Fimm einkenni rafrænnar þreytu sem allir þurfa að taka alvarlega Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 07:00 Ingrid Kuhlman gefur okkur góð ráð til að sporna við rafrænni þreytu en eins hvernig við getum best verið vakandi yfir einkennum um rafræna þreytu hjá okkur sjálfum eða samstarfsfólki. Visir/Silla Páls „Þó að rafræn samvera geti sannarlega gert okkur nánari, getur hún einnig orðið til þess að við finnum fyrir meiri einangrun. Þegar við verjum mörgum klukkustundum á viku á Teams-fjarfundum eða Zoom-fyrirlestrum getur það leitt til rafrænnar þreytu,“ segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Að sögn Ingrid er þetta vel skiljanlegt. Í fjarvinnu, á fjarfundum eða í öðrum fjartengslum erum við að missa af þeirri tengslamyndun sem við erum vön að upplifa í gegnum persónuleg samskipti. Þá hefur margt breyst í atvinnulífinu. Árshátíðir og aðrar samverstundir samstarfsfólks hafa ýmist verið felldar niður eða yfirfærðar á stafrænt form. En sem betur fer getum við gert ýmislegt til að sporna við rafrænni þreytu. Fyrsta skrefið er að opna umræðuna og taka um málefnið heiðarlegt samtal. Ingrid, sem er með meistaragráðu í jákvæðri hagnrýtri sálfræði, leiðir okkur hér í gegnum nokkur góð ráð. Það sem skortir í netheimum Ingrid segir fólk almennt hafa þörf á því að tengjast öðru fólki. Þá deilum við sögum, áskorunum og áhyggjum. Margt í samskiptum við annað fólk hjálpar okkur líka til þess að sporna við streitu og auka á vellíðan. „Samverustundir með samstarfsmönnum hjálpa okkur meðal annars við að stjórna betur daglegum streituvöldum. Þegar við dveljum eingöngu í netheimum missum við auk þess af ýmsum félagslegum vísbendingum sem hafa áhrif á samkenndina. Án þeirra getum við fundið fyrir sambandsleysi við vinnufélagana,“ segir Ingrid. Þá segir hún netheima líka gera það að verkum að við eigum erfiðara með að fylgjast með samstarfsfélögum eða starfsfólki. Hvort viðkomandi sé þreyttur eða eitthvað ekki með felldu. Í netheimum eigum við aðeins í samskiptum við fólk í afmarkaðan tíma og erfiðara að átta sig á því hvort allir séu í stuði. Enginn veit hvort við vorum á erfiðum fundi rétt áður og hvort við séum á leið á annan fund eða hvort börnin séu öskrandi í bakgrunninum. Það er erfiðara fyrir okkur að sýna samkennd þar sem við sjáum eða skiljum ekki samhengið,“ segir Ingrid. Í dag er það einnig staðreynd að margir hafa aldrei hitt vinnufélaga sína. Fólk sem hefur ráðið sig í nýtt starf á tímum kórónuveirufaraldurs er sumt hvert ráðið í gegnum fjarfundarbúnað eða hittir aðeins stjórnendur í atvinnuviðtali. „Hugsanlega eru þeir í mestri hættu í netheimum sem hafa aldrei átt í persónulegum samskiptum við vinnufélaga sína augliti til auglitis,“ segir Ingrid og bætir við: Ef þú hófst til dæmis störf í heimsfaraldrinum eru miklar líkur á því að þú hafir aldrei verið í sama herbergi og yfirmaður þinn eða vinnufélagar og þá vantar hluta af samhenginu sem er tónhæð, líkamstjáning og einstaklingsbundinn samskiptastíll. Þetta eykur ekki aðeins áskorunina við að tengjast rafrænt heldur kemur það einnig í veg fyrir að þú takir eftir lúmskum merkjum um fjarvinnuþreytu hjá vinnufélögum eða þeir hjá þér.“ Merki og einkenni sem þarf að taka alvarlega Ingrid mælir með því að fólk fari í gagnrýnið sjálfsmat og spyrji sjálft sig að því hvort það sýni mögulega einkenni um rafræna þreytu. Hefur þú til dæmis orðið var/vör við eftirfarandi einkennum: Að upplifa leiða bara við tilhugsunina um næsta fjarfund Að pirrast auðveldlega á ástvinum eða vinnufélögum Að gleyma sér á rafrænum fundum eða missa af skilaboðum Að upplifa kvíða vegna ábyrgðar í netheimum Tilfinningalegur dofi eða einangrunartilfinning „Að spyrja sig þessara spurninga er mikilvægt vegna þess að oft erum við ekki meðvituð um að eitthvað sé að fyrr en eitthvað verulega mikið er að. Eitt af því sem þarf að huga að er hvort við séum með daglegar venjur til að hlaða batteríin og endurnærast og hvort við höldum okkur við þær áætlanir. Ef við gerum það ekki geta hlutirnir hugsanlega þróast í óheilbrigða átt,“ segir Ingrid. Í þessu bendir Ingrid á að því fyrr sem við tökum eftir vandamálum, því fyrr getum við gert breytingar og reynt