Borg er samfélag Alexandra Briem skrifar 25. febrúar 2021 07:01 Ekkert okkar vill vera á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga til framfærslu. Ég hef prófað það, og það er í stuttu máli mjög erfitt og niðurdrepandi. Samt er þetta algjörlega nauðsynlegur hluti af nútíma borgarsamfélagi. Það verður að vera eitthvað sem grípur fólk sem annars gæti ekki fengið mat eða húsaskjól. Á Íslandi eru það sveitarfélögin, og borgin er þar í forystu. En það er hægt að gera betur. Það á ekki að vera erfitt og það á ekki að vera niðurdrepandi. Þess vegna vorum við að samþykkja í velferðarráði að breyta reglum um fjárhagsaðstoð í Reykjavík og senda þær áfram til borgarráðs til staðfestingar. Kerfið á ekki bara að tryggja grunnframfærslu. Það á líka að tryggja að börn fái aðgang að þjónustu samfélagsins, óháð stöðu foreldra þeirra. Þess vegna er skýrt kveðið á um það í nýju reglunum að foreldrar á fjárhagsaðstoð fái stuðning til að greiða fyrir leikskólavist í átta tíma á dag, eða frístund með grunnskóla, ásamt máltíðum og síðdegishressingu eftir því sem við á fyrir börn sín á sama tíma og umsóknarferlið einfaldað. Kerfið á ekki bara að horfa til fastra stærða og hunsa aðstæður fólks. Þess vegna aukum við svigrúm vegna tekna fyrri mánaða fyrir fólk sem er að koma úr öðrum kerfum, svosem úr endurhæfingu. Kerfið á að hafa samúð og hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda, þess vegna hækkum við heimildir til útfararstyrkja og til að sækja sérhæfða þjónustu. Kerfið á ekki að festa fólk í fátæktargildru heldur hjálpa fólki að standa á eigin fótum og bæta eigið líf. Þess vegna rýmkum við til muna takmarkanir á námsstyrkjum vegna náms á framhaldsskólastigi, fjarlægt aldurshámark og afnumið kröfu um að nám leiði til náms á háskólastigi, og opna þar með fyrir möguleika á styrkjum til verk- og iðnnáms sem ekki eru lánshæf. Kerfið á að vera einfalt í notkun og aðgengilegt, þess vegna er lögð áhersla á rafræna þjónustu sem fólk getur sótt á eigin tíma eftir eigin hentisemi, og öfluga framlínu og ráðgjafaþjónustu sem hægt er að leita til ef aðstoðar er þörf. Það er fleira sem við viljum breyta og bæta, en þessi atriði eru brýn og ég er stolt af því að við í Pírötum höfum tekið þátt í þeirri vinnu sem leiðir til þessara breytinga. Reykjavíkurborg á að vera áfram leiðandi í þjónustu við íbúana. Höfundur er fulltrúi Pírata í Velferðarráði Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Alexandra Briem Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Ekkert okkar vill vera á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga til framfærslu. Ég hef prófað það, og það er í stuttu máli mjög erfitt og niðurdrepandi. Samt er þetta algjörlega nauðsynlegur hluti af nútíma borgarsamfélagi. Það verður að vera eitthvað sem grípur fólk sem annars gæti ekki fengið mat eða húsaskjól. Á Íslandi eru það sveitarfélögin, og borgin er þar í forystu. En það er hægt að gera betur. Það á ekki að vera erfitt og það á ekki að vera niðurdrepandi. Þess vegna vorum við að samþykkja í velferðarráði að breyta reglum um fjárhagsaðstoð í Reykjavík og senda þær áfram til borgarráðs til staðfestingar. Kerfið á ekki bara að tryggja grunnframfærslu. Það á líka að tryggja að börn fái aðgang að þjónustu samfélagsins, óháð stöðu foreldra þeirra. Þess vegna er skýrt kveðið á um það í nýju reglunum að foreldrar á fjárhagsaðstoð fái stuðning til að greiða fyrir leikskólavist í átta tíma á dag, eða frístund með grunnskóla, ásamt máltíðum og síðdegishressingu eftir því sem við á fyrir börn sín á sama tíma og umsóknarferlið einfaldað. Kerfið á ekki bara að horfa til fastra stærða og hunsa aðstæður fólks. Þess vegna aukum við svigrúm vegna tekna fyrri mánaða fyrir fólk sem er að koma úr öðrum kerfum, svosem úr endurhæfingu. Kerfið á að hafa samúð og hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda, þess vegna hækkum við heimildir til útfararstyrkja og til að sækja sérhæfða þjónustu. Kerfið á ekki að festa fólk í fátæktargildru heldur hjálpa fólki að standa á eigin fótum og bæta eigið líf. Þess vegna rýmkum við til muna takmarkanir á námsstyrkjum vegna náms á framhaldsskólastigi, fjarlægt aldurshámark og afnumið kröfu um að nám leiði til náms á háskólastigi, og opna þar með fyrir möguleika á styrkjum til verk- og iðnnáms sem ekki eru lánshæf. Kerfið á að vera einfalt í notkun og aðgengilegt, þess vegna er lögð áhersla á rafræna þjónustu sem fólk getur sótt á eigin tíma eftir eigin hentisemi, og öfluga framlínu og ráðgjafaþjónustu sem hægt er að leita til ef aðstoðar er þörf. Það er fleira sem við viljum breyta og bæta, en þessi atriði eru brýn og ég er stolt af því að við í Pírötum höfum tekið þátt í þeirri vinnu sem leiðir til þessara breytinga. Reykjavíkurborg á að vera áfram leiðandi í þjónustu við íbúana. Höfundur er fulltrúi Pírata í Velferðarráði Reykjavíkurborgar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun