Yfir fjörutíu milljónir í undirbúning sem reyndist óþarfur Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2021 08:32 Ísland vann 2-1 sigur gegn Rúmeníu þegar liðin mættust loks, í október í fyrra. vísir/vilhelm Það kostaði Knattspyrnusamband Íslands rúmar 42 milljónir króna að gera það mögulegt að Ísland og Rúmenía gætu mæst í umspilsleik á Íslandi í mars í fyrra. KSÍ fær ekki krónu upp í þann kostnað frá UEFA þrátt fyrir að milljónirnar hafi farið í súginn þegar UEFA ákvað að fresta leiknum. „Það komu engir peningar, hvorki frá UEFA, FIFA, Reykjavíkurborg eða nokkrum öðrum í þessa umspilsaðgerð,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur aldrei spilað utandyra á heimavelli í mars, vegna veðurfars og vallaraðstæðna. Ef ekkert hefði verið að gert varðandi Laugardalsvöll hefði liðið þurft að færa heimaleik sinn við Rúmeníu til annars lands. Hitapulsa leigð enda einn og hálfur milljarður í húfi Þess í stað brá KSÍ á það ráð að leigja sérstaka hitapulsu og freista þess að gera völlinn leikfæran, enda mikið í húfi. Ekki bara sæti í lokakeppni stórmóts, heldur að lágmarki hátt í einn og hálfur milljarður króna í verðlaunafé frá UEFA. Með mikilli vinnu og kostnaði tókst að gera Laugardalsvöll kláran í mars en vegna kórónuveirufaraldursins var leiknum á endanum frestað. Fyrst fram í júní en svo fram í október þegar hann fór loks fram. Ísland vann þá 2-1 sigur, á iðagrænum vellinum, fyrir framan 50 Tólfumeðlimi sem fengu að vera í stúkunni. Engar miðasölutekjur voru þó af leiknum fyrir KSÍ, frekar en af öðrum landsleikjum á árinu. Ísland missti svo á endanum af sæti á EM eftir nístingssárt tap á útivelli gegn Ungverjalandi í úrslitaleik í nóvember. Kostnaðurinn þó 22 milljónum lægri en áætlað var Klara og félagar hjá KSÍ töluðu fyrir daufum eyrum hjá UEFA þegar þau óskuðu eftir mótvægisaðgerðum vegna þess að leikurinn við Rúmena fór ekki fram í mars. KSÍ sparaði sér þó 22 milljónir króna með því að stíga á bremsuna þegar ljóst var í hvað stefndi vegna faraldursins. „Fjárhagsáætlun fyrir umspilsaðgerðina var upp á 64 milljónir króna. Við sáum með kannski tveggja vikna fyrirvara að útlitið var orðið dökkt og stoppuðum þá allar framkvæmdir, en vorum þá þegar búin að leigja þessa hitapulsu frá Bretlandi og kaupa gas til að hita hana. Hvoru tveggja var dýrt, og svo keyptum við líka nýjar yfirbreiðslur á völlinn. Svo fór leikurinn ekki fram, eða ekki fyrr en í október, og við fengum engar miðasölutekjur.“ Í ársreikningi KSÍ kemur fram að tekjur af landsleikjum í fyrra, karla og kvenna, hafi þó verið um 25,9 milljónir króna. Klara segir þær tekjur fyrst og fremst tilkomnar vegna auglýsingaskilta. Hagnaður KSÍ á síðasta ári var 38 milljónir króna. KSÍ UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
„Það komu engir peningar, hvorki frá UEFA, FIFA, Reykjavíkurborg eða nokkrum öðrum í þessa umspilsaðgerð,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur aldrei spilað utandyra á heimavelli í mars, vegna veðurfars og vallaraðstæðna. Ef ekkert hefði verið að gert varðandi Laugardalsvöll hefði liðið þurft að færa heimaleik sinn við Rúmeníu til annars lands. Hitapulsa leigð enda einn og hálfur milljarður í húfi Þess í stað brá KSÍ á það ráð að leigja sérstaka hitapulsu og freista þess að gera völlinn leikfæran, enda mikið í húfi. Ekki bara sæti í lokakeppni stórmóts, heldur að lágmarki hátt í einn og hálfur milljarður króna í verðlaunafé frá UEFA. Með mikilli vinnu og kostnaði tókst að gera Laugardalsvöll kláran í mars en vegna kórónuveirufaraldursins var leiknum á endanum frestað. Fyrst fram í júní en svo fram í október þegar hann fór loks fram. Ísland vann þá 2-1 sigur, á iðagrænum vellinum, fyrir framan 50 Tólfumeðlimi sem fengu að vera í stúkunni. Engar miðasölutekjur voru þó af leiknum fyrir KSÍ, frekar en af öðrum landsleikjum á árinu. Ísland missti svo á endanum af sæti á EM eftir nístingssárt tap á útivelli gegn Ungverjalandi í úrslitaleik í nóvember. Kostnaðurinn þó 22 milljónum lægri en áætlað var Klara og félagar hjá KSÍ töluðu fyrir daufum eyrum hjá UEFA þegar þau óskuðu eftir mótvægisaðgerðum vegna þess að leikurinn við Rúmena fór ekki fram í mars. KSÍ sparaði sér þó 22 milljónir króna með því að stíga á bremsuna þegar ljóst var í hvað stefndi vegna faraldursins. „Fjárhagsáætlun fyrir umspilsaðgerðina var upp á 64 milljónir króna. Við sáum með kannski tveggja vikna fyrirvara að útlitið var orðið dökkt og stoppuðum þá allar framkvæmdir, en vorum þá þegar búin að leigja þessa hitapulsu frá Bretlandi og kaupa gas til að hita hana. Hvoru tveggja var dýrt, og svo keyptum við líka nýjar yfirbreiðslur á völlinn. Svo fór leikurinn ekki fram, eða ekki fyrr en í október, og við fengum engar miðasölutekjur.“ Í ársreikningi KSÍ kemur fram að tekjur af landsleikjum í fyrra, karla og kvenna, hafi þó verið um 25,9 milljónir króna. Klara segir þær tekjur fyrst og fremst tilkomnar vegna auglýsingaskilta. Hagnaður KSÍ á síðasta ári var 38 milljónir króna.
KSÍ UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira