Brynjar telur spillingartal fráleitt ef Þorvaldur er einn til frásagnar Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2021 10:34 Brynjar telur afar hæpið að byggja niðurstöður um spillingu á Íslandi á því sem Þorvaldur Gylfason hefur um málið að segja. Brynjar Níelsson alþingismaður segir lítið mark á niðurstöðum Transparency International takandi ef samtökin vilja byggja sínar niðurstöður á ályktunum Þorvaldar Gylfasonar hagfræðings Þetta kemur fram í grein sem Brynjar birtir á Vísi nú fyrir stundu. Hann segist stuðningsmaður frjálsra félagasamtaka sem berjast fyrir göfugum markmiðum, til dæmis fyrir mannréttindum og gegn spillingu. En traust og trúverðugleiki séu forsenda þess að slík félagsamtök fái þrifist. „Þegar fulltrúar Gagnsæis komu fram og fluttu okkur með miklum þunga og sorg í hjarta að spilling á Íslandi sé að aukast á milli ára, án þess að munur milli áranna væri tölfræðilega martækur, vaknar grunur um að eitthvað annað sé að baki en fræði og hlutleysi,“ segir Brynjar. Í frétt Vísis frá því fyrr á þessu ári kemur fram að samkvæmt niðurstöðum Transparency International aukist spilling enn á Íslandi sem nú situr í 17. sæti á árlegum lista. Brynjar telur að ef þessi niðurstaða, sem hann segir fráleita, byggist á mati Þorvaldar Gylfasonar, þá sé ekki von á góðu. „Menn sem ólust upp í aftursæti ráðherrabifreiðar og fengið allt upp í hendurnar án þess að þurfa að hafa fyrir nokkru og finnst að auki eðlilegt að klíkubræður og vinir ráði því hverjir verði ritstjórar hagfræðirits sem norrænu ríkin gefa út, eiga síst allra að mæla og meta spillingu hjá öðrum,“ segir Brynjar meðal annars. Þorvaldur og forysta Sjálfstæðisflokksins hafa ýmsa hildi háð og vakti mikla athygli í fyrra þegar Bjarni Benediktsson lagðist eindregið gegn því að Þorvaldur yrði ráðinn til að ritstýra samnorræna efnahagsritinu Nordic Economic Policy Review. Bjarni, sem kallaður var sérstaklega fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna málsins, svaraði því meðal annars svo til að ekki væri hægt að sjá fyrir sér mann eins og Þorvald í því starfi. „Hann hefur látið ótrúleg ummæli falla um Sjálfstæðisflokkinn.“ Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Spillingin liggur víða Ég varð mjög hugsi þegar forsvarsmenn Gagnsæis, sem er Íslandsdeild Transparency International, tilkynntu með miklum þunga að spilling á Íslandi hefði aukist á milli ára eins og öll síðustu tíu ár samkvæmt mælingum á spillingarvísitölu þeirra. 22. febrúar 2021 10:03 Myndi þiggja afsökunarbeiðni frá Bjarna Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits myndi þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra þar sem hann hafi sakað sig um vinahygli á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær. Umfjöllun um mál Þorvaldar Gylfasonar hefur vakið athygli utan landsteinanna. 16. júní 2020 13:51 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem Brynjar birtir á Vísi nú fyrir stundu. Hann segist stuðningsmaður frjálsra félagasamtaka sem berjast fyrir göfugum markmiðum, til dæmis fyrir mannréttindum og gegn spillingu. En traust og trúverðugleiki séu forsenda þess að slík félagsamtök fái þrifist. „Þegar fulltrúar Gagnsæis komu fram og fluttu okkur með miklum þunga og sorg í hjarta að spilling á Íslandi sé að aukast á milli ára, án þess að munur milli áranna væri tölfræðilega martækur, vaknar grunur um að eitthvað annað sé að baki en fræði og hlutleysi,“ segir Brynjar. Í frétt Vísis frá því fyrr á þessu ári kemur fram að samkvæmt niðurstöðum Transparency International aukist spilling enn á Íslandi sem nú situr í 17. sæti á árlegum lista. Brynjar telur að ef þessi niðurstaða, sem hann segir fráleita, byggist á mati Þorvaldar Gylfasonar, þá sé ekki von á góðu. „Menn sem ólust upp í aftursæti ráðherrabifreiðar og fengið allt upp í hendurnar án þess að þurfa að hafa fyrir nokkru og finnst að auki eðlilegt að klíkubræður og vinir ráði því hverjir verði ritstjórar hagfræðirits sem norrænu ríkin gefa út, eiga síst allra að mæla og meta spillingu hjá öðrum,“ segir Brynjar meðal annars. Þorvaldur og forysta Sjálfstæðisflokksins hafa ýmsa hildi háð og vakti mikla athygli í fyrra þegar Bjarni Benediktsson lagðist eindregið gegn því að Þorvaldur yrði ráðinn til að ritstýra samnorræna efnahagsritinu Nordic Economic Policy Review. Bjarni, sem kallaður var sérstaklega fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna málsins, svaraði því meðal annars svo til að ekki væri hægt að sjá fyrir sér mann eins og Þorvald í því starfi. „Hann hefur látið ótrúleg ummæli falla um Sjálfstæðisflokkinn.“
Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Spillingin liggur víða Ég varð mjög hugsi þegar forsvarsmenn Gagnsæis, sem er Íslandsdeild Transparency International, tilkynntu með miklum þunga að spilling á Íslandi hefði aukist á milli ára eins og öll síðustu tíu ár samkvæmt mælingum á spillingarvísitölu þeirra. 22. febrúar 2021 10:03 Myndi þiggja afsökunarbeiðni frá Bjarna Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits myndi þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra þar sem hann hafi sakað sig um vinahygli á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær. Umfjöllun um mál Þorvaldar Gylfasonar hefur vakið athygli utan landsteinanna. 16. júní 2020 13:51 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Spillingin liggur víða Ég varð mjög hugsi þegar forsvarsmenn Gagnsæis, sem er Íslandsdeild Transparency International, tilkynntu með miklum þunga að spilling á Íslandi hefði aukist á milli ára eins og öll síðustu tíu ár samkvæmt mælingum á spillingarvísitölu þeirra. 22. febrúar 2021 10:03
Myndi þiggja afsökunarbeiðni frá Bjarna Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits myndi þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra þar sem hann hafi sakað sig um vinahygli á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær. Umfjöllun um mál Þorvaldar Gylfasonar hefur vakið athygli utan landsteinanna. 16. júní 2020 13:51