjö daga en ekki öllum. Einungis þrjú lönd krefjast ekki sóttkvíar. Á Íslandi er krafist fimm daga sóttkvíar með sýnatöku tvö.“ Kröfurnar varðandi sýnatöku og sóttkví væru þannig töluvert slakari hér en í mörgum öðrum löndum. Þá væri Ísland annað tveggja landa í Evrópu sem undanskilur einstaklinga sem hafa fengið Covid-19 frá kröfu um neikvætt PCR-próf fyrir komu sem og frá skimun á landamærum. „Auk þess veitir bólusetning gegn Covid-19 sömu undanþágu frá aðgerðum á landamærum og ég veit ekki til þess að nokkurt annað land sé með það fyrirkomulag. Þannig að ekki er hægt að segja með sanni að Ísland sé með hörðustu aðgerðir á landamærum í Evrópu nema síður sé. Ef eitthvað er þá held ég að aðgerðir hér séu með þeim vægari í Evrópu,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira