Þá verður kátt í höllinni og skálað fram á nótt! Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 20. febrúar 2021 12:01 Ég hef lagt mig fram við að skilja stefnu og áherslur mótframbjóðanda míns til formanns VR. Ég hef gert það með opnum huga og tekið því fagnandi að fá mótframboð með svo ólíkum áherslum sem raunin er, félagsmönnum VR til góðs. Því ólíkari sem valkosturinn er því betra. En um hvað snýst þetta allt saman? Ég velti því fyrst fyrir mér um hvað mótframboðið er að tala þegar það vill aftengja formannsembættið flokkspólitík. Sérstaklega þegar viðkomandi er mjög flokkspólitískur til hægri. En þegar ég áttaði mig á því um hvað þetta snýst runnu á mig tvær grímur, það fór um mig hrollur. Ég hafði lesið allar þessar áherslur áður. Áherslur og málflutning sem núverandi og sérstaklega fyrrum framkvæmdastjóri SA hafa haldið á lofti af miklum móð. Að formaður stærsta stéttarfélags landsins á ekki að skipta sér af neinu sem snýr að pólitík eða neinu því sem snýr að stórum hagsmunamálum almennings sem löggjafinn fer með. Hann á þá bara að fara á þing! Og að verkalýðshreyfingin skipti sér alls ekki af lífeyrissjóðunum eða fjárfestingum þeirra. Ef ég skil þetta rétt eiga sérhagsmunaöflin og Samtök atvinnulífsins að fá algjöran frið við að vaða á skítugum skónum yfir lífeyrissjóðina okkar og löggjafann, án afskipta eða aðhalds verkalýðshreyfingarinnar. Í síðustu kjarasamningum náðum við 80 milljarða aðgerðarpakka frá Ríkisstjórninni. Síðustu tvö uppgjörsár Lífeyrissjóðs Verslunarmanna eru þau bestu í sögu sjóðsins, svo góð að sjóðurinn mun þurfa að hækka lífeyrisgreiðslur á þessu ári. Þetta eru staðreyndir sem fáir tala um. Helsta orsök bankahrunsins voru mikil ítök sérhagsmuna í pólitíkinni til að afregluvæða og einkavæða á meðan mótstaða var lítil sem engin. Við vitum öll hvernig það endaði. Spilling er ekki bara að stela, svíkja og pretta, eða hygla og moka undir aðra sem verða þér hliðhollir seinna. Spilling er líka að hafa vitneskju um það og gera ekkert í málunum. Spilling er að grafa undan aðhaldi, eftirliti og upplýstri umræðu. Versta tegund spillingar í okkar samfélagi eru ekki brotin heldur þöggunin og meðvitað aðgerðarleysi gagnvart þeim. Hluti af þessu er að telja fólki trú um hvað verkalýðshreyfingin má gera og hvað ekki. Sérhagsmunaöflin hafa löngum barið sér á brjóst fyrir að geta skrifað sínar eigin leikreglur, koma sínu fram án mótlætis í 90% tilfella. Aftur á móti hefur verkalýðshreyfingin reynt að valdefla sig og koma sínum sjónarmiðum fram. Til að rökstyðja það enn frekar má nefna að Atvinnulífið hefur fengið yfir 300 milljarða í aðgerðarpökkum stjórnvalda vegna Covid-19 á meðan heimilin og fólkið hafa fengið brot af því. Við gerum ekki lítið úr stuðningi við stærstu fyrirtækin en þegar VR þrýsti á frekari aðgerðir fyrir okkar félagsmenn og fólkið í landinu var málinu komið fyrir í nefnd. Nefnd sem hefði líklega aldrei farið af stað nema vegna „pólitískra afskipta“ formanns VR. Mótframbjóðandi minn til formanns VR vill aftengja embættið og félagið hvers kyns baráttu fyrir bættu siðferði og aðhaldi innan lífeyrissjóðanna og síst af öllu skipta sér af því hvað gerist á háborði stjórnmálanna þar sem endanleg ákvörðun um skiptingu lífskjara fer fram. Það verður kátt í SA höllinni ef þessi stefna verður að veruleika. Og því spyr ég félagsmenn VR. Eigum við að skála í kampavíni með Samtökum atvinnulífsins og uppfylla þeirra blautustu drauma um afskiptaleysi hreyfingarinnar og Salek? Eða skálum við fyrir áframhaldandi sterkri verkalýðsforystu sem mun veita nauðsynlegt aðhald og berjast fyrir bættum kjörum okkar allra og komandi kynslóða, á öllum vígstöðvum? Með atkvæði þínu mótum við framtíðina. Þitt er valið kæri VR félagi. Höfundur er formaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Félagasamtök Formannskjör í VR Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hef lagt mig fram við að skilja stefnu og áherslur mótframbjóðanda míns til formanns VR. Ég hef gert það með opnum huga og tekið því fagnandi að fá mótframboð með svo ólíkum áherslum sem raunin er, félagsmönnum VR til góðs. Því ólíkari sem valkosturinn er því betra. En um hvað snýst þetta allt saman? Ég velti því fyrst fyrir mér um hvað mótframboðið er að tala þegar það vill aftengja formannsembættið flokkspólitík. Sérstaklega þegar viðkomandi er mjög flokkspólitískur til hægri. En þegar ég áttaði mig á því um hvað þetta snýst runnu á mig tvær grímur, það fór um mig hrollur. Ég hafði lesið allar þessar áherslur áður. Áherslur og málflutning sem núverandi og sérstaklega fyrrum framkvæmdastjóri SA hafa haldið á lofti af miklum móð. Að formaður stærsta stéttarfélags landsins á ekki að skipta sér af neinu sem snýr að pólitík eða neinu því sem snýr að stórum hagsmunamálum almennings sem löggjafinn fer með. Hann á þá bara að fara á þing! Og að verkalýðshreyfingin skipti sér alls ekki af lífeyrissjóðunum eða fjárfestingum þeirra. Ef ég skil þetta rétt eiga sérhagsmunaöflin og Samtök atvinnulífsins að fá algjöran frið við að vaða á skítugum skónum yfir lífeyrissjóðina okkar og löggjafann, án afskipta eða aðhalds verkalýðshreyfingarinnar. Í síðustu kjarasamningum náðum við 80 milljarða aðgerðarpakka frá Ríkisstjórninni. Síðustu tvö uppgjörsár Lífeyrissjóðs Verslunarmanna eru þau bestu í sögu sjóðsins, svo góð að sjóðurinn mun þurfa að hækka lífeyrisgreiðslur á þessu ári. Þetta eru staðreyndir sem fáir tala um. Helsta orsök bankahrunsins voru mikil ítök sérhagsmuna í pólitíkinni til að afregluvæða og einkavæða á meðan mótstaða var lítil sem engin. Við vitum öll hvernig það endaði. Spilling er ekki bara að stela, svíkja og pretta, eða hygla og moka undir aðra sem verða þér hliðhollir seinna. Spilling er líka að hafa vitneskju um það og gera ekkert í málunum. Spilling er að grafa undan aðhaldi, eftirliti og upplýstri umræðu. Versta tegund spillingar í okkar samfélagi eru ekki brotin heldur þöggunin og meðvitað aðgerðarleysi gagnvart þeim. Hluti af þessu er að telja fólki trú um hvað verkalýðshreyfingin má gera og hvað ekki. Sérhagsmunaöflin hafa löngum barið sér á brjóst fyrir að geta skrifað sínar eigin leikreglur, koma sínu fram án mótlætis í 90% tilfella. Aftur á móti hefur verkalýðshreyfingin reynt að valdefla sig og koma sínum sjónarmiðum fram. Til að rökstyðja það enn frekar má nefna að Atvinnulífið hefur fengið yfir 300 milljarða í aðgerðarpökkum stjórnvalda vegna Covid-19 á meðan heimilin og fólkið hafa fengið brot af því. Við gerum ekki lítið úr stuðningi við stærstu fyrirtækin en þegar VR þrýsti á frekari aðgerðir fyrir okkar félagsmenn og fólkið í landinu var málinu komið fyrir í nefnd. Nefnd sem hefði líklega aldrei farið af stað nema vegna „pólitískra afskipta“ formanns VR. Mótframbjóðandi minn til formanns VR vill aftengja embættið og félagið hvers kyns baráttu fyrir bættu siðferði og aðhaldi innan lífeyrissjóðanna og síst af öllu skipta sér af því hvað gerist á háborði stjórnmálanna þar sem endanleg ákvörðun um skiptingu lífskjara fer fram. Það verður kátt í SA höllinni ef þessi stefna verður að veruleika. Og því spyr ég félagsmenn VR. Eigum við að skála í kampavíni með Samtökum atvinnulífsins og uppfylla þeirra blautustu drauma um afskiptaleysi hreyfingarinnar og Salek? Eða skálum við fyrir áframhaldandi sterkri verkalýðsforystu sem mun veita nauðsynlegt aðhald og berjast fyrir bættum kjörum okkar allra og komandi kynslóða, á öllum vígstöðvum? Með atkvæði þínu mótum við framtíðina. Þitt er valið kæri VR félagi. Höfundur er formaður VR
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun