Með stærri hrinum frá upphafi mælinga Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 12:32 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir stóra skjálfta ekki endilega vera fyrirboða eldgoss. Hins vegar hafi verið kvikusöfnun á Reykjanesinu allt síðasta ár og því ekki útilokað að kvikan rati upp á yfirborðið. „Þetta er með stærri hrinum sem við höfum upplifað á þessum flekaskilum frá upphafi mælinga. Svoleiðis að þetta er mjög athyglisverður atburður sem er í gangi núna þessa klukkutímana,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Ekki er útilokað að kvika rati upp á yfirborðið. Öflug jarðskjálftahrina hefur gengið yfir suðvesturhluta landsins í dag. Stærsti skjálftinn mældist 5,7 að stærð en hann varð klukkan fimm mínútur yfir tíu og átti upptök sín suðsuðvestur af Keili. Margir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið og viðbúið er að jörð muni áfram skjálfa. „Þessir skjálftar sem eru í gangi núna eru fyrst og fremst vegna flekahreyfinga. Þetta eru flekaskil og flekarnir eru að hreyfast,“ segir Páll. „Þetta skilur að norðurameríkuflekann, sem er hér fyrir vestan okkur, og evrasíuflekann sem er fyrir austan okkur. Þeir eru að færast í sundur um tvo sentímetra á ári og það kemur fram í skjálftum fyrst og fremst en líka í eldvirkni og stundum spilar þetta saman.“ Það þurfi hins vegar ekki að vera vísbending um að eldgos sé í vændum. „Stórir skjálftar eru ekkert endilega fyrirboðar eldvirkni. Aðdragandi eldgosa er yfirleitt í litlum skjálftum. Þannig að stærð skjálftanna segir ekkert til um það.“ Páll bendir á að skjálftavirkni hafi verið viðvarandi á Reykjanesinu frá lok árs 2019. „Það virka tímabil er búið að standa allt síðasta ár, og inni í því voru líka kvikuhreyfingar. Þannig að það er ekki hægt að útiloka að eitthvað af þeirri kviku sem við vitum að er á ferli í jarðskorpunni rati upp á yfirborðið. En það yrði kannski meira eins og slys,“ segir Páll Einarsson. Ítarlega umfjöllun um jarðhræringarnar og allar nýjustu vendingar má finna hér. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Öflug jarðskjálftahrina hefur gengið yfir suðvesturhluta landsins í dag. Stærsti skjálftinn mældist 5,7 að stærð en hann varð klukkan fimm mínútur yfir tíu og átti upptök sín suðsuðvestur af Keili. Margir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið og viðbúið er að jörð muni áfram skjálfa. „Þessir skjálftar sem eru í gangi núna eru fyrst og fremst vegna flekahreyfinga. Þetta eru flekaskil og flekarnir eru að hreyfast,“ segir Páll. „Þetta skilur að norðurameríkuflekann, sem er hér fyrir vestan okkur, og evrasíuflekann sem er fyrir austan okkur. Þeir eru að færast í sundur um tvo sentímetra á ári og það kemur fram í skjálftum fyrst og fremst en líka í eldvirkni og stundum spilar þetta saman.“ Það þurfi hins vegar ekki að vera vísbending um að eldgos sé í vændum. „Stórir skjálftar eru ekkert endilega fyrirboðar eldvirkni. Aðdragandi eldgosa er yfirleitt í litlum skjálftum. Þannig að stærð skjálftanna segir ekkert til um það.“ Páll bendir á að skjálftavirkni hafi verið viðvarandi á Reykjanesinu frá lok árs 2019. „Það virka tímabil er búið að standa allt síðasta ár, og inni í því voru líka kvikuhreyfingar. Þannig að það er ekki hægt að útiloka að eitthvað af þeirri kviku sem við vitum að er á ferli í jarðskorpunni rati upp á yfirborðið. En það yrði kannski meira eins og slys,“ segir Páll Einarsson. Ítarlega umfjöllun um jarðhræringarnar og allar nýjustu vendingar má finna hér.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira