Skjálfti reið yfir í miðju viðtali Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 15:14 Kristín var stödd við vinnu heima hjá sér þegar stóri skjálftinn reið yfir. Hún lýsir því hvernig myndarammar og hlutir hrundu úr hillum og brotnuðu. Þótt alvön sé skjálftum þá brá Kristínu Maríu Birgisdóttur, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar, þegar stóri skjálftinn reið yfir í morgun sem mældist 5,7 að stærð. Skyldi engan undra því jarðeðlisfræðingur segir yfirstandandi hrinu vera með þeim stærri á þessum flekaskilum frá upphafi mælinga. Kristín var stödd við vinnu heima hjá sér þegar stóri skjálftinn reið yfir. Hún lýsir því hvernig myndarammar og hlutir hrundu úr hillum og brotnuðu. Á meðan á viðtalinu okkar stóð reið einn af eftirskjálftunum yfir. Það er nú kannski ekki tilviljunin ein sem ræður því að skjálfti hafi riðið yfir akkúrat á þessu augnabliki enda hefur fjöldinn allur af eftirskjálftum fylgt í kjölfar hins stóra og er frekar til marks um þá miklu virkni sem í gangi er. „Þetta eru bara svo margir og öflugir. Maður hefur oft fundið stóra jarðskjálfta, en kannski ekki svona marga og öfluga.“ Íbúar í Grindavík eru flestir ansi skeknir eftir skjálftana og var mörgum afar brugðið. „Það grípur um sig skelfing þegar svona rosalega öflug skjálftahrina verður, til dæmis í skólunum veit ég. Margt erlent starfsfólk vinnur í fiskvinnslunum sem er alls ekki vant þessu. Það fór út og ég veit að fólk í fyrirtækjum hér hefur farið heim og margir sem eru bara á rúntinum til að finna sem minnst fyrir þessu.“ Eru íbúar óttaslegnir? „Í rauninni ekki. Við byrjuðum að upplifa þetta landris, sem var nú á öðrum stað en skjálftavirknin er núna. Við búum náttúrulega á flekaskilum og þau hafa náttúrulega fært okkur ótrúlega verðmæta auðlind sem við búum vel að hérna á Reykjanesskaganum. En við fórum náttúrulega í að útbúa rýmingaráætlanir og annað ef það skildi koma gos og aðrar náttúruhamfarir. Þannig að það allt saman er klárt eftir vinnuna í fyrra. En þegar náttúruöflin eiga í hlut þá er maður svo varnarlaus og jörðin hristist undir manni. Maður getur ekkert gert. En ég hef stundum bent á það að það eru landshlutar sem hafa þurft að eiga við erfiðari aðstæður eins og skriðuföll og snjóflóð þannig að við náttúrulega reynum bara að halda haus og taka niður myndir þannig að við fáum þetta ekki ofan á okkur þegar við sofum en þetta er aldrei þægilegt, maður finnur alveg spennuna og smá skjálfta eftir þessa öflugu hrinu.“ Kristín María segir að fyrstu viðbrögð hafi verið að athuga hvort allt væri í lagi með hennar nánasta fólk. „Það er í lagi með alla nema ferfætlingana og dýrin, þau verða rosalega hrædd. Það sem fólk hefur helst verið að gera er að fara heim til dýranna sinna því þau eru rosalega næm og hundarnir verða mjög hræddir.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Skyldi engan undra því jarðeðlisfræðingur segir yfirstandandi hrinu vera með þeim stærri á þessum flekaskilum frá upphafi mælinga. Kristín var stödd við vinnu heima hjá sér þegar stóri skjálftinn reið yfir. Hún lýsir því hvernig myndarammar og hlutir hrundu úr hillum og brotnuðu. Á meðan á viðtalinu okkar stóð reið einn af eftirskjálftunum yfir. Það er nú kannski ekki tilviljunin ein sem ræður því að skjálfti hafi riðið yfir akkúrat á þessu augnabliki enda hefur fjöldinn allur af eftirskjálftum fylgt í kjölfar hins stóra og er frekar til marks um þá miklu virkni sem í gangi er. „Þetta eru bara svo margir og öflugir. Maður hefur oft fundið stóra jarðskjálfta, en kannski ekki svona marga og öfluga.“ Íbúar í Grindavík eru flestir ansi skeknir eftir skjálftana og var mörgum afar brugðið. „Það grípur um sig skelfing þegar svona rosalega öflug skjálftahrina verður, til dæmis í skólunum veit ég. Margt erlent starfsfólk vinnur í fiskvinnslunum sem er alls ekki vant þessu. Það fór út og ég veit að fólk í fyrirtækjum hér hefur farið heim og margir sem eru bara á rúntinum til að finna sem minnst fyrir þessu.“ Eru íbúar óttaslegnir? „Í rauninni ekki. Við byrjuðum að upplifa þetta landris, sem var nú á öðrum stað en skjálftavirknin er núna. Við búum náttúrulega á flekaskilum og þau hafa náttúrulega fært okkur ótrúlega verðmæta auðlind sem við búum vel að hérna á Reykjanesskaganum. En við fórum náttúrulega í að útbúa rýmingaráætlanir og annað ef það skildi koma gos og aðrar náttúruhamfarir. Þannig að það allt saman er klárt eftir vinnuna í fyrra. En þegar náttúruöflin eiga í hlut þá er maður svo varnarlaus og jörðin hristist undir manni. Maður getur ekkert gert. En ég hef stundum bent á það að það eru landshlutar sem hafa þurft að eiga við erfiðari aðstæður eins og skriðuföll og snjóflóð þannig að við náttúrulega reynum bara að halda haus og taka niður myndir þannig að við fáum þetta ekki ofan á okkur þegar við sofum en þetta er aldrei þægilegt, maður finnur alveg spennuna og smá skjálfta eftir þessa öflugu hrinu.“ Kristín María segir að fyrstu viðbrögð hafi verið að athuga hvort allt væri í lagi með hennar nánasta fólk. „Það er í lagi með alla nema ferfætlingana og dýrin, þau verða rosalega hrædd. Það sem fólk hefur helst verið að gera er að fara heim til dýranna sinna því þau eru rosalega næm og hundarnir verða mjög hræddir.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira