Ekkert samtal um samningsleysi Vilhjálmur Árnason skrifar 25. febrúar 2021 07:01 Samningagerð Sjúkratrygginga Íslands við hina ýmsu aðila í heilbrigðisþjónustu var rædd í Velferðarnefnd Alþingis í vikunni. Fyrst komu talmeinafræðingar og sjúkraþjálfarar og lýstu raunum sínum í samskiptum við SÍ. Því næst komu bæjarstjórar, Akureyrar, Hafnar í Hornafirði og Vestmannaeyja og fóru yfir það ófremdarástand sem komið er upp varðandi skil þeirra á rekstri hjúkrunarheimila eftir að samningum þeirra var ekki fylgt eftir. Þessu til viðbótar, þekkjum við afleiðingar samningsleysis við sjálfstætt starfandi aðila vegna liðskiptaaðgerða svo dæmi sé tekið. Hvað skýrir þá pattstöðu sem upp er komin? Af hverju er ekkert samtal um samningsleysið? Á þetta að vera svona áfram? Ég vil leyfa mér að minna á að Sjúkratryggingar Íslands hafa beinlínis það hlutverk samkvæmt lögum að kaupa heilbrigðisþjónustu til að tryggja aðgengi óháð efnahag, skila hagræði og tryggja gæði. Í greinargerð með þessum sömu lögum segir að kostnaðargreina eigi heilbrigðisþjónustuna og taka upp „blandaða fjármögnun á heilbrigðisstofnunum þar sem fjármagn fylgir sjúklingum. Þannig fái heilbrigðisstofnanir fjármagn í samræmi við þörf og fjölda verka. Skapað verði svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu, m.a. með útboðum og þjónustusamningum, en jafnframt tryggt að allir hafi að henni jafnan aðgang, óháð efnahag”. Býsna skýrt. Hvert er þá vandamálið? Umræddar heilbrigðisstéttir og rekstraraðilar í heilbrigðisþjónustu kvarta undan samtalsleysi og að þurfa að sæta afarkostum við samningagerð hjá SÍ. Þá kemur einnig fram í máli þeirra að engar greiningar um kostnað, hagræði eða ávinning notanda hafa verið gerðar við ný skilyrði í samningum. Greiningardeild SÍ hefur verið lögð niður. Þau segja að reglugerðir á grundvelli rammasamninga séu uppfærðar án samráðs. Þetta hefur skapað mikið óhagræði, aukið á álag og kostnað annarsstaðar í heilbrigðiskerfinu. Flestir kannast rekstraraðilar heilbrigðisþjónustu við að SÍ vísi á heilbrigðisráðuneytið og öfugt, þ.e. að ráðuneytið vísi á SÍ. Þetta er að mínu mati óboðleg staða. Þetta var aldrei markmiðið með stofnun Sjúkratrygginga Íslands, að vera flöskuháls og framfarahemill í þróun heilbrigðisþjónustunnar. Svona eru skattpeningar okkar alls ekki best nýttir og þetta er jafnframt alls ekki í samræmi við væntingar notenda heilbrigðisþjónustunnar. Markmiðið með SÍ var alltaf að sjá til þess að sjúkratryggðum stæðu til boða fjölbreytt úrræði sem uppfylla þarfir þeirra og tryggja gæði á sem hagkvæmasta hátt. Þetta er kjarni málsins og hefur ekkert breyst. Við þurfum áfram að hafa lausnir í okkar heilbrigðisþjónustu sem tryggja bestu þjónustuna á sem öruggastan og hagkvæmasta máta. Til þess voru Sjúkratryggingar Íslands stofnaðar og þeim ber einfaldlega skylda til að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Fyrsta skrefið er að hefja samtalið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Samningagerð Sjúkratrygginga Íslands við hina ýmsu aðila í heilbrigðisþjónustu var rædd í Velferðarnefnd Alþingis í vikunni. Fyrst komu talmeinafræðingar og sjúkraþjálfarar og lýstu raunum sínum í samskiptum við SÍ. Því næst komu bæjarstjórar, Akureyrar, Hafnar í Hornafirði og Vestmannaeyja og fóru yfir það ófremdarástand sem komið er upp varðandi skil þeirra á rekstri hjúkrunarheimila eftir að samningum þeirra var ekki fylgt eftir. Þessu til viðbótar, þekkjum við afleiðingar samningsleysis við sjálfstætt starfandi aðila vegna liðskiptaaðgerða svo dæmi sé tekið. Hvað skýrir þá pattstöðu sem upp er komin? Af hverju er ekkert samtal um samningsleysið? Á þetta að vera svona áfram? Ég vil leyfa mér að minna á að Sjúkratryggingar Íslands hafa beinlínis það hlutverk samkvæmt lögum að kaupa heilbrigðisþjónustu til að tryggja aðgengi óháð efnahag, skila hagræði og tryggja gæði. Í greinargerð með þessum sömu lögum segir að kostnaðargreina eigi heilbrigðisþjónustuna og taka upp „blandaða fjármögnun á heilbrigðisstofnunum þar sem fjármagn fylgir sjúklingum. Þannig fái heilbrigðisstofnanir fjármagn í samræmi við þörf og fjölda verka. Skapað verði svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu, m.a. með útboðum og þjónustusamningum, en jafnframt tryggt að allir hafi að henni jafnan aðgang, óháð efnahag”. Býsna skýrt. Hvert er þá vandamálið? Umræddar heilbrigðisstéttir og rekstraraðilar í heilbrigðisþjónustu kvarta undan samtalsleysi og að þurfa að sæta afarkostum við samningagerð hjá SÍ. Þá kemur einnig fram í máli þeirra að engar greiningar um kostnað, hagræði eða ávinning notanda hafa verið gerðar við ný skilyrði í samningum. Greiningardeild SÍ hefur verið lögð niður. Þau segja að reglugerðir á grundvelli rammasamninga séu uppfærðar án samráðs. Þetta hefur skapað mikið óhagræði, aukið á álag og kostnað annarsstaðar í heilbrigðiskerfinu. Flestir kannast rekstraraðilar heilbrigðisþjónustu við að SÍ vísi á heilbrigðisráðuneytið og öfugt, þ.e. að ráðuneytið vísi á SÍ. Þetta er að mínu mati óboðleg staða. Þetta var aldrei markmiðið með stofnun Sjúkratrygginga Íslands, að vera flöskuháls og framfarahemill í þróun heilbrigðisþjónustunnar. Svona eru skattpeningar okkar alls ekki best nýttir og þetta er jafnframt alls ekki í samræmi við væntingar notenda heilbrigðisþjónustunnar. Markmiðið með SÍ var alltaf að sjá til þess að sjúkratryggðum stæðu til boða fjölbreytt úrræði sem uppfylla þarfir þeirra og tryggja gæði á sem hagkvæmasta hátt. Þetta er kjarni málsins og hefur ekkert breyst. Við þurfum áfram að hafa lausnir í okkar heilbrigðisþjónustu sem tryggja bestu þjónustuna á sem öruggastan og hagkvæmasta máta. Til þess voru Sjúkratryggingar Íslands stofnaðar og þeim ber einfaldlega skylda til að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Fyrsta skrefið er að hefja samtalið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun