Það eru ekki dýrin sem eru skepnur, heldur mennirnir! Ole Anton Bieltvedt skrifar 19. febrúar 2021 14:01 Síðla sumars í fyrra kom upp COVID-smit á Hótel Rangá, þar sem ráðherrar höfðu fundað. Þurfti því að skima þá, en ekki náðist í utanríkisráðherra. Eftirgrennslan leiddi í ljós, að ráðherrann var í fríi á Austurlandi, þar sem hann var við hreindýraveiðar, sér til dægradvalar og skemmtunar - að drepa eitt hreindýr að gamni sínu - því varla voru þarfir til drápsins til staðar hjá ráðherranum. Það kom líka í ljós, að með í förum var aðstoðarmaður félags-málaráðherra. Virðist sá hálfgerður atvinnumaður í hreindýradrápi, enda sýnir hann sig á Facebook með drepið dýr annars vegar og skotvopn vígalegt hins vegar, glaðbeittur og skælbrosandi; að því er virðist einn þeirra, sem telja sig hetju, ef þeir geta drepið saklaust og varnarlaust dýrið, úr langri fjarlægð, með hljóðdeyfðum riffli. Miklar hetjur það. Ef þeir þá hitta dýrið, en særa það ekki aðeins, til þess eins, að það kveljist og þjáist, kannske í vikur eða mánuði – e.t.v. kom skot í höfuð eða trýni og gerði dýrinu ókleyft éta, kannske lenti skot í fæti, þannig, að dýrið varð að bjargast, jafn lengi og slíkt gengur, á þremur fótum - en af þeim hreindýrum, sem felld voru sumarið 2018, höfðu 33 dýr verið skotin og limlest áður, en tórðu, misilla á sig komin, og lentu svo í annari árás og voru endanlega drepin það sumar. Nefna má hér, að aðstoðarmaður félagsmálaráðherra er í Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum, en það félag var einmitt að mæla sterklega með því, að veiðar hreindýra með boga og örvum verði leyfðar. Undirrituðum verður stundum hugsað til þess, að það eru ekki dýrin, sem eru skepnur, heldur mennirnir. Önnur eins hugmynd og annað eins stefnumál; að murka líftóruna úr hreindýrum með boga og örvum. Illskiljanlegur blóðþorsti og grimmd gagnvart saklausum og varnarlausum dýrum! Ónáttúra og skepnuskapur! Hví er um þetta fjallað hér og nú!? Í janúar í fyrra héldu Matvælastofnun, Umhverfisstofnun, umhverfisráðuneytið og Náttúrustofa Austurlands fund, þar sem þau tilmæli lágu fyrir, að mylkar hreindýrakýr yrðu ekki felldar frá kálfum sínum. Þar sem hreinkýr eru mjólkandi í minnst 5 mánuði og hreinkálfar fæðast um mánaðamótin maí/júní, hefði þessi stefnumörkun átta að þýða, að kúaveiðar hefðu ekki mátt hefjast fyrr en 1. nóvember, þegar kálfar eru 5 mánaða. Á þeim tíma hefði fengitími hreindýra, sem er í október, líka komið inn í þetta ferli, en á fengitíma losnar nokkuð um tengsl hreinmóður og kálfs, sem hefði gert kálfum móðurmissirinn nokkru bærilegri, þó að móðir og kálfur séu áfram nátengd og fylgist að fram á næsta vor, ef bæði lifa. Ofangreind tilmæli, frá janúar 2020, voru því okkur, Jarðarvinum, mjög að skapi, en við höfum verið að berjast fyrir því, að griðatími hreinkálfa yrði lengdur, en fram til þessa hafði dráp á kúm verið leyft og stundað frá 1. ágúst. Þetta þýðir auðvitað, að kálfaskinnin standa rétt í fæturna, þegar mæðurnar eru drepnar frá þeim, og, að þeir standa þá eftir mjólkurlausir, leiðsagnarlausir og verndarlausir. Hvernig er tilfinningarlíf og siðferði og hver er sjálfsvirðing veiðimanna? Hugmynd stjórnvalda, frá janúar 2020, um griðatíma kálfa til 1. nóvember hefði því verið mikið framfaraspor fyrir blessaða kálfana. Þeir hefðu haldið mæðrum sínum í minnst 5 mánuði í stað 2ja. En, hvað gerist!? Fylgdi umhverfisráðherra, sem á að vera grænn, nú varaformaður Vinstri grænna, þessari línu um lengdan griðatíma og meiri mannúð!? Nei, aldeilis ekki! Í millitíðinni komu auðvitað veiðimenn, sem munu vera um 10.000 í þessu landi - þar af sækjast um 3-4.000 veiðimenn eftir gleðinni af því að fá að drepa saklaus og varnarlaus hreindýrin -svo og bandamenn þeirra að málinu og höfðu saman greinilega síðasta orðið. Eins og fram kom í byrjun þessa máls, eru margir veiðimenn háttsettir í þjóðfélaginu, svokallaðir hvítflibbar, efna- og áhrifamenn, enda kostar þessi drápsskemmtun mikla fjármuni, sem lægra settir ráða vart við, og er umhverfisráðherra - sem á að vera grænn, en virðist því miður í reynd grár og gugginn - engin fyrirstaða fyrir blóðþyrsta veiðimenn og Skotvís. Gegn þessu ofurefli veiðimanna, utanríkisráðherra og aðstoðarmaður félagsmálaráðherra - beint eða óbeint - meðtaldir, beygði umhverfisráðherra sig svo í duftið og úrskurðaði: Hreindýr má áfram fella frá og með 1. ágúst (þegar yngstu hreinkálfar eru 8 vikna), en nú er þeim tilmælum beint til veiðimanna og leiðsögumanna þeirra, að þeir drepi mest geldar kýr fram til 15. ágúst. Þetta er auðvitað helber skrípaleikur, því hreindýr eru hjarðdýr og geldar kýr ekki nema 10-15% af kúahópnum og nánast ómögulegt að greina þær frá hinum kúnum, munur nánast enginn, nema helzt á júgrum, en hvernig á að sjá hann úr 200-300m fjarlægð? Þessi ljóta leikur heldur því áfram, líka nú í ár; sami skammarlegi skrípa-leikurinn. Í haust eru kosningar. Allir hugsandi menn, ekki sízt þeir, sem láta sér annt um dýr, umhverfi og náttúru - lífríki þessarar einu jarðar, sem við eigum - ættu að skoða frambjóðendur vel; kynna sér, hvað leynist á bak við breitt brosið og fögur orð, hvern mann þeir hafa í reynd að geyma, áður en kosið er. Höfundur er stofnanndi og formaður dýra-, náttúru- og umhverfisverndarsamtakanna Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skotveiði Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Síðla sumars í fyrra kom upp COVID-smit á Hótel Rangá, þar sem ráðherrar höfðu fundað. Þurfti því að skima þá, en ekki náðist í utanríkisráðherra. Eftirgrennslan leiddi í ljós, að ráðherrann var í fríi á Austurlandi, þar sem hann var við hreindýraveiðar, sér til dægradvalar og skemmtunar - að drepa eitt hreindýr að gamni sínu - því varla voru þarfir til drápsins til staðar hjá ráðherranum. Það kom líka í ljós, að með í förum var aðstoðarmaður félags-málaráðherra. Virðist sá hálfgerður atvinnumaður í hreindýradrápi, enda sýnir hann sig á Facebook með drepið dýr annars vegar og skotvopn vígalegt hins vegar, glaðbeittur og skælbrosandi; að því er virðist einn þeirra, sem telja sig hetju, ef þeir geta drepið saklaust og varnarlaust dýrið, úr langri fjarlægð, með hljóðdeyfðum riffli. Miklar hetjur það. Ef þeir þá hitta dýrið, en særa það ekki aðeins, til þess eins, að það kveljist og þjáist, kannske í vikur eða mánuði – e.t.v. kom skot í höfuð eða trýni og gerði dýrinu ókleyft éta, kannske lenti skot í fæti, þannig, að dýrið varð að bjargast, jafn lengi og slíkt gengur, á þremur fótum - en af þeim hreindýrum, sem felld voru sumarið 2018, höfðu 33 dýr verið skotin og limlest áður, en tórðu, misilla á sig komin, og lentu svo í annari árás og voru endanlega drepin það sumar. Nefna má hér, að aðstoðarmaður félagsmálaráðherra er í Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum, en það félag var einmitt að mæla sterklega með því, að veiðar hreindýra með boga og örvum verði leyfðar. Undirrituðum verður stundum hugsað til þess, að það eru ekki dýrin, sem eru skepnur, heldur mennirnir. Önnur eins hugmynd og annað eins stefnumál; að murka líftóruna úr hreindýrum með boga og örvum. Illskiljanlegur blóðþorsti og grimmd gagnvart saklausum og varnarlausum dýrum! Ónáttúra og skepnuskapur! Hví er um þetta fjallað hér og nú!? Í janúar í fyrra héldu Matvælastofnun, Umhverfisstofnun, umhverfisráðuneytið og Náttúrustofa Austurlands fund, þar sem þau tilmæli lágu fyrir, að mylkar hreindýrakýr yrðu ekki felldar frá kálfum sínum. Þar sem hreinkýr eru mjólkandi í minnst 5 mánuði og hreinkálfar fæðast um mánaðamótin maí/júní, hefði þessi stefnumörkun átta að þýða, að kúaveiðar hefðu ekki mátt hefjast fyrr en 1. nóvember, þegar kálfar eru 5 mánaða. Á þeim tíma hefði fengitími hreindýra, sem er í október, líka komið inn í þetta ferli, en á fengitíma losnar nokkuð um tengsl hreinmóður og kálfs, sem hefði gert kálfum móðurmissirinn nokkru bærilegri, þó að móðir og kálfur séu áfram nátengd og fylgist að fram á næsta vor, ef bæði lifa. Ofangreind tilmæli, frá janúar 2020, voru því okkur, Jarðarvinum, mjög að skapi, en við höfum verið að berjast fyrir því, að griðatími hreinkálfa yrði lengdur, en fram til þessa hafði dráp á kúm verið leyft og stundað frá 1. ágúst. Þetta þýðir auðvitað, að kálfaskinnin standa rétt í fæturna, þegar mæðurnar eru drepnar frá þeim, og, að þeir standa þá eftir mjólkurlausir, leiðsagnarlausir og verndarlausir. Hvernig er tilfinningarlíf og siðferði og hver er sjálfsvirðing veiðimanna? Hugmynd stjórnvalda, frá janúar 2020, um griðatíma kálfa til 1. nóvember hefði því verið mikið framfaraspor fyrir blessaða kálfana. Þeir hefðu haldið mæðrum sínum í minnst 5 mánuði í stað 2ja. En, hvað gerist!? Fylgdi umhverfisráðherra, sem á að vera grænn, nú varaformaður Vinstri grænna, þessari línu um lengdan griðatíma og meiri mannúð!? Nei, aldeilis ekki! Í millitíðinni komu auðvitað veiðimenn, sem munu vera um 10.000 í þessu landi - þar af sækjast um 3-4.000 veiðimenn eftir gleðinni af því að fá að drepa saklaus og varnarlaus hreindýrin -svo og bandamenn þeirra að málinu og höfðu saman greinilega síðasta orðið. Eins og fram kom í byrjun þessa máls, eru margir veiðimenn háttsettir í þjóðfélaginu, svokallaðir hvítflibbar, efna- og áhrifamenn, enda kostar þessi drápsskemmtun mikla fjármuni, sem lægra settir ráða vart við, og er umhverfisráðherra - sem á að vera grænn, en virðist því miður í reynd grár og gugginn - engin fyrirstaða fyrir blóðþyrsta veiðimenn og Skotvís. Gegn þessu ofurefli veiðimanna, utanríkisráðherra og aðstoðarmaður félagsmálaráðherra - beint eða óbeint - meðtaldir, beygði umhverfisráðherra sig svo í duftið og úrskurðaði: Hreindýr má áfram fella frá og með 1. ágúst (þegar yngstu hreinkálfar eru 8 vikna), en nú er þeim tilmælum beint til veiðimanna og leiðsögumanna þeirra, að þeir drepi mest geldar kýr fram til 15. ágúst. Þetta er auðvitað helber skrípaleikur, því hreindýr eru hjarðdýr og geldar kýr ekki nema 10-15% af kúahópnum og nánast ómögulegt að greina þær frá hinum kúnum, munur nánast enginn, nema helzt á júgrum, en hvernig á að sjá hann úr 200-300m fjarlægð? Þessi ljóta leikur heldur því áfram, líka nú í ár; sami skammarlegi skrípa-leikurinn. Í haust eru kosningar. Allir hugsandi menn, ekki sízt þeir, sem láta sér annt um dýr, umhverfi og náttúru - lífríki þessarar einu jarðar, sem við eigum - ættu að skoða frambjóðendur vel; kynna sér, hvað leynist á bak við breitt brosið og fögur orð, hvern mann þeir hafa í reynd að geyma, áður en kosið er. Höfundur er stofnanndi og formaður dýra-, náttúru- og umhverfisverndarsamtakanna Jarðarvina.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun