Nýi methafinn hjá Manchester United vill að nafnið hans sé borið rétt fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 11:31 Shola Shoretire kom inn á hjá Manchester United í gær á móti Real Sociedad og setti nýtt met. AP/Dave Thompson Shola Shoretire setti nýtt félagsmet hjá Manchester United í gærkvöldi þegar enska úrvalsdeildarliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Manchester United lagði grunninn að sæti í næstu umferð með 4-0 útisigri á Real Sociedad í fyrri leiknum og Ole Gunnar Solskjær gat því leyft sér að henda stráknum inn á völlinn. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og United er í pottinum þegar dregið verður í dag. Shola Shoretire sló í gærkvöldi met sam var búið að vera í eigu Norman Whiteside í rúmlega 38 ár eða síðan 15. september 1982. Norman Whiteside var 17 ára og 131 dags gamall þegar hann spilaði með Manchester United á móti spænska liðinu Valencia á Old Trafford í fyrstu umferð UEFA-bikarsins. Shoretire var 108 dögum yngri í gær eða 17 ára og 23 daga gamall. Mason Greenwood og Gary Neville höfðu báðir verið nálægt því að bæta metið á þessum tíma en þeir spiluðu báðir Evrópuleik fyrir átján ára afmælið sitt. Youngest players for @ManUtd in European games17y 23d Shola Shoretire17y 131d Norman Whiteside17y 156d Mason Greenwood17y 211d Gary Neville pic.twitter.com/WQXf3ubT64— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 25, 2021 Shola Shoretire þykir mjög efnilegur knattspyrnumaður og menn eru greinilega mjög spenntir fyrir honum á Old Trafford víst að hann er farinn að koma inn á í leikjum með aðalliðinu. Shoretire fékk eina mínútu í síðasta deildarleik á móti Newcastle og svo fjórtán mínútur í gærkvöldi þegar hann kom inn á völlinn fyrir Mason Greenwood. Greenwood var 133 dögum eldri þegar hann spilaði sinn fyrsta Evrópuleik fyrir félagið á sínum tíma. Shoretire er farinn að skapa sér nafn en það er eins og sumir knattspyrnusérfræðingar séu ekki alveg með nafnið hans á hreinu. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær ræddi nefnilega framburðinn á nafni Shoretire á blaðamannafundi eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má líka heyra hvernig á að bera fram nafn Shoretire. PSA: Ole Gunnar Solskjaer tells everyone how to pronounce 'Shoretire' correctly pic.twitter.com/QCWgEaOZj4— Mirror Football (@MirrorFootball) February 26, 2021 Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Manchester United lagði grunninn að sæti í næstu umferð með 4-0 útisigri á Real Sociedad í fyrri leiknum og Ole Gunnar Solskjær gat því leyft sér að henda stráknum inn á völlinn. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og United er í pottinum þegar dregið verður í dag. Shola Shoretire sló í gærkvöldi met sam var búið að vera í eigu Norman Whiteside í rúmlega 38 ár eða síðan 15. september 1982. Norman Whiteside var 17 ára og 131 dags gamall þegar hann spilaði með Manchester United á móti spænska liðinu Valencia á Old Trafford í fyrstu umferð UEFA-bikarsins. Shoretire var 108 dögum yngri í gær eða 17 ára og 23 daga gamall. Mason Greenwood og Gary Neville höfðu báðir verið nálægt því að bæta metið á þessum tíma en þeir spiluðu báðir Evrópuleik fyrir átján ára afmælið sitt. Youngest players for @ManUtd in European games17y 23d Shola Shoretire17y 131d Norman Whiteside17y 156d Mason Greenwood17y 211d Gary Neville pic.twitter.com/WQXf3ubT64— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 25, 2021 Shola Shoretire þykir mjög efnilegur knattspyrnumaður og menn eru greinilega mjög spenntir fyrir honum á Old Trafford víst að hann er farinn að koma inn á í leikjum með aðalliðinu. Shoretire fékk eina mínútu í síðasta deildarleik á móti Newcastle og svo fjórtán mínútur í gærkvöldi þegar hann kom inn á völlinn fyrir Mason Greenwood. Greenwood var 133 dögum eldri þegar hann spilaði sinn fyrsta Evrópuleik fyrir félagið á sínum tíma. Shoretire er farinn að skapa sér nafn en það er eins og sumir knattspyrnusérfræðingar séu ekki alveg með nafnið hans á hreinu. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær ræddi nefnilega framburðinn á nafni Shoretire á blaðamannafundi eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má líka heyra hvernig á að bera fram nafn Shoretire. PSA: Ole Gunnar Solskjaer tells everyone how to pronounce 'Shoretire' correctly pic.twitter.com/QCWgEaOZj4— Mirror Football (@MirrorFootball) February 26, 2021
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti