Bandarísku landsliðskonurnar hættar að krjúpa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 09:00 Allir leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins stóðu á meðan bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leikinn á móti Brasilíu. Getty/Alex Menendez Bandaríska kvennalandsliðið hélt sigurgöngu sinni áfram í gærkvöldi en það vakti líka talsverða athygli sem þær gerðu ekki fyrir leikinn sinn í gær. Bandaríkin vann 2-0 sigur á Brasilíu í öðrum leik sínum á SheBelieves æfingamótinu í Orlando í Flórída. Þetta var fimmtándi sigur bandaríska kvennalandsliðsins í röð og 36. leikur liðsins í röð án taps. Christen Press og Megan Rapinoe skoruðu mörkin. Þetta var líka annar leikur liðsins í SheBelieves mótinu en þær bandarísku höfðu unnið Kanada fyrir nokkrum dögum. Crystal Dunn says the #USWNT stood for the national anthem today because the team is "past the protesting phase" and is now "putting all the talk into actual work." https://t.co/ryPdlfzVI9— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) February 22, 2021 Bandaríska liðið vakti heimsathygli á sínum tíma fyrir að krjúpa í bandaríska þjóðsöngnum til að mótmæla óréttlæti svartra í heimalandi sínu. Sumar fór niður á hné í þjóðsöngnum fyrir leikinn á móti Kanada en í leiknum á móti Brasilíu í gær þá stóðu þær allar þegar „The Star-Spangled Banner“ var spilaður. Crystal Dunn, varnarmaður bandaríska liðsins, sagði fjölmiðlamönnum eftir leikinn að leikmenn liðsins væru hættar að mótmæla með því að krjúpa á meðan þjóðsöngurinn er spilaður. Í staðinn ætla þeir að einbeita sér að láta verkin tala utan vallar. Landsliðskonurnar voru þó í upphitunarjökkum þar sem á stóð „Black Lives Matter“ og það hafði ekki breyst frá því í síðustu leikjum. Stellar goals, skill all over the pitch, well-timed tackles and whatever it took to get the win : vs. pic.twitter.com/EyoxHaY9pH— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 21, 2021 Dunn sagði að það hefði ekki farið fram kosning innan liðsins en þetta engu að síður sameiginleg ákvörðun leikmannanna. „Þær sem voru að mótmæla með því að fara að niður á hnén vildu vekja athygli á harðræði lögregluþjóna og kynþáttafordómum í garð þeldökkra í landinu. Ég held að við höfum ákveðið að hætta þessu af því okkur finnst við ekki lengur þurfa að krjúpa í þjóðsöngnum af því að við erum að vinna vinnuna á bak við tjöldin. Við erum að berjast á móti kerfisbundnum rasisma og við ætluðum aldrei að krjúpa endalaust. Ég held að við séum allar stoltar af vinnu okkar á bak við tjöldin og þetta var leikurinn þar sem okkur fannst kominn tími til að færa okkur yfir á næsta stig í baráttunni fyrir breytingum,“ sagði Crystal Dunn. Crystal Dunn er 28 ára gömul og ein af þeldökkum leikmönnum bandaríska landsliðsins. Hún hefur spilað yfir hundrað landsleiki á sínum ferli og var í heimsmeistaraliðinu 2019. Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Sjá meira
Bandaríkin vann 2-0 sigur á Brasilíu í öðrum leik sínum á SheBelieves æfingamótinu í Orlando í Flórída. Þetta var fimmtándi sigur bandaríska kvennalandsliðsins í röð og 36. leikur liðsins í röð án taps. Christen Press og Megan Rapinoe skoruðu mörkin. Þetta var líka annar leikur liðsins í SheBelieves mótinu en þær bandarísku höfðu unnið Kanada fyrir nokkrum dögum. Crystal Dunn says the #USWNT stood for the national anthem today because the team is "past the protesting phase" and is now "putting all the talk into actual work." https://t.co/ryPdlfzVI9— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) February 22, 2021 Bandaríska liðið vakti heimsathygli á sínum tíma fyrir að krjúpa í bandaríska þjóðsöngnum til að mótmæla óréttlæti svartra í heimalandi sínu. Sumar fór niður á hné í þjóðsöngnum fyrir leikinn á móti Kanada en í leiknum á móti Brasilíu í gær þá stóðu þær allar þegar „The Star-Spangled Banner“ var spilaður. Crystal Dunn, varnarmaður bandaríska liðsins, sagði fjölmiðlamönnum eftir leikinn að leikmenn liðsins væru hættar að mótmæla með því að krjúpa á meðan þjóðsöngurinn er spilaður. Í staðinn ætla þeir að einbeita sér að láta verkin tala utan vallar. Landsliðskonurnar voru þó í upphitunarjökkum þar sem á stóð „Black Lives Matter“ og það hafði ekki breyst frá því í síðustu leikjum. Stellar goals, skill all over the pitch, well-timed tackles and whatever it took to get the win : vs. pic.twitter.com/EyoxHaY9pH— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 21, 2021 Dunn sagði að það hefði ekki farið fram kosning innan liðsins en þetta engu að síður sameiginleg ákvörðun leikmannanna. „Þær sem voru að mótmæla með því að fara að niður á hnén vildu vekja athygli á harðræði lögregluþjóna og kynþáttafordómum í garð þeldökkra í landinu. Ég held að við höfum ákveðið að hætta þessu af því okkur finnst við ekki lengur þurfa að krjúpa í þjóðsöngnum af því að við erum að vinna vinnuna á bak við tjöldin. Við erum að berjast á móti kerfisbundnum rasisma og við ætluðum aldrei að krjúpa endalaust. Ég held að við séum allar stoltar af vinnu okkar á bak við tjöldin og þetta var leikurinn þar sem okkur fannst kominn tími til að færa okkur yfir á næsta stig í baráttunni fyrir breytingum,“ sagði Crystal Dunn. Crystal Dunn er 28 ára gömul og ein af þeldökkum leikmönnum bandaríska landsliðsins. Hún hefur spilað yfir hundrað landsleiki á sínum ferli og var í heimsmeistaraliðinu 2019.
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Sjá meira