Innlent

Skjálftinn mældist 4,9 að stærð

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Jörð hefur skolfið í vel á þriðja sólarhring í grennd Fagradalsfjalls á Reykjanesinu.
Jörð hefur skolfið í vel á þriðja sólarhring í grennd Fagradalsfjalls á Reykjanesinu. Vísir/Vilhelm

Enn skelfur jörðin og fannst rétt í þessu snarpur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann 4,9 að stærð.

Húsakynni fréttastofu á Suðurlandsbrautinni nötruðu hressilega þegar skjálftinn reið yfir. Samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofunnar er skjálftinn á sama svæði og skjálftarnir sem riðu yfir fyrr í kvöld, suðvestur af Keili.

Seinnipartinn og í kvöld hafa allnokkrir skjálftar yfir stærðinni 3,0 mælst á svæðinu og þrír yfir 4,0 að stærð.

Stærsti skjálftinn reið yfir klukkan 20.08 og mældist sá 4,6 að stærð við Keili. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi.

Rúmlega fimm þúsund skjálftar hafa mælst á suðvesturhorninu frá því að hrinan hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×