Grípa til refsiaðgerða en ekki gegn krónprinsinum sjálfum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. febrúar 2021 10:20 Biden hyggst augljóslega ganga lengra í að fordæma mannréttindabrot Sádi Arabíu en forveri sinn en hefur þó ákveðið að grípa ekki til aðgerða gegn krónprinsinum sjálfum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað fjölda einstaklinga frá Sádi Arabíu að ferðast til Bandaríkjanna og íhuga að endurskoða vopnasölu til ríkisins. Bandaríkjamenn birtu í gær skýrslu þar sem fram kemur að krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur löngum gagnrýnt það hvernig fyrrum stjórnvöld tóku á morðinu en hann hefur meðal annars heitið því að ræða aðeins við konunginn, jafnvel þótt sonur hans fari í raun með völd í ríkinu. Birtingu skýrslunnar var fagnað af þingmönnum og aðgerðasinnum en margir gagnrýndu að Biden hefði ekki gengið lengra og refsað krónprinsinum persónulega. Fregnir herma hins vegar að ráðgjafar forsetans hafi ráðlagt honum að feta þann veg að fordæma morðið en freista þess að viðhalda samskiptum við mikilvægan bandamann. Vopnasala á ís Khashoggi var lokkaður í sendiráð Sádi Arabíu í Istanbúl, þar sem ráðist var á hann og hann tekinn af lífi. Bandarískir embættismenn hafa hlustað á upptökur frá Tyrkjum, þar sem heyrist hvernig blaðamaðurinn reynir að berjast á móti en er myrtur og síðan bútaður niður. Líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Aftökusveitin taldi fimmtán einstaklinga sem flugu aftur til Riyadh á þotum í eigu fyrirtækis sem krónprinsinn hafði nýlega yfirtekið. Helmingur mannanna tilheyrði lífvarðasveit prinsins. Eins og fyrr segir munu refsiaðgerðir Bandaríkjamanna ekki koma beint niður á krónprinsinum sjálfum en þær beinast meðal annars að öðrum ríkisborgurum Sádi Arabíu sem Bandaríkjamenn telja hafa brotið á blaðamönnum, aðgerðasinnum og stjórnarandstæðingum. Þá hefur ríkisstjórn Biden fryst sölu á vopnum að andvirði 750 milljónir dala en engar ákvarðanir hafa verið teknar um að falla frá sölunni né öðru hernaðarsamstarfi, sem felur meðal annars í sér þjónustu við F-15 flota Sáda. Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur löngum gagnrýnt það hvernig fyrrum stjórnvöld tóku á morðinu en hann hefur meðal annars heitið því að ræða aðeins við konunginn, jafnvel þótt sonur hans fari í raun með völd í ríkinu. Birtingu skýrslunnar var fagnað af þingmönnum og aðgerðasinnum en margir gagnrýndu að Biden hefði ekki gengið lengra og refsað krónprinsinum persónulega. Fregnir herma hins vegar að ráðgjafar forsetans hafi ráðlagt honum að feta þann veg að fordæma morðið en freista þess að viðhalda samskiptum við mikilvægan bandamann. Vopnasala á ís Khashoggi var lokkaður í sendiráð Sádi Arabíu í Istanbúl, þar sem ráðist var á hann og hann tekinn af lífi. Bandarískir embættismenn hafa hlustað á upptökur frá Tyrkjum, þar sem heyrist hvernig blaðamaðurinn reynir að berjast á móti en er myrtur og síðan bútaður niður. Líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Aftökusveitin taldi fimmtán einstaklinga sem flugu aftur til Riyadh á þotum í eigu fyrirtækis sem krónprinsinn hafði nýlega yfirtekið. Helmingur mannanna tilheyrði lífvarðasveit prinsins. Eins og fyrr segir munu refsiaðgerðir Bandaríkjamanna ekki koma beint niður á krónprinsinum sjálfum en þær beinast meðal annars að öðrum ríkisborgurum Sádi Arabíu sem Bandaríkjamenn telja hafa brotið á blaðamönnum, aðgerðasinnum og stjórnarandstæðingum. Þá hefur ríkisstjórn Biden fryst sölu á vopnum að andvirði 750 milljónir dala en engar ákvarðanir hafa verið teknar um að falla frá sölunni né öðru hernaðarsamstarfi, sem felur meðal annars í sér þjónustu við F-15 flota Sáda.
Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira