Jóhann Gunnar valdi bestu hægri skyttur Fram á öldinni og valið á toppsætinu kom á óvart Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2021 14:31 Hvern ætli Jóhann Gunnar Einarsson hafi valið sem bestu hægri skyttu Fram á öldinni? stöð 2 sport Jóhann Gunnar Einarsson var með skemmtilegan topp fimm lista í Seinni bylgjunni á mánudaginn. Þar valdi hann fimm bestu hægri skyttur Fram á þessari öld. Hugmyndin að listanum kom eftir góða frammistöðu Vilhelms Poulsen í jafntefli Fram og Stjörnunnar á sunnudaginn. Færeyingurinn hefur staðið sig vel hjá Fram og fær fimmta sætið á lista Jóhanns Gunnars. „Það var talað um að hann væri hornamaður sem gæti spilað skyttu en hann er bara frábær skytta. Hann er enn aðeins mistækur á eftir að verða drullugóður,“ sagði Jóhann Gunnar. Í 4. sætinu er mentor Jóhanns Gunnars í handboltanum, sjálfur Hjálmar Vilhjálmsson. „Hann var umdeildur eftir að hann hætti í boltanum en ótrúlega góður náungi. Hann var grjótkastari og með stærstu læri sem ég veit um.“ Klippa: Seinni bylgjan - Bestu hægri skyttur Fram á öldinni Arnar Birkir Hálfdánsson fékk 3. sætið á lista Jóhanns Gunnars og Rúnar Kárason 2. sætið. Þeir leika báðir sem atvinnumenn erlendis í dag. Val Jóhanns Gunnars á bestu hægri skyttu Fram á þessari öld kom svo mikið á óvart. Eða ekki. Hann setti nefnilega sjálfan sig í toppsætið. „Þetta er bara faglegt mat,“ sagði Jóhann Gunnar og byrjaði svo að tala um sjálfan sig í þriðju persónu. „Ástæðan fyrir því er að allir titlar sem unnust á þessu tímabili, sem eru tveir, þar var þessi leikmaður í hægri skyttunni. Hann var valinn bestur og var markahæstur nánast öll tímabilin. Hann var rosalega mikill félagsmaður og góður í klefanum. Þessi leikmaður er einn sá besti sem spilaði í íslensku deildinni.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Tengdar fréttir Jóhann Gunnar lét til sín taka í teiknitölvunni í Seinni bylgjunni Það var pressa á Jóhanni Gunnari Einarssyni í Seinni bylgjunni í gærkvöldi því í útsendingu frá leik Vals og Aftureldingu var kollegi hans Einar Andri Einarsson búinn að lofa veislu þegar Jóhann Gunnar myndi láta til sín taka í teiknitölvunni. 23. febrúar 2021 13:30 „Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Sjá meira
Hugmyndin að listanum kom eftir góða frammistöðu Vilhelms Poulsen í jafntefli Fram og Stjörnunnar á sunnudaginn. Færeyingurinn hefur staðið sig vel hjá Fram og fær fimmta sætið á lista Jóhanns Gunnars. „Það var talað um að hann væri hornamaður sem gæti spilað skyttu en hann er bara frábær skytta. Hann er enn aðeins mistækur á eftir að verða drullugóður,“ sagði Jóhann Gunnar. Í 4. sætinu er mentor Jóhanns Gunnars í handboltanum, sjálfur Hjálmar Vilhjálmsson. „Hann var umdeildur eftir að hann hætti í boltanum en ótrúlega góður náungi. Hann var grjótkastari og með stærstu læri sem ég veit um.“ Klippa: Seinni bylgjan - Bestu hægri skyttur Fram á öldinni Arnar Birkir Hálfdánsson fékk 3. sætið á lista Jóhanns Gunnars og Rúnar Kárason 2. sætið. Þeir leika báðir sem atvinnumenn erlendis í dag. Val Jóhanns Gunnars á bestu hægri skyttu Fram á þessari öld kom svo mikið á óvart. Eða ekki. Hann setti nefnilega sjálfan sig í toppsætið. „Þetta er bara faglegt mat,“ sagði Jóhann Gunnar og byrjaði svo að tala um sjálfan sig í þriðju persónu. „Ástæðan fyrir því er að allir titlar sem unnust á þessu tímabili, sem eru tveir, þar var þessi leikmaður í hægri skyttunni. Hann var valinn bestur og var markahæstur nánast öll tímabilin. Hann var rosalega mikill félagsmaður og góður í klefanum. Þessi leikmaður er einn sá besti sem spilaði í íslensku deildinni.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Tengdar fréttir Jóhann Gunnar lét til sín taka í teiknitölvunni í Seinni bylgjunni Það var pressa á Jóhanni Gunnari Einarssyni í Seinni bylgjunni í gærkvöldi því í útsendingu frá leik Vals og Aftureldingu var kollegi hans Einar Andri Einarsson búinn að lofa veislu þegar Jóhann Gunnar myndi láta til sín taka í teiknitölvunni. 23. febrúar 2021 13:30 „Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Sjá meira
Jóhann Gunnar lét til sín taka í teiknitölvunni í Seinni bylgjunni Það var pressa á Jóhanni Gunnari Einarssyni í Seinni bylgjunni í gærkvöldi því í útsendingu frá leik Vals og Aftureldingu var kollegi hans Einar Andri Einarsson búinn að lofa veislu þegar Jóhann Gunnar myndi láta til sín taka í teiknitölvunni. 23. febrúar 2021 13:30
„Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30