Segir Bandaríkin „snúin aftur“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2021 17:07 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði lýðræðið eiga undir högg að sækja í heiminum. AP/Patrick Semansky Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði gesti árlegrar öryggisráðstefnu í München í dag og sagðist ætla að senda skýr skilaboð. Þau væru á þá leið að Bandaríkin væru „snúin aftur“ og að Bandaríkin myndu bæta samskipti bandamanna þeirra hinum megin við Atlantshafið. Í ræðu sem Biden hélt eftir fjarfund hans með öðrum leiðtogum G-7 ríkjanna svokölluðu, hét hann því að Bandaríkin myndu vinna sér inn traust bandamanna sinna á nýjan leik og ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Atlantshafsbandalagið. Fundur G-7 ríkjanna og öryggisráðstefnan fer að þessu sinni fram með fjarfundafyrirkomulagi. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt utan um fundinn sem hófst í dag en atvik þar sem Angela Merkel, kanslari Þýskalnds, gleymdi að slökkva á hljóðnema sínum vakti mikla kátínu í dag. 'Can you hear us Angela? I think you need to mute!'Watch the moment Boris Johnson reminds Angela Merkel to mute after she interrupts his opening statement of the remote G7 summit https://t.co/d04hLhI7cB pic.twitter.com/Psgsp7P18a— ITV News Politics (@ITVNewsPolitics) February 19, 2021 Í ávarpi sínu fór Biden um víðan völl og lagði línurnar varðandi utanríkisstefnu ríkisstjórnar sínar. Kom hann að mörgum málefnum eins og þeim sem varða umhverfisvernd, Úkraínu, Rússland, Íran, Kína og stríðinu í Afganistan. Þá fór Biden yfir gæði lýðræðis og sagði gífurlega mikilvægt að standa í hárinu á þeim sem vilji grafa undan því. Varaði hann við því að lýðræði stæði frammi fyrir árásum í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar. Lýðræðið væri nú að ganga í gegnum ákveðin tímamót og framtíð þess væri í húfi. „Ég hef fulla trú á því að lýðræðið muni og verði að vinna. Við þurfum að sýna fólki að lýðræðið geti unnið fyrir fólk okkar í þessum breytta heimi. Það er, að minni skoðun, okkar helsta verkefni. Lýðræðið verður ekki til fyrir slysni. Við þurfum að verja það. Berjast fyrir því. Standa vörð um það. Endurnýja það. Við þurfum að sanna að það er ekki tákn fyrri tíma,“ sagði Biden meðal annars. Upphaf ræðu Bidens má sjá í spilaranum hér að neðan. Þegar Biden beindi orðum sínum að Rússlandi, sakaði hann Vladimír Pútín, forseta, um að reyna að vekja samstarf Evrópuríkja og Atlantshafsbandalagið. Það gerði hann svo Rússar ættu auðveldara með að ráðskast með stök ríki. Biden sagði sömuleiðis mikilvægt að standa vörð um fullveldi Úkraínu. Forsetinn gagnrýndi einnig ráðamenn í Kína og sagði Bandaríkin og Evrópu geta staðið í hárinu á Kína í sameiningu, án nýs kalds stríðs. Í kjölfar ávarps Bidens sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að Evrópa væri tilbúin í nýjan kafla varðandi samstarf við Bandaríkin. Hún sagði einnig að ljúf orð Bidens væru góð og blessuð en aðgerða væri þörf. Bandaríkin Evrópusambandið NATO Rússland Kína Íran Tengdar fréttir Bandaríkin nú formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu á ný Bandaríkin urðu í dag formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu svokallaða á ný, en það miðar að því að draga úr losun ríkja á gróðurhúsalofttegunum til að stemma stigu við loftslagsbreytingar. 107 dagar eru frá því að Bandaríkin gengu formlega úr samstarfinu. 19. febrúar 2021 13:38 Skorar á Evrópu og Bandaríkin að senda bóluefni til fátækari hluta heimsins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skorað á Evrópuríkin og Bandaríkin að þau sendi hið fyrsta fimm prósent af öllu bóluefni sem til sé í löndunum til fátækari hluta heimsins. 19. febrúar 2021 07:33 Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Í ræðu sem Biden hélt eftir fjarfund hans með öðrum leiðtogum G-7 ríkjanna svokölluðu, hét hann því að Bandaríkin myndu vinna sér inn traust bandamanna sinna á nýjan leik og ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Atlantshafsbandalagið. Fundur G-7 ríkjanna og öryggisráðstefnan fer að þessu sinni fram með fjarfundafyrirkomulagi. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt utan um fundinn sem hófst í dag en atvik þar sem Angela Merkel, kanslari Þýskalnds, gleymdi að slökkva á hljóðnema sínum vakti mikla kátínu í dag. 'Can you hear us Angela? I think you need to mute!'Watch the moment Boris Johnson reminds Angela Merkel to mute after she interrupts his opening statement of the remote G7 summit https://t.co/d04hLhI7cB pic.twitter.com/Psgsp7P18a— ITV News Politics (@ITVNewsPolitics) February 19, 2021 Í ávarpi sínu fór Biden um víðan völl og lagði línurnar varðandi utanríkisstefnu ríkisstjórnar sínar. Kom hann að mörgum málefnum eins og þeim sem varða umhverfisvernd, Úkraínu, Rússland, Íran, Kína og stríðinu í Afganistan. Þá fór Biden yfir gæði lýðræðis og sagði gífurlega mikilvægt að standa í hárinu á þeim sem vilji grafa undan því. Varaði hann við því að lýðræði stæði frammi fyrir árásum í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar. Lýðræðið væri nú að ganga í gegnum ákveðin tímamót og framtíð þess væri í húfi. „Ég hef fulla trú á því að lýðræðið muni og verði að vinna. Við þurfum að sýna fólki að lýðræðið geti unnið fyrir fólk okkar í þessum breytta heimi. Það er, að minni skoðun, okkar helsta verkefni. Lýðræðið verður ekki til fyrir slysni. Við þurfum að verja það. Berjast fyrir því. Standa vörð um það. Endurnýja það. Við þurfum að sanna að það er ekki tákn fyrri tíma,“ sagði Biden meðal annars. Upphaf ræðu Bidens má sjá í spilaranum hér að neðan. Þegar Biden beindi orðum sínum að Rússlandi, sakaði hann Vladimír Pútín, forseta, um að reyna að vekja samstarf Evrópuríkja og Atlantshafsbandalagið. Það gerði hann svo Rússar ættu auðveldara með að ráðskast með stök ríki. Biden sagði sömuleiðis mikilvægt að standa vörð um fullveldi Úkraínu. Forsetinn gagnrýndi einnig ráðamenn í Kína og sagði Bandaríkin og Evrópu geta staðið í hárinu á Kína í sameiningu, án nýs kalds stríðs. Í kjölfar ávarps Bidens sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að Evrópa væri tilbúin í nýjan kafla varðandi samstarf við Bandaríkin. Hún sagði einnig að ljúf orð Bidens væru góð og blessuð en aðgerða væri þörf.
Bandaríkin Evrópusambandið NATO Rússland Kína Íran Tengdar fréttir Bandaríkin nú formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu á ný Bandaríkin urðu í dag formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu svokallaða á ný, en það miðar að því að draga úr losun ríkja á gróðurhúsalofttegunum til að stemma stigu við loftslagsbreytingar. 107 dagar eru frá því að Bandaríkin gengu formlega úr samstarfinu. 19. febrúar 2021 13:38 Skorar á Evrópu og Bandaríkin að senda bóluefni til fátækari hluta heimsins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skorað á Evrópuríkin og Bandaríkin að þau sendi hið fyrsta fimm prósent af öllu bóluefni sem til sé í löndunum til fátækari hluta heimsins. 19. febrúar 2021 07:33 Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Bandaríkin nú formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu á ný Bandaríkin urðu í dag formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu svokallaða á ný, en það miðar að því að draga úr losun ríkja á gróðurhúsalofttegunum til að stemma stigu við loftslagsbreytingar. 107 dagar eru frá því að Bandaríkin gengu formlega úr samstarfinu. 19. febrúar 2021 13:38
Skorar á Evrópu og Bandaríkin að senda bóluefni til fátækari hluta heimsins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skorað á Evrópuríkin og Bandaríkin að þau sendi hið fyrsta fimm prósent af öllu bóluefni sem til sé í löndunum til fátækari hluta heimsins. 19. febrúar 2021 07:33