Með stærri hrinum frá upphafi mælinga Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 12:32 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir stóra skjálfta ekki endilega vera fyrirboða eldgoss. Hins vegar hafi verið kvikusöfnun á Reykjanesinu allt síðasta ár og því ekki útilokað að kvikan rati upp á yfirborðið. „Þetta er með stærri hrinum sem við höfum upplifað á þessum flekaskilum frá upphafi mælinga. Svoleiðis að þetta er mjög athyglisverður atburður sem er í gangi núna þessa klukkutímana,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Ekki er útilokað að kvika rati upp á yfirborðið. Öflug jarðskjálftahrina hefur gengið yfir suðvesturhluta landsins í dag. Stærsti skjálftinn mældist 5,7 að stærð en hann varð klukkan fimm mínútur yfir tíu og átti upptök sín suðsuðvestur af Keili. Margir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið og viðbúið er að jörð muni áfram skjálfa. „Þessir skjálftar sem eru í gangi núna eru fyrst og fremst vegna flekahreyfinga. Þetta eru flekaskil og flekarnir eru að hreyfast,“ segir Páll. „Þetta skilur að norðurameríkuflekann, sem er hér fyrir vestan okkur, og evrasíuflekann sem er fyrir austan okkur. Þeir eru að færast í sundur um tvo sentímetra á ári og það kemur fram í skjálftum fyrst og fremst en líka í eldvirkni og stundum spilar þetta saman.“ Það þurfi hins vegar ekki að vera vísbending um að eldgos sé í vændum. „Stórir skjálftar eru ekkert endilega fyrirboðar eldvirkni. Aðdragandi eldgosa er yfirleitt í litlum skjálftum. Þannig að stærð skjálftanna segir ekkert til um það.“ Páll bendir á að skjálftavirkni hafi verið viðvarandi á Reykjanesinu frá lok árs 2019. „Það virka tímabil er búið að standa allt síðasta ár, og inni í því voru líka kvikuhreyfingar. Þannig að það er ekki hægt að útiloka að eitthvað af þeirri kviku sem við vitum að er á ferli í jarðskorpunni rati upp á yfirborðið. En það yrði kannski meira eins og slys,“ segir Páll Einarsson. Ítarlega umfjöllun um jarðhræringarnar og allar nýjustu vendingar má finna hér. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Öflug jarðskjálftahrina hefur gengið yfir suðvesturhluta landsins í dag. Stærsti skjálftinn mældist 5,7 að stærð en hann varð klukkan fimm mínútur yfir tíu og átti upptök sín suðsuðvestur af Keili. Margir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið og viðbúið er að jörð muni áfram skjálfa. „Þessir skjálftar sem eru í gangi núna eru fyrst og fremst vegna flekahreyfinga. Þetta eru flekaskil og flekarnir eru að hreyfast,“ segir Páll. „Þetta skilur að norðurameríkuflekann, sem er hér fyrir vestan okkur, og evrasíuflekann sem er fyrir austan okkur. Þeir eru að færast í sundur um tvo sentímetra á ári og það kemur fram í skjálftum fyrst og fremst en líka í eldvirkni og stundum spilar þetta saman.“ Það þurfi hins vegar ekki að vera vísbending um að eldgos sé í vændum. „Stórir skjálftar eru ekkert endilega fyrirboðar eldvirkni. Aðdragandi eldgosa er yfirleitt í litlum skjálftum. Þannig að stærð skjálftanna segir ekkert til um það.“ Páll bendir á að skjálftavirkni hafi verið viðvarandi á Reykjanesinu frá lok árs 2019. „Það virka tímabil er búið að standa allt síðasta ár, og inni í því voru líka kvikuhreyfingar. Þannig að það er ekki hægt að útiloka að eitthvað af þeirri kviku sem við vitum að er á ferli í jarðskorpunni rati upp á yfirborðið. En það yrði kannski meira eins og slys,“ segir Páll Einarsson. Ítarlega umfjöllun um jarðhræringarnar og allar nýjustu vendingar má finna hér.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira