Stóðu heiðursvörð við útför kafteins Tom Moore Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2021 20:06 Útför kafteins Tom Moore fór fram í dag. EPA-EFE/JOE GIDDENS Útför kafteins Tom Moore, sem safnaði milljörðum til styrktar breska heilbrigðiskerfinu síðasta vor, fór fram í dag. Breskir hermenn stóðu heiðursvörð og herflugvélar flugu yfir útförinni til heiðurs kafteininum. Útförinni var sjónvarpað en vegna kórónuveirufaraldursins gátu aðeins átta nánir fjölskyldumeðlimir verið viðstaddir útförinni. Sex hermenn úr hersveit Jórvíkurskíris, sem Moore var hluti af í síðari heimstyrjöldinni, báru kistu hans til grafar. Þá stóðu fjórtán hermenn heiðursvörð og skutu úr byssum upp í loft honum til heiðurs. Herflugvélinni Douglas C-47, sem var notuð af Bretum í síðari heimstyrjöld, var flogið yfir útfararstaðinn. Hermenn úr hersveit Jórvíkurskíris stóðu heiðursvörð við útför kafteins Tom Moore.EPA-EFE/JOE GIDDENS Um leið og sóttvarnareglur leyfa ætlar fjölskylda Moors að jarðsetja ösku hans í Jórvíkurskíri þar sem hann mun hvíla ásamt foreldrum sínum, öfum og ömmum. Moore dó 2. febrúar síðastliðinn eftir að hafa smitast af kórónuveirunni, hundrað ára gamall. Moore öðlaðist heimsfrægð síðasta sumar þegar hann safnaði 32 milljónum punda, eða um 6 milljörðum íslenskra króna, til styrktar breska heilbrigðiskerfinu í ljósi kórónuveirufaraldursins. Upphaflega stefndi hann á að ganga hundrað hringi í garðinum sínum og safna þúsund pundum. Herþotu frá síðari heimstyrjöld var flogið yfir útfararstaðinn.EPA-EFE/JOE GIDDENS Moore var sleginn til riddara af Elísabetu Bretlandsdrottningu vegna framlags hans til bresks samfélags. Hann hafði verið útnefndur til riddaratignar af Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í maí í fyrra. Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þjóðarklapp“ til heiðurs kafteini Tom Moore Fjöldi fólks í Bretlandi tók þátt í svokölluðu „þjóðarklappi“ til heiðurs kafteins Tom Moore sem lést á dögunum úr Covid-19. Hann hafði safnað milljörðum króna fyrir heilbrigðiskerfið í Bretlandi meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð. 3. febrúar 2021 18:11 Kafteinn Tom Moore er látinn Sir Tom Moore kafteinn er látinn, hundrað ára að aldri. Hann var lagður inn á sjúkrahús smitaður af kórónuveirunni um helgina. 2. febrúar 2021 16:30 Kafteinn Tom Moore lagður inn á sjúkrahús vegna veirunnar Kafteinn Tom Moore hefur verið lagður inn á sjúkrahús en hann hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Moore vakti heimsathygli eftir að hann safnaði meira en 32 milljónum punda, um sex milljörðum króna, fyrir heilsugæsluna í tilefni af hundrað ára afmæli sínu. 31. janúar 2021 17:58 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Fleiri fréttir Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Sjá meira
Útförinni var sjónvarpað en vegna kórónuveirufaraldursins gátu aðeins átta nánir fjölskyldumeðlimir verið viðstaddir útförinni. Sex hermenn úr hersveit Jórvíkurskíris, sem Moore var hluti af í síðari heimstyrjöldinni, báru kistu hans til grafar. Þá stóðu fjórtán hermenn heiðursvörð og skutu úr byssum upp í loft honum til heiðurs. Herflugvélinni Douglas C-47, sem var notuð af Bretum í síðari heimstyrjöld, var flogið yfir útfararstaðinn. Hermenn úr hersveit Jórvíkurskíris stóðu heiðursvörð við útför kafteins Tom Moore.EPA-EFE/JOE GIDDENS Um leið og sóttvarnareglur leyfa ætlar fjölskylda Moors að jarðsetja ösku hans í Jórvíkurskíri þar sem hann mun hvíla ásamt foreldrum sínum, öfum og ömmum. Moore dó 2. febrúar síðastliðinn eftir að hafa smitast af kórónuveirunni, hundrað ára gamall. Moore öðlaðist heimsfrægð síðasta sumar þegar hann safnaði 32 milljónum punda, eða um 6 milljörðum íslenskra króna, til styrktar breska heilbrigðiskerfinu í ljósi kórónuveirufaraldursins. Upphaflega stefndi hann á að ganga hundrað hringi í garðinum sínum og safna þúsund pundum. Herþotu frá síðari heimstyrjöld var flogið yfir útfararstaðinn.EPA-EFE/JOE GIDDENS Moore var sleginn til riddara af Elísabetu Bretlandsdrottningu vegna framlags hans til bresks samfélags. Hann hafði verið útnefndur til riddaratignar af Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í maí í fyrra.
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þjóðarklapp“ til heiðurs kafteini Tom Moore Fjöldi fólks í Bretlandi tók þátt í svokölluðu „þjóðarklappi“ til heiðurs kafteins Tom Moore sem lést á dögunum úr Covid-19. Hann hafði safnað milljörðum króna fyrir heilbrigðiskerfið í Bretlandi meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð. 3. febrúar 2021 18:11 Kafteinn Tom Moore er látinn Sir Tom Moore kafteinn er látinn, hundrað ára að aldri. Hann var lagður inn á sjúkrahús smitaður af kórónuveirunni um helgina. 2. febrúar 2021 16:30 Kafteinn Tom Moore lagður inn á sjúkrahús vegna veirunnar Kafteinn Tom Moore hefur verið lagður inn á sjúkrahús en hann hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Moore vakti heimsathygli eftir að hann safnaði meira en 32 milljónum punda, um sex milljörðum króna, fyrir heilsugæsluna í tilefni af hundrað ára afmæli sínu. 31. janúar 2021 17:58 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Fleiri fréttir Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Sjá meira
„Þjóðarklapp“ til heiðurs kafteini Tom Moore Fjöldi fólks í Bretlandi tók þátt í svokölluðu „þjóðarklappi“ til heiðurs kafteins Tom Moore sem lést á dögunum úr Covid-19. Hann hafði safnað milljörðum króna fyrir heilbrigðiskerfið í Bretlandi meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð. 3. febrúar 2021 18:11
Kafteinn Tom Moore er látinn Sir Tom Moore kafteinn er látinn, hundrað ára að aldri. Hann var lagður inn á sjúkrahús smitaður af kórónuveirunni um helgina. 2. febrúar 2021 16:30
Kafteinn Tom Moore lagður inn á sjúkrahús vegna veirunnar Kafteinn Tom Moore hefur verið lagður inn á sjúkrahús en hann hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Moore vakti heimsathygli eftir að hann safnaði meira en 32 milljónum punda, um sex milljörðum króna, fyrir heilsugæsluna í tilefni af hundrað ára afmæli sínu. 31. janúar 2021 17:58