Konur hafa áhyggjur af því að HPV-neikvæð krabbamein greinist ekki við skimun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2021 20:01 SurePath sýnatökupinni og -glas eins og verða notuð við leghálsskimunina. BD Konur geta ekki óskað eftir frumurannsókn eftir að breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi skimunar eftir leghálskrabbameinum. HPV-neikvæð krabbamein munu því ekki finnast við skimun 30 ára og eldri. Gamla fyrirkomulag leghálsskimana fól í sér frumurannsókn og ef breytingar fundust, var HPV veirumæling gerð í kjölfarið. Eftir að heilsugæslan tók við verkefninu og ferlið var endurskoðað verða sýni úr 23 til 29 ára konum frumuskoðuð en konur á aldrinum 30 til 64 ára eru HPV mældar og fá bara frumuskoðun ef þær mælast HPV-jákvæðar. Í Facebook hópnum Aðför að heilsu kvenna hafa nokkrar konur stigið fram og greint frá því að hafa greinst með alvarlegar frumubreytingar eða krabbamein, án þess að hafa greinst með HPV. Samkvæmt erlendum rannsóknum má ætla að tíðni svokallaðra HPV-neikvæðra krabbameina sé í kringum fimm prósent. Konur spyrja sig nú að því hvort þessi krabbamein finnist nokkuð fyrr en það er orðið of seint. Kristján Oddsson, verkefnastjóri hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, staðfestir að konur geta ekki óskað eftir frumurannsókn til viðbótar við HPV mælingu. Bendir hann á að skimanir séu lýðgrunduð aðgerð, þar sem ákvarðanir miðast við hópa en ekki einstaklinga. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir harðlega samráðsleysi við konur. „Mér finnst þetta kannski til marks um það, eins og annað í þessu ferli, að það hafi einhvern veginn ekki verið hlustað á raddir kvenna. Maður sér það að það eru að koma upp ótal spurningar. Svörin eru bæði sein og óljós og mér finnst þetta vera enn eitt dæmið til marks um það að konur standa einhvern veginn uppi half ráðalausar í kjölfar þessara breytinga.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Læknafélag Íslands segir mikilvæg störf færð úr landi Stjórn Læknafélags Íslands harmar að ekki hafi gefist tími til að semja við innlenda aðila um rannsóknarhluta leitarstarfsins áður en ákvörðun var tekin um að leghálsskimunarsýni yrðu flutt frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 27. febrúar 2021 14:09 Um 350 leghálssýni reyndust „óeðlileg“ Af þeim konum sem fóru í leghálssýnatöku í lok árs 2020 og höfðu ekki fengið niðurstöðu þegar krabbameinsskimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar og Landspítala um áramótin þurfa um 350 að mæta aftur í sýnatöku. 27. febrúar 2021 12:15 Yfirlæknar á Landspítalanum vilja óháða úttekt á flutningi krabbameinsskimunar Samtök yfirlækna á Landspítala segja að yfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila þegar ákvörðun var tekin um að allar rannsóknir á leghálsskimunarsýnum verði fluttar frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 26. febrúar 2021 18:22 Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Fleiri fréttir Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Sjá meira
Gamla fyrirkomulag leghálsskimana fól í sér frumurannsókn og ef breytingar fundust, var HPV veirumæling gerð í kjölfarið. Eftir að heilsugæslan tók við verkefninu og ferlið var endurskoðað verða sýni úr 23 til 29 ára konum frumuskoðuð en konur á aldrinum 30 til 64 ára eru HPV mældar og fá bara frumuskoðun ef þær mælast HPV-jákvæðar. Í Facebook hópnum Aðför að heilsu kvenna hafa nokkrar konur stigið fram og greint frá því að hafa greinst með alvarlegar frumubreytingar eða krabbamein, án þess að hafa greinst með HPV. Samkvæmt erlendum rannsóknum má ætla að tíðni svokallaðra HPV-neikvæðra krabbameina sé í kringum fimm prósent. Konur spyrja sig nú að því hvort þessi krabbamein finnist nokkuð fyrr en það er orðið of seint. Kristján Oddsson, verkefnastjóri hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, staðfestir að konur geta ekki óskað eftir frumurannsókn til viðbótar við HPV mælingu. Bendir hann á að skimanir séu lýðgrunduð aðgerð, þar sem ákvarðanir miðast við hópa en ekki einstaklinga. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir harðlega samráðsleysi við konur. „Mér finnst þetta kannski til marks um það, eins og annað í þessu ferli, að það hafi einhvern veginn ekki verið hlustað á raddir kvenna. Maður sér það að það eru að koma upp ótal spurningar. Svörin eru bæði sein og óljós og mér finnst þetta vera enn eitt dæmið til marks um það að konur standa einhvern veginn uppi half ráðalausar í kjölfar þessara breytinga.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Læknafélag Íslands segir mikilvæg störf færð úr landi Stjórn Læknafélags Íslands harmar að ekki hafi gefist tími til að semja við innlenda aðila um rannsóknarhluta leitarstarfsins áður en ákvörðun var tekin um að leghálsskimunarsýni yrðu flutt frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 27. febrúar 2021 14:09 Um 350 leghálssýni reyndust „óeðlileg“ Af þeim konum sem fóru í leghálssýnatöku í lok árs 2020 og höfðu ekki fengið niðurstöðu þegar krabbameinsskimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar og Landspítala um áramótin þurfa um 350 að mæta aftur í sýnatöku. 27. febrúar 2021 12:15 Yfirlæknar á Landspítalanum vilja óháða úttekt á flutningi krabbameinsskimunar Samtök yfirlækna á Landspítala segja að yfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila þegar ákvörðun var tekin um að allar rannsóknir á leghálsskimunarsýnum verði fluttar frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 26. febrúar 2021 18:22 Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Fleiri fréttir Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Sjá meira
Læknafélag Íslands segir mikilvæg störf færð úr landi Stjórn Læknafélags Íslands harmar að ekki hafi gefist tími til að semja við innlenda aðila um rannsóknarhluta leitarstarfsins áður en ákvörðun var tekin um að leghálsskimunarsýni yrðu flutt frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 27. febrúar 2021 14:09
Um 350 leghálssýni reyndust „óeðlileg“ Af þeim konum sem fóru í leghálssýnatöku í lok árs 2020 og höfðu ekki fengið niðurstöðu þegar krabbameinsskimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar og Landspítala um áramótin þurfa um 350 að mæta aftur í sýnatöku. 27. febrúar 2021 12:15
Yfirlæknar á Landspítalanum vilja óháða úttekt á flutningi krabbameinsskimunar Samtök yfirlækna á Landspítala segja að yfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila þegar ákvörðun var tekin um að allar rannsóknir á leghálsskimunarsýnum verði fluttar frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 26. febrúar 2021 18:22