að fyrirbyggja vandamál. Rafræn þreyta er fyrirbæri sem gott er að vera vakandi yfir. Að bregðast við sem fyrst er betra en að gera ekkert.Vísir/Getty Góðu ráðin: Það sem við getum gert Ingrid segir margt gott við hið stafræna umhverfi. Við getum lært, verslað og unnið án þess að yfirgefa þægindi heimilisins, tími til og frá vinnu sparast og margt fleira. „En bara vegna þess að við getum gert svo margt stafrænt þýðir það ekki að við eigum að gera það,“ segir Ingrid og gefur hér eftirfarandi hagnýt ráð til að setja okkur stafræn mörk. Opnaðu umræðuna. Hafðu heiðarlegt samtal við vinnufélaga um það sem hjálpar þér við að draga úr álagi meðan á fjarfundum stendur, hvort sem það þýðir að slökkva á hljóðnemanum eða myndinni eða klappa gæludýrinu. Brjóttu verkefni niður í smærri einingar. Það að brjóta verkefni dagsins niður í viðráðanlega áfanga auðveldar foreldrum í fjarvinnu að halda fókus auk þess sem það þjálfar börnin í þolinmæði að vita að það er ákveðið upphaf og endir á þeim tíma sem foreldrar geta ekki veitt þeim fulla athygli. Barnlausir njóta einnig góðs af reglulegum hléum yfir daginn. Gerðu alltaf ráð fyrir nokkrum mínútum á milli fjarfunda. Gefðu símanum frí. Að minnsta kosti hálftíma fyrir svefninn skaltu ganga frá símanum, fartölvunni eða spjaldtölvunni til að gefa heilanum og augunum frí. Þetta getur ekki aðeins hjálpað til við að hreinsa hugann og bæta skapið heldur getur það einnig lagt grunninn að góðum nætursvefni. Farðu í stafræna afeitrun. Þegar þú þarft ekki að vera á netinu skaltu nýta tækifærið til að setja þér stafræn mörk með því að slökkva á raftækjum (og tilkynningum) og gefa þér tíma til að fara út, lesa alvöru bók frekar en rafbók og tengjast vinum augliti til auglitis - með grímu að sjálfsögðu á meðan félagslegar takmarkanir eru í gildi. Góðu ráðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Fjarvinna Heilsa Tengdar fréttir Sjálfsmyndin oft erfið stjórnendum og hálauna fólki Kanntu að gera skil á milli þín og vinnunnar? Eða byggir sjálfsmatið þitt á stöðugildinu sem þú sinnir í dag? Að starfsferillinn hafi í raun yfirtekið sjálfsmyndina er staða sem margir eru í, en oft óafvitandi. 12. febrúar 2021 07:01 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Að sögn Ingrid er þetta vel skiljanlegt. Í fjarvinnu, á fjarfundum eða í öðrum fjartengslum erum við að missa af þeirri tengslamyndun sem við erum vön að upplifa í gegnum persónuleg samskipti. Þá hefur margt breyst í atvinnulífinu. Árshátíðir og aðrar samverstundir samstarfsfólks hafa ýmist verið felldar niður eða yfirfærðar á stafrænt form. En sem betur fer getum við gert ýmislegt til að sporna við rafrænni þreytu. Fyrsta skrefið er að opna umræðuna og taka um málefnið heiðarlegt samtal. Ingrid, sem er með meistaragráðu í jákvæðri hagnrýtri sálfræði, leiðir okkur hér í gegnum nokkur góð ráð. Það sem skortir í netheimum Ingrid segir fólk almennt hafa þörf á því að tengjast öðru fólki. Þá deilum við sögum, áskorunum og áhyggjum. Margt í samskiptum við annað fólk hjálpar okkur líka til þess að sporna við streitu og auka á vellíðan. „Samverustundir með samstarfsmönnum hjálpa okkur meðal annars við að stjórna betur daglegum streituvöldum. Þegar við dveljum eingöngu í netheimum missum við auk þess af ýmsum félagslegum vísbendingum sem hafa áhrif á samkenndina. Án þeirra getum við fundið fyrir sambandsleysi við vinnufélagana,“ segir Ingrid. Þá segir hún netheima líka gera það að verkum að við eigum erfiðara með að fylgjast með samstarfsfélögum eða starfsfólki. Hvort viðkomandi sé þreyttur eða eitthvað ekki með felldu. Í netheimum eigum við aðeins í samskiptum við fólk í afmarkaðan tíma og erfiðara að átta sig á því hvort allir séu í stuði. Enginn veit hvort við vorum á erfiðum fundi rétt áður og hvort við séum á leið á annan fund eða hvort börnin séu öskrandi í bakgrunninum. Það er erfiðara fyrir okkur að sýna samkennd þar sem við sjáum eða skiljum ekki samhengið,“ segir Ingrid. Í dag er það einnig staðreynd að margir hafa aldrei hitt vinnufélaga sína. Fólk sem hefur ráðið sig í nýtt starf á tímum kórónuveirufaraldurs er sumt hvert ráðið í gegnum fjarfundarbúnað eða hittir aðeins stjórnendur í atvinnuviðtali. „Hugsanlega eru þeir í mestri hættu í netheimum sem hafa aldrei átt í persónulegum samskiptum við vinnufélaga sína augliti til auglitis,“ segir Ingrid og bætir við: Ef þú hófst til dæmis störf í heimsfaraldrinum eru miklar líkur á því að þú hafir aldrei verið í sama herbergi og yfirmaður þinn eða vinnufélagar og þá vantar hluta af samhenginu sem er tónhæð, líkamstjáning og einstaklingsbundinn samskiptastíll. Þetta eykur ekki aðeins áskorunina við að tengjast rafrænt heldur kemur það einnig í veg fyrir að þú takir eftir lúmskum merkjum um fjarvinnuþreytu hjá vinnufélögum eða þeir hjá þér.“ Merki og einkenni sem þarf að taka alvarlega Ingrid mælir með því að fólk fari í gagnrýnið sjálfsmat og spyrji sjálft sig að því hvort það sýni mögulega einkenni um rafræna þreytu. Hefur þú til dæmis orðið var/vör við eftirfarandi einkennum: Að upplifa leiða bara við tilhugsunina um næsta fjarfund Að pirrast auðveldlega á ástvinum eða vinnufélögum Að gleyma sér á rafrænum fundum eða missa af skilaboðum Að upplifa kvíða vegna ábyrgðar í netheimum Tilfinningalegur dofi eða einangrunartilfinning „Að spyrja sig þessara spurninga er mikilvægt vegna þess að oft erum við ekki meðvituð um að eitthvað sé að fyrr en eitthvað verulega mikið er að. Eitt af því sem þarf að huga að er hvort við séum með daglegar venjur til að hlaða batteríin og endurnærast og hvort við höldum okkur við þær áætlanir. Ef við gerum það ekki geta hlutirnir hugsanlega þróast í óheilbrigða átt,“ segir Ingrid. Í þessu bendir Ingrid á að því fyrr sem við tökum eftir vandamálum, því fyrr getum við gert breytingar og reynt að fyrirbyggja vandamál. Rafræn þreyta er fyrirbæri sem gott er að vera vakandi yfir. Að bregðast við sem fyrst er betra en að gera ekkert.Vísir/Getty Góðu ráðin: Það sem við getum gert Ingrid segir margt gott við hið stafræna umhverfi. Við getum lært, verslað og unnið án þess að yfirgefa þægindi heimilisins, tími til og frá vinnu sparast og margt fleira. „En bara vegna þess að við getum gert svo margt stafrænt þýðir það ekki að við eigum að gera það,“ segir Ingrid og gefur hér eftirfarandi hagnýt ráð til að setja okkur stafræn mörk. Opnaðu umræðuna. Hafðu heiðarlegt samtal við vinnufélaga um það sem hjálpar þér við að draga úr álagi meðan á fjarfundum stendur, hvort sem það þýðir að slökkva á hljóðnemanum eða myndinni eða klappa gæludýrinu. Brjóttu verkefni niður í smærri einingar. Það að brjóta verkefni dagsins niður í viðráðanlega áfanga auðveldar foreldrum í fjarvinnu að halda fókus auk þess sem það þjálfar börnin í þolinmæði að vita að það er ákveðið upphaf og endir á þeim tíma sem foreldrar geta ekki veitt þeim fulla athygli. Barnlausir njóta einnig góðs af reglulegum hléum yfir daginn. Gerðu alltaf ráð fyrir nokkrum mínútum á milli fjarfunda. Gefðu símanum frí. Að minnsta kosti hálftíma fyrir svefninn skaltu ganga frá símanum, fartölvunni eða spjaldtölvunni til að gefa heilanum og augunum frí. Þetta getur ekki aðeins hjálpað til við að hreinsa hugann og bæta skapið heldur getur það einnig lagt grunninn að góðum nætursvefni. Farðu í stafræna afeitrun. Þegar þú þarft ekki að vera á netinu skaltu nýta tækifærið til að setja þér stafræn mörk með því að slökkva á raftækjum (og tilkynningum) og gefa þér tíma til að fara út, lesa alvöru bók frekar en rafbók og tengjast vinum augliti til auglitis - með grímu að sjálfsögðu á meðan félagslegar takmarkanir eru í gildi.
Góðu ráðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Fjarvinna Heilsa Tengdar fréttir Sjálfsmyndin oft erfið stjórnendum og hálauna fólki Kanntu að gera skil á milli þín og vinnunnar? Eða byggir sjálfsmatið þitt á stöðugildinu sem þú sinnir í dag? Að starfsferillinn hafi í raun yfirtekið sjálfsmyndina er staða sem margir eru í, en oft óafvitandi. 12. febrúar 2021 07:01 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Sjálfsmyndin oft erfið stjórnendum og hálauna fólki Kanntu að gera skil á milli þín og vinnunnar? Eða byggir sjálfsmatið þitt á stöðugildinu sem þú sinnir í dag? Að starfsferillinn hafi í raun yfirtekið sjálfsmyndina er staða sem margir eru í, en oft óafvitandi. 12. febrúar 2021 07:01
Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01