Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 84-91 | KR-ingar sóttu sigur í Seljaskóla Andri Már Eggertsson skrifar 28. febrúar 2021 21:49 Valur - KR Domino´s deild karla vetur 2020 - 2021 körfubolti KKÍ Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Dominos deildin hófst á nýjan leik eftir að liðin hafa verið í pásu vegna landsleikja. ÍR tapaði sínum þriðja leik í röð og kom það í hlut KR að vinna þá í kvöld 84 - 91 í spennandi leik. Endurkoma Ghetto Hooligans virtist kveikja í ÍR ingum til að byrja með þar sem þeir tóku frumkvæði leiksins og komust snemma leiks 5 stigum yfir. KR var ekki lengi að koma sér almennilega inn í leikinn í fyrsta fjórðung. Matthías Orri gerði vel í að keyra á körfuna og koma sér nálægt hringnum sem ÍR réði illa við. Jakob Örn gerði þriggja stiga körfu i lokinn á fyrsta fjórðung sem gaf góð fyrirheit fyrir annan leikhluta þar sem KR var að spila betur en ÍR þá sérstaklega í vörn sem neyddi ÍR í tapaða bolta eða erfið skot sem KR nýtti sér og keyrðu á ÍR inga. KR var átta stigum yfir í hálfleik 41 - 49. Brandon Joseph Nazione var allt í öllu í upp gang KR í fyrri hálfleik þar sem hann gerði 20 stig. Zwonko Buljan setti tóninn í ÍR liðinu þar sem hann gerði fyrstu 5 stig seinni hálfleiks og fór ÍR á mikið flug sem endaði með að Darri Freyr tók leikhlé þar sem áhlaup ÍR var 18 - 7. Seinasti fjórðungur leiksins var æsispennandi og mikil skemmtun, liðin skiptust á að taka forystu leiksins þangað til bræðurnir Jakob Örn og Matthías Orri Sigurðarsynir tóku leikinn í sínar hendur og gerðu sitthvora þriggja stiga körfuna sem reyndist vera of mikið fyrir ÍR og endaði leikurinn 84 - 91 KR í vil. Af hverju vann KR? KR hefur farið í gegnum marga jafna og spennandi leiki sem enda oftast allir á sama veg. Sóknarleikur KR var mjög góður lengst af í leiknum. KR fékk gott framlag úr mörgum ólíkum áttum sem gerði ÍR erfitt fyrir ásamt því þéttu þeir vörnina undir lok leiks sem neyddi ÍR í erfið skot. Hverjir stóðu upp úr? Fyrri hálfleikur Brandon Joseph var frábær sérstaklega í sókn þar sem ÍR átti í miklum vandræðum með að ráða við hæð og styrk hans sem skilaði honum 20 stigum í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn hjá honum var hins vegar algjör andstæða við þann fyrri en þar skilaði hann aðeins 1 stigi sem var úr vítaskoti. Matthías Orri Sigurðsson var frábær sem leikstjórnandi KR í kvöld. Matthías gerði vel í að keyra á körfuna sem og skjóta fyrir utan ásamt því var hann að finna félagana þegar þeir voru lausir sem skilaði honum 19 stigum og 9 stoðsendingum. Zvonko Buljan var frábær í liði ÍR ingar hann lenti snemma í villu vandræðum en á innan við 14 mínútum skilaði hann 21 stigi. Hvað gekk illa? ÍR átti á heildina litið mjög fínan leik en það eru seinustu mínútur leiksins sem fara með þetta fyrir þá, þeir gerðu sig seka um klaufaleg mistök þar sem þeir voru bæði að taka erfið skot á móti fengu KR auðveld skot sem þeir nýttu sér. Hvað gerist næst? Næsta umferð hefst strax á fimmtudaginn þar sem KR fer í Njarðtaks-gryfjuna og mætir Njarðvík klukkan 20:15. ÍR fer á Sauðárkrók næsta fimmtudag og mæta þar Tindastól klukkan 18:00. Borche Ilievski: Það var lítið jafnvægi í villunum sem dómararnir voru að flauta á í kvöld. „Þetta var mjög svekkjandi sérstaklega í ljósi þess að við erum að tapa okkar þriðja leik í röð. Þegar við skoðum villurnar í leiknum þá er mjög sérstakt að sjá að KR fékk dæmt á sig 13 villur á meðan fengum við dæmda á okkur 26 villur. Sagði Borche svekktur með þriðja tapið í röð. „Það var margt mjög sérstakt við villurnar sem við fengum dæmdar á okkur til að mynda fékk Zvonko Buljan 5 villur sem spilaði ekki einu sinni 14 mínútur, ég óska eftir að dómarar fylgi línunni sem þeir voru að setja á báðum endum vallarins en svona er þetta stundum.” KR skoraði 91 stig á vörn ÍR sem Borche var ekkert sérstaklega kátur með en gerði sér grein fyrir að KR er með marga sterka leikmenn sem geta allir skorað. „KR er með marga góða leikmenn og ef þú ætlar að stoppa þá alla verðuru að vera vakandi í allar 40 mínúturnar, við vorum sofandi undir lokinn þegar Jakob var galopinn og setti niður mikilvæga körfu og verðum við að vera heilt yfir betri varnarlega.” Borche sagði að lokum að mistök ÍR undir lok leiks ásamt opnum skotum sem fóru ekki ofan í körfuna var það sem skildi liðin af í lokinn. Dominos-deild karla KR ÍR
Dominos deildin hófst á nýjan leik eftir að liðin hafa verið í pásu vegna landsleikja. ÍR tapaði sínum þriðja leik í röð og kom það í hlut KR að vinna þá í kvöld 84 - 91 í spennandi leik. Endurkoma Ghetto Hooligans virtist kveikja í ÍR ingum til að byrja með þar sem þeir tóku frumkvæði leiksins og komust snemma leiks 5 stigum yfir. KR var ekki lengi að koma sér almennilega inn í leikinn í fyrsta fjórðung. Matthías Orri gerði vel í að keyra á körfuna og koma sér nálægt hringnum sem ÍR réði illa við. Jakob Örn gerði þriggja stiga körfu i lokinn á fyrsta fjórðung sem gaf góð fyrirheit fyrir annan leikhluta þar sem KR var að spila betur en ÍR þá sérstaklega í vörn sem neyddi ÍR í tapaða bolta eða erfið skot sem KR nýtti sér og keyrðu á ÍR inga. KR var átta stigum yfir í hálfleik 41 - 49. Brandon Joseph Nazione var allt í öllu í upp gang KR í fyrri hálfleik þar sem hann gerði 20 stig. Zwonko Buljan setti tóninn í ÍR liðinu þar sem hann gerði fyrstu 5 stig seinni hálfleiks og fór ÍR á mikið flug sem endaði með að Darri Freyr tók leikhlé þar sem áhlaup ÍR var 18 - 7. Seinasti fjórðungur leiksins var æsispennandi og mikil skemmtun, liðin skiptust á að taka forystu leiksins þangað til bræðurnir Jakob Örn og Matthías Orri Sigurðarsynir tóku leikinn í sínar hendur og gerðu sitthvora þriggja stiga körfuna sem reyndist vera of mikið fyrir ÍR og endaði leikurinn 84 - 91 KR í vil. Af hverju vann KR? KR hefur farið í gegnum marga jafna og spennandi leiki sem enda oftast allir á sama veg. Sóknarleikur KR var mjög góður lengst af í leiknum. KR fékk gott framlag úr mörgum ólíkum áttum sem gerði ÍR erfitt fyrir ásamt því þéttu þeir vörnina undir lok leiks sem neyddi ÍR í erfið skot. Hverjir stóðu upp úr? Fyrri hálfleikur Brandon Joseph var frábær sérstaklega í sókn þar sem ÍR átti í miklum vandræðum með að ráða við hæð og styrk hans sem skilaði honum 20 stigum í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn hjá honum var hins vegar algjör andstæða við þann fyrri en þar skilaði hann aðeins 1 stigi sem var úr vítaskoti. Matthías Orri Sigurðsson var frábær sem leikstjórnandi KR í kvöld. Matthías gerði vel í að keyra á körfuna sem og skjóta fyrir utan ásamt því var hann að finna félagana þegar þeir voru lausir sem skilaði honum 19 stigum og 9 stoðsendingum. Zvonko Buljan var frábær í liði ÍR ingar hann lenti snemma í villu vandræðum en á innan við 14 mínútum skilaði hann 21 stigi. Hvað gekk illa? ÍR átti á heildina litið mjög fínan leik en það eru seinustu mínútur leiksins sem fara með þetta fyrir þá, þeir gerðu sig seka um klaufaleg mistök þar sem þeir voru bæði að taka erfið skot á móti fengu KR auðveld skot sem þeir nýttu sér. Hvað gerist næst? Næsta umferð hefst strax á fimmtudaginn þar sem KR fer í Njarðtaks-gryfjuna og mætir Njarðvík klukkan 20:15. ÍR fer á Sauðárkrók næsta fimmtudag og mæta þar Tindastól klukkan 18:00. Borche Ilievski: Það var lítið jafnvægi í villunum sem dómararnir voru að flauta á í kvöld. „Þetta var mjög svekkjandi sérstaklega í ljósi þess að við erum að tapa okkar þriðja leik í röð. Þegar við skoðum villurnar í leiknum þá er mjög sérstakt að sjá að KR fékk dæmt á sig 13 villur á meðan fengum við dæmda á okkur 26 villur. Sagði Borche svekktur með þriðja tapið í röð. „Það var margt mjög sérstakt við villurnar sem við fengum dæmdar á okkur til að mynda fékk Zvonko Buljan 5 villur sem spilaði ekki einu sinni 14 mínútur, ég óska eftir að dómarar fylgi línunni sem þeir voru að setja á báðum endum vallarins en svona er þetta stundum.” KR skoraði 91 stig á vörn ÍR sem Borche var ekkert sérstaklega kátur með en gerði sér grein fyrir að KR er með marga sterka leikmenn sem geta allir skorað. „KR er með marga góða leikmenn og ef þú ætlar að stoppa þá alla verðuru að vera vakandi í allar 40 mínúturnar, við vorum sofandi undir lokinn þegar Jakob var galopinn og setti niður mikilvæga körfu og verðum við að vera heilt yfir betri varnarlega.” Borche sagði að lokum að mistök ÍR undir lok leiks ásamt opnum skotum sem fóru ekki ofan í körfuna var það sem skildi liðin af í lokinn.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti