Tugir látnir vegna kuldakastsins og marga skortir neysluvatn Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2021 10:19 Íbúar Houston bíða í röð eftir gastönkum. AP/David J. Phillip Minnst 56 Bandaríkjamenn hafa dáið í vikunni vegna kuldakastsins sem gengið hefur yfir mið- og suðurríki Bandaríkjanna. Þar af bjuggu minnst þrjátíu í Texas, þar sem rafmagnsleysi hefur leikið íbúa grátt. Rafmagn er nú að mestu komið á aftur. Um 325 þúsund heimili og fyrirtæki voru án rafmagns í gærkvöldi en daginn áður var þessi tala þrjár milljónir. Þó segja embættismenn að enn gæti rafmagnsnotkun verið takmörkuðu, reynist álagið á kerfið of mikið. Hundruð þúsunda eru einnig án rafmagns í öðrum ríkjum og þar á meðal hundrað þúsund manns í Oregon, sem hafa búið við rafmagnsleysi alla vikuna vegna gífurlegrar snjókomu þar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Íbúar Texas þurfa að takast á við annað vandamál þar sem veðrið hefur valdið skaða á vatnskerfum ríkisins. Leiðslur hafa sprungið víða og vatn hefur flætt inn í fjölda húsa og um götur. Þá hefur vatnsþrýtingur lækkað víða einnig og þá oftast vegna sprunginna leiðsla. Sú lækkun hefur komið niður á störfum slökkviliðsmanna. Þeir hafa víða staðið í ströngu þar sem margir hafa kveikt elda á heimilum sínum til að halda á sér hita. Ráðlagt að sjóða neysluvatn Um sjö milljónum manna, um fjórðungi íbúa Texas, hefur verið gert að sjóða neysluvatn sitt. Fólki hefur í vikunni einnig verið ráðlagt að slökkva á flæði vatns til húsa sinna til að koma í veg fyrir að leiðslur springi. AP segir forsvarsmenn vatnshreinsunarstöðva víða um Texas hafa tilkynnt veðurtengd vandræði eða í rúmlega þúsund stöðvum í 177 af 254 sýslum ríkisins. Svipaða sögu er að segja frá öðrum ríkjum eins og Mississippi og Tennessee þar sem fjölmörgum íbúum hefur einnig verið ráðlagt að sjóða neysluvatn og skemmdir hafa orðið á leiðslum. Óttast að fleiri hafi dáið Þó vitað sé að tugir hafi látið lífið vegna kuldakastsins og óveðra er óttast að raunveruleg tala látinna sé mun hærri. Í frétt Washingtno Post er haft eftir viðbragðsaðilum í Texas að þeir óttist hvað nánari kannanir munu leiða í ljós. Fógeti einnar sýslu í Texas segir að starfsmenn sínir hafi heimsótt fjölmarga íbúa og kannað ástand þeirra. Þeir hafi fundið þrjá látna aðila og óttast fógetinn að þeir verði fleiri á næstu dögum. Fjölmargir hafa orðið fyrir eitrunum eftir að hafa kveikt elda á heimilum sínum, eða jafnvel kveikt á bílum til að hita bílskúra, og er óttast að fleiri hafi kafnað en vitað sé. Þá er sömuleiðis óttast að kuldinn hafi dregið fólk til dauða. Ljósavélar hafa rokið úr hillum verslana í Texas og víðar.AP/Rogelio V. Solis Bandaríkin Veður Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18. febrúar 2021 20:18 Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01 Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Rafmagn er nú að mestu komið á aftur. Um 325 þúsund heimili og fyrirtæki voru án rafmagns í gærkvöldi en daginn áður var þessi tala þrjár milljónir. Þó segja embættismenn að enn gæti rafmagnsnotkun verið takmörkuðu, reynist álagið á kerfið of mikið. Hundruð þúsunda eru einnig án rafmagns í öðrum ríkjum og þar á meðal hundrað þúsund manns í Oregon, sem hafa búið við rafmagnsleysi alla vikuna vegna gífurlegrar snjókomu þar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Íbúar Texas þurfa að takast á við annað vandamál þar sem veðrið hefur valdið skaða á vatnskerfum ríkisins. Leiðslur hafa sprungið víða og vatn hefur flætt inn í fjölda húsa og um götur. Þá hefur vatnsþrýtingur lækkað víða einnig og þá oftast vegna sprunginna leiðsla. Sú lækkun hefur komið niður á störfum slökkviliðsmanna. Þeir hafa víða staðið í ströngu þar sem margir hafa kveikt elda á heimilum sínum til að halda á sér hita. Ráðlagt að sjóða neysluvatn Um sjö milljónum manna, um fjórðungi íbúa Texas, hefur verið gert að sjóða neysluvatn sitt. Fólki hefur í vikunni einnig verið ráðlagt að slökkva á flæði vatns til húsa sinna til að koma í veg fyrir að leiðslur springi. AP segir forsvarsmenn vatnshreinsunarstöðva víða um Texas hafa tilkynnt veðurtengd vandræði eða í rúmlega þúsund stöðvum í 177 af 254 sýslum ríkisins. Svipaða sögu er að segja frá öðrum ríkjum eins og Mississippi og Tennessee þar sem fjölmörgum íbúum hefur einnig verið ráðlagt að sjóða neysluvatn og skemmdir hafa orðið á leiðslum. Óttast að fleiri hafi dáið Þó vitað sé að tugir hafi látið lífið vegna kuldakastsins og óveðra er óttast að raunveruleg tala látinna sé mun hærri. Í frétt Washingtno Post er haft eftir viðbragðsaðilum í Texas að þeir óttist hvað nánari kannanir munu leiða í ljós. Fógeti einnar sýslu í Texas segir að starfsmenn sínir hafi heimsótt fjölmarga íbúa og kannað ástand þeirra. Þeir hafi fundið þrjá látna aðila og óttast fógetinn að þeir verði fleiri á næstu dögum. Fjölmargir hafa orðið fyrir eitrunum eftir að hafa kveikt elda á heimilum sínum, eða jafnvel kveikt á bílum til að hita bílskúra, og er óttast að fleiri hafi kafnað en vitað sé. Þá er sömuleiðis óttast að kuldinn hafi dregið fólk til dauða. Ljósavélar hafa rokið úr hillum verslana í Texas og víðar.AP/Rogelio V. Solis
Bandaríkin Veður Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18. febrúar 2021 20:18 Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01 Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18. febrúar 2021 20:18
Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01
Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